Allt öðruvísi leið fyrir stelpurnar okkar á næsta stórmót Sindri Sverrisson skrifar 4. maí 2023 08:00 Íslenska landsliðið hefur átt fast sæti á EM frá 2009 og var með í Englandi í fyrra, þar sem liðið tapaði ekki leik en féll þó út í riðlakeppninni eftir þrjú jafntefli. VÍSIR/VILHELM Nú þegar dregið hefur verið í riðla í fyrstu útgáfu Þjóðadeildar kvenna í fótbolta, sem leikin verður í haust, er orðið skýrara hvað Ísland þarf að gera til að komast aftur á stórmót. UEFA hefur komið á fót Þjóðadeild kvenna rétt eins og hjá körlunum, en gekk skrefi lengra og ákvað að hafa einnig „þjóðadeildarsnið“ á undankeppni stórmóta hjá konunum. Hægt er að horfa á kynningarmyndband UEFA hér. Ísland hefur verið með í lokakeppni EM síðustu fjögur skipti í röð, árin 2009, 2013, 2017 og 2022. Eftir tvö nístingssár töp síðasta haust, gegn Hollandi og Portúgal, verður liðið ekki með á HM í sumar og biðin eftir HM-sæti lengist því enn, og stelpurnar okkar hafa heldur aldrei komist á Ólympíuleika. Bara tvö sæti í boði á Ólympíuleikunum Næsta tækifæri til að komast á stórmót er einmitt Ólympíuleikarnir í París á næsta ári. Ísland er ein af 15 Evrópuþjóðum sem eiga möguleika á að komast þangað, en tvær þjóðanna komast á leikana ásamt Frökkum sem spila þar sem gestgjafar. Til að komast á Ólympíuleikana þarf Ísland að standa uppi sem sigurvegari í sínum riðli í Þjóðadeildinni í haust, eftir samtals sex leiki við Þýskaland, Danmörku og Wales. Leikdagar Íslands í Þjóðadeildinni Ísland - Wales, 22. september Þýskaland - Ísland, 26. september Ísland - Danmörk, 27. október Ísland - Þýskaland, 31. október Wales - Ísland, 1. desember Danmörk - Ísland, 5. desember Það yrði auðvitað stórkostlegur árangur en myndi ekki duga, því liðið væri þá komið í undanúrslit og þyrfti enn að slá út eitt lið þar og komast í úrslitaleikinn til að komast á Ólympíuleikana (eða ná 3. sæti ef Frakkland kemst í úrslitaleikinn). The 2023/24 #UWNL League stage draw is complete.Here's how the groups look — UEFA Women's Nations League (@WEURO) May 2, 2023 Allt í lagi, svo að Ólympíuleikarnir eru frekar fjarlægur draumur. Lokakeppni EM 2025, sem fram fer í Sviss, er það hins vegar ekki. Leikið verður um EM-farseðilinn á næsta ári og það verður ekki gert með hefðbundinni undankeppni heldur verður undankeppnin með „þjóðadeildarsniði“. Það mun því skipta máli upp á möguleikana á EM-sæti hvar Ísland endar í Þjóðadeildinni í haust. Niðurstaðan í haust hefur mikil áhrif á keppni um sæti á EM Hvernig þá? Jú, ef að Ísland endar í 1. eða 2. sæti síns riðils í Þjóðadeildinni í haust mun liðið spila áfram í A-deild í undankeppni EM á næsta ári. Ef að Ísland endar í 3. sæti þarf liðið að fara í umspil í febrúar við lið úr 2. sæti í B-deild, og ef að Ísland endar í 4. sæti fellur liðið og þarf að spila í B-deild undankeppni EM. Í undankeppninni á næsta ári munu svo liðin átta sem enda í 1. og 2. sæti síns riðils í A-deild komast beint á EM. Sviss fær öruggt sæti sem gestgjafi og eftir standa þá sjö sæti sem spilað verður um í umspili. Sveindís Jane Jónsdóttir felldi tár eins og margir fleiri þegar Ísland missti naumlega af því að komast á HM í fyrsta sinn, með tapi gegn Portúgal í framlengdum leik í fyrrahaust. Nýja þjóðadeildarfyrirkomulagið verður notað í undankeppni HM 2027.VÍSIR/VILHELM Liðin átta í A-deild sem ekki komast beint á EM fara í það umspil, og mæta þá átta bestu liðunum úr C-deild Þjóðadeildarinnar. Í flestum tilvikum ættu þar liðin úr A-deild að eiga frekar greiða leið áfram í seinni umferð umspilsins. Sex bestu liðin úr B-deild fara sömuleiðis í umspil við sex lið til viðbótar úr B-deild. Þaðan komast því sex lið áfram í seinni umferð umspilsins ásamt liðunum átta úr A- og C-deild, þar sem fjórtán lið leika þá í sjö einvígum um sæti á EM. Mikilvægt að forðast fall Hvað þýðir þetta fyrir Ísland? Ef að stelpurnar okkar ná að forðast fall í haust eiga þær möguleika á að tryggja sig beint inn á EM á næsta ári. Þær væru jafnframt öruggar um að lágmarki sæti í umspili, og myndu ekki þurfa að leika þar gegn liði úr A-deildinni í fyrri hlutanum, heldur liði úr C-deild. En ef að Ísland fellur, það er að segja endar neðst í sínum riðli í haust eða í 3. sæti og tapar umspili í febrúar (umspili sem ekki væri hægt að spila hér á landi vegna úrelts þjóðarleikvangs), gæti róðurinn á EM orðið afar þungur því liðið þyrfti að vinna sig inn í umspil og sigra þar lið úr B-deild og svo væntanlega lið úr A-deild. Allt skýrist þetta enn betur í haust með spennandi viðureignum við Wales, Danmörku og Þýskaland en riðlakeppnin hefst með leikjum 20.-26. september og henni lýkur í byrjun desember. Undanúrslitin og úrslitin, ásamt umspili um sæti í A- og B-deild, fara svo fram 21.-28. febrúar. EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Sjá meira
UEFA hefur komið á fót Þjóðadeild kvenna rétt eins og hjá körlunum, en gekk skrefi lengra og ákvað að hafa einnig „þjóðadeildarsnið“ á undankeppni stórmóta hjá konunum. Hægt er að horfa á kynningarmyndband UEFA hér. Ísland hefur verið með í lokakeppni EM síðustu fjögur skipti í röð, árin 2009, 2013, 2017 og 2022. Eftir tvö nístingssár töp síðasta haust, gegn Hollandi og Portúgal, verður liðið ekki með á HM í sumar og biðin eftir HM-sæti lengist því enn, og stelpurnar okkar hafa heldur aldrei komist á Ólympíuleika. Bara tvö sæti í boði á Ólympíuleikunum Næsta tækifæri til að komast á stórmót er einmitt Ólympíuleikarnir í París á næsta ári. Ísland er ein af 15 Evrópuþjóðum sem eiga möguleika á að komast þangað, en tvær þjóðanna komast á leikana ásamt Frökkum sem spila þar sem gestgjafar. Til að komast á Ólympíuleikana þarf Ísland að standa uppi sem sigurvegari í sínum riðli í Þjóðadeildinni í haust, eftir samtals sex leiki við Þýskaland, Danmörku og Wales. Leikdagar Íslands í Þjóðadeildinni Ísland - Wales, 22. september Þýskaland - Ísland, 26. september Ísland - Danmörk, 27. október Ísland - Þýskaland, 31. október Wales - Ísland, 1. desember Danmörk - Ísland, 5. desember Það yrði auðvitað stórkostlegur árangur en myndi ekki duga, því liðið væri þá komið í undanúrslit og þyrfti enn að slá út eitt lið þar og komast í úrslitaleikinn til að komast á Ólympíuleikana (eða ná 3. sæti ef Frakkland kemst í úrslitaleikinn). The 2023/24 #UWNL League stage draw is complete.Here's how the groups look — UEFA Women's Nations League (@WEURO) May 2, 2023 Allt í lagi, svo að Ólympíuleikarnir eru frekar fjarlægur draumur. Lokakeppni EM 2025, sem fram fer í Sviss, er það hins vegar ekki. Leikið verður um EM-farseðilinn á næsta ári og það verður ekki gert með hefðbundinni undankeppni heldur verður undankeppnin með „þjóðadeildarsniði“. Það mun því skipta máli upp á möguleikana á EM-sæti hvar Ísland endar í Þjóðadeildinni í haust. Niðurstaðan í haust hefur mikil áhrif á keppni um sæti á EM Hvernig þá? Jú, ef að Ísland endar í 1. eða 2. sæti síns riðils í Þjóðadeildinni í haust mun liðið spila áfram í A-deild í undankeppni EM á næsta ári. Ef að Ísland endar í 3. sæti þarf liðið að fara í umspil í febrúar við lið úr 2. sæti í B-deild, og ef að Ísland endar í 4. sæti fellur liðið og þarf að spila í B-deild undankeppni EM. Í undankeppninni á næsta ári munu svo liðin átta sem enda í 1. og 2. sæti síns riðils í A-deild komast beint á EM. Sviss fær öruggt sæti sem gestgjafi og eftir standa þá sjö sæti sem spilað verður um í umspili. Sveindís Jane Jónsdóttir felldi tár eins og margir fleiri þegar Ísland missti naumlega af því að komast á HM í fyrsta sinn, með tapi gegn Portúgal í framlengdum leik í fyrrahaust. Nýja þjóðadeildarfyrirkomulagið verður notað í undankeppni HM 2027.VÍSIR/VILHELM Liðin átta í A-deild sem ekki komast beint á EM fara í það umspil, og mæta þá átta bestu liðunum úr C-deild Þjóðadeildarinnar. Í flestum tilvikum ættu þar liðin úr A-deild að eiga frekar greiða leið áfram í seinni umferð umspilsins. Sex bestu liðin úr B-deild fara sömuleiðis í umspil við sex lið til viðbótar úr B-deild. Þaðan komast því sex lið áfram í seinni umferð umspilsins ásamt liðunum átta úr A- og C-deild, þar sem fjórtán lið leika þá í sjö einvígum um sæti á EM. Mikilvægt að forðast fall Hvað þýðir þetta fyrir Ísland? Ef að stelpurnar okkar ná að forðast fall í haust eiga þær möguleika á að tryggja sig beint inn á EM á næsta ári. Þær væru jafnframt öruggar um að lágmarki sæti í umspili, og myndu ekki þurfa að leika þar gegn liði úr A-deildinni í fyrri hlutanum, heldur liði úr C-deild. En ef að Ísland fellur, það er að segja endar neðst í sínum riðli í haust eða í 3. sæti og tapar umspili í febrúar (umspili sem ekki væri hægt að spila hér á landi vegna úrelts þjóðarleikvangs), gæti róðurinn á EM orðið afar þungur því liðið þyrfti að vinna sig inn í umspil og sigra þar lið úr B-deild og svo væntanlega lið úr A-deild. Allt skýrist þetta enn betur í haust með spennandi viðureignum við Wales, Danmörku og Þýskaland en riðlakeppnin hefst með leikjum 20.-26. september og henni lýkur í byrjun desember. Undanúrslitin og úrslitin, ásamt umspili um sæti í A- og B-deild, fara svo fram 21.-28. febrúar.
Leikdagar Íslands í Þjóðadeildinni Ísland - Wales, 22. september Þýskaland - Ísland, 26. september Ísland - Danmörk, 27. október Ísland - Þýskaland, 31. október Wales - Ísland, 1. desember Danmörk - Ísland, 5. desember
EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Sjá meira