„Við gerðum allt sem gerir lið að þægilegum andstæðingi“ Jón Már Ferro skrifar 3. maí 2023 16:00 Frnak Lampard og Thiago Silva hafa átt erfitt uppdráttar undanfarið. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Sjötta tap Chelsea í röð undir stjórn Frank Lampard kom í gærkvöldi gegn Arsenal. Chelsea var þremur mörkum undir eftir einungis 34 mínútur og varnarleikur liðsins í molum. Sóknarleikur þeirra var ekki mikið skárri líkt og í undanförnum leikjum en þeir náðu að laga stöðuna í lokin og endaði leikurinn því 3-1. „Varnarlínan kom ekki nógu ofarlega og þar af leiðandi fengu þeir of mikið svæði. Sóknarlega spiluðum við ekki í gegnum pressuna þeirra. Við gerðum allt sem gerir lið að þægilegum andstæðingi,“ segir Frank Lampard, þjálfari liðsins, í viðtali við Sky Sport. Margir hlutir í leik Chelsea fóru úrskeiðis í gær en einn þeirra er skortur á ákefð. Bæði sóknarlega en sérstaklega varnarlega. "Six years ago, we finished tenth. We won the Premier League a year later... I lived it, it's doable." Cesc Fabregas offers hope to Chelsea fans pic.twitter.com/69YaByZ6hy— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 2, 2023 Einn þeirra sem gagnrýnir Chelsea er Jimmy Floyd Hasselbaink. Hann skoraði 127 mörk í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma fyrir Leeds, Chelsea, Middlesbrough og Charlton. „Þetta gerist þegar þú ert ekki að spila vel, þegar þú gerir ekki grunnatriðin rétt og þegar þú leggur ekki nógu mikið á þig,“ segir Hasselbaink við Sky Sport og hélt áfram. „Ákefðin var mjög lítil. Fyrirgjafirnar komu of auðvelda inn á teiginn vegna þess að leikmenn gerðu ekki nóg til að komast fyrir þær. Þegar þú gerir það muntu alltaf eiga í vandræðum.“ Cesc Fabregas tók í sama streng. Hann vann ensku úrvalsdeildina með Chelsea og spilaði 350 leiki í heildina með Arsenal og Chelsea. „Ég trúði ekki taktísku og tæknilegu mistökunum sem leikmenn Chelsea voru að gera,“ segir Fabregas á Sky Sport. Á sínum tíma tók Fabregas þátt í því að endurreisa Chelsea 2016-17 tímabilið þegar Antonio Conte var ráðinn stjóri. Tímabilið áður hafði Guus Hiddink tekið við sem bráðabirgaðstjóri af Jose Mourinho sem var með liðið í tíunda sæti. Svipuð staða er uppi núna. „Við unnum ensku úrvalsdeildina. Það er ekki ómögulegt. Ég var þarna. Ef það kemur inn þjálfari með reynslu og karakter, sem er með skýra sín, þá er þetta gerlegt,“ segir Fabregas. Enski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Chelsea var þremur mörkum undir eftir einungis 34 mínútur og varnarleikur liðsins í molum. Sóknarleikur þeirra var ekki mikið skárri líkt og í undanförnum leikjum en þeir náðu að laga stöðuna í lokin og endaði leikurinn því 3-1. „Varnarlínan kom ekki nógu ofarlega og þar af leiðandi fengu þeir of mikið svæði. Sóknarlega spiluðum við ekki í gegnum pressuna þeirra. Við gerðum allt sem gerir lið að þægilegum andstæðingi,“ segir Frank Lampard, þjálfari liðsins, í viðtali við Sky Sport. Margir hlutir í leik Chelsea fóru úrskeiðis í gær en einn þeirra er skortur á ákefð. Bæði sóknarlega en sérstaklega varnarlega. "Six years ago, we finished tenth. We won the Premier League a year later... I lived it, it's doable." Cesc Fabregas offers hope to Chelsea fans pic.twitter.com/69YaByZ6hy— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 2, 2023 Einn þeirra sem gagnrýnir Chelsea er Jimmy Floyd Hasselbaink. Hann skoraði 127 mörk í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma fyrir Leeds, Chelsea, Middlesbrough og Charlton. „Þetta gerist þegar þú ert ekki að spila vel, þegar þú gerir ekki grunnatriðin rétt og þegar þú leggur ekki nógu mikið á þig,“ segir Hasselbaink við Sky Sport og hélt áfram. „Ákefðin var mjög lítil. Fyrirgjafirnar komu of auðvelda inn á teiginn vegna þess að leikmenn gerðu ekki nóg til að komast fyrir þær. Þegar þú gerir það muntu alltaf eiga í vandræðum.“ Cesc Fabregas tók í sama streng. Hann vann ensku úrvalsdeildina með Chelsea og spilaði 350 leiki í heildina með Arsenal og Chelsea. „Ég trúði ekki taktísku og tæknilegu mistökunum sem leikmenn Chelsea voru að gera,“ segir Fabregas á Sky Sport. Á sínum tíma tók Fabregas þátt í því að endurreisa Chelsea 2016-17 tímabilið þegar Antonio Conte var ráðinn stjóri. Tímabilið áður hafði Guus Hiddink tekið við sem bráðabirgaðstjóri af Jose Mourinho sem var með liðið í tíunda sæti. Svipuð staða er uppi núna. „Við unnum ensku úrvalsdeildina. Það er ekki ómögulegt. Ég var þarna. Ef það kemur inn þjálfari með reynslu og karakter, sem er með skýra sín, þá er þetta gerlegt,“ segir Fabregas.
Enski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira