„Mér líður vel með að skila liðinu af mér núna“ Jón Már Ferro skrifar 5. maí 2023 09:01 Andri Snær Stefánsson er ný hættur sem þjálfari kvennaliðs KA/Þór. vísir/Pawel Cieslikiewicz Andri Snær Stefánsson segir að undanfarin þrjú ár hafi verið stórkostleg með kvennalið KA/Þórs í handbolta. Hann lætur af störfum og segist stoltur af félaginu og leikmönnum sínum. „Fyrsta árið okkar var ævintýraárið. Okkur var spáð fimmta sæti en tókum alla fjóra titlana. Sem var alveg sturlað. Við fylgdum því eftir með því að fara í Evrópukeppni. Stelpur sem komust í landsliðið og atvinnumennsku,“ segir Andri. Margar breytingar urðu á liðinu í vetur en þær urðu fleiri en hann hafði búist við. Margir ungir leikmenn fengu tækifæri í meistaraflokki og hann segist stoltur að hafa farið með liðið aftur í Evrópukeppni. Leiddi liðið í gegnum miklar breytingar „Mér líður eins og ég sé til í að breyta til hjá mér og liðið hefur gott af nýrri rödd. Mér líður vel með að skila liðinu af mér núna eftir að liðið hefur farið í gegnum miklar breytingar. Ég held að ekkert lið í handboltanum á Íslandi hafi farið í gegnum jafn miklar breytingar á milli tímabila,“ segir Andri. KA/Þór náði stórkostlegum árangri undir stjórn Andra Snæs. Sérstaklega á fyrsta árinu sem þjálfari liðsins.vísir/Pawel Cieslikiewicz Hann er stoltur af vinnu KA/Þórs undanfarin ár og segir jafnframt að hann sé að skila af sér góðu liði. Þrátt fyrir að hætta í meistaraflokksþjálfun núna sé aldrei að vita nema að Andri mæti aftur eftir tvö til þrjú ár í meistaraflokksbolta. „Það er rosalega mikil vinna sem fer í að stýra meistaraflokksliði. Ég er í fullri vinnu og með þrjú lítil börn með konunni minni. Þetta er fínn tímapunktur að fá meira svigrúm. Ég mun halda áfram að þjálfa. Ég elska að þjálfa og hef mikinn metnað fyrir því. Væntanlega fer ég í yngri flokkana,“ segir Andri. „Slökkviliðið sprautaði yfir flugvélina“ Undir stjórn Andra náði KA/Þór góðum árangri og varð meðal annars Íslandsmeistari tímabilið 2020-21. Hann mun aldrei gleyma móttökunum sem liðið fékk. „Íslandsmeistaratitillinn stendur upp úr. Við fengum ótrúlega marga Akureyringa suður með okkur sem fylgdu okkur í lokaleikinn sem tryggði okkur titilinn. Móttökurnar á Akureyrarflugvelli þar sem hálfur bærinn tók á móti okkur. Slökkviliðið sprautaði yfir flugvélina.“ Andra þykir óendanlega vænt um félagið og alla leikmennina og segir að erfitt hafi verið að tilkynna brotthvarfið. Þrátt fyrir það segir hann bjarta tíma fram undan og að ungir leikmenn muni njóta góðs af reynslunni á nýliðnu tímabili. „Nokkrir leikmenn sem fóru í atvinnumennsku og spiluðu með landsliðinu. Ég er ótrúlega ánægður að hafa tekið þátt í því með þjálfarateyminu, stjórn og leikmönnum að taka kvennahandboltann á Akureyri á næsta stig. Við vorum valið þriðja besta lið ársins af öllum liðsíþróttum á Íslandi fyrir tveimur árum. Þetta hefur verið ótrúlegur tími en allt tekur einhvern tímann enda,“ segir Andri. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Andri Snær hættur með KA/Þór Andri Snær Stefánsson er hættur sem þjálfari KA/Þór í handbolta. Undir hans stjórn varð liðið Íslands-, bikar- og deildarmeistari í fyrsta sinn. 3. maí 2023 10:34 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Sjá meira
„Fyrsta árið okkar var ævintýraárið. Okkur var spáð fimmta sæti en tókum alla fjóra titlana. Sem var alveg sturlað. Við fylgdum því eftir með því að fara í Evrópukeppni. Stelpur sem komust í landsliðið og atvinnumennsku,“ segir Andri. Margar breytingar urðu á liðinu í vetur en þær urðu fleiri en hann hafði búist við. Margir ungir leikmenn fengu tækifæri í meistaraflokki og hann segist stoltur að hafa farið með liðið aftur í Evrópukeppni. Leiddi liðið í gegnum miklar breytingar „Mér líður eins og ég sé til í að breyta til hjá mér og liðið hefur gott af nýrri rödd. Mér líður vel með að skila liðinu af mér núna eftir að liðið hefur farið í gegnum miklar breytingar. Ég held að ekkert lið í handboltanum á Íslandi hafi farið í gegnum jafn miklar breytingar á milli tímabila,“ segir Andri. KA/Þór náði stórkostlegum árangri undir stjórn Andra Snæs. Sérstaklega á fyrsta árinu sem þjálfari liðsins.vísir/Pawel Cieslikiewicz Hann er stoltur af vinnu KA/Þórs undanfarin ár og segir jafnframt að hann sé að skila af sér góðu liði. Þrátt fyrir að hætta í meistaraflokksþjálfun núna sé aldrei að vita nema að Andri mæti aftur eftir tvö til þrjú ár í meistaraflokksbolta. „Það er rosalega mikil vinna sem fer í að stýra meistaraflokksliði. Ég er í fullri vinnu og með þrjú lítil börn með konunni minni. Þetta er fínn tímapunktur að fá meira svigrúm. Ég mun halda áfram að þjálfa. Ég elska að þjálfa og hef mikinn metnað fyrir því. Væntanlega fer ég í yngri flokkana,“ segir Andri. „Slökkviliðið sprautaði yfir flugvélina“ Undir stjórn Andra náði KA/Þór góðum árangri og varð meðal annars Íslandsmeistari tímabilið 2020-21. Hann mun aldrei gleyma móttökunum sem liðið fékk. „Íslandsmeistaratitillinn stendur upp úr. Við fengum ótrúlega marga Akureyringa suður með okkur sem fylgdu okkur í lokaleikinn sem tryggði okkur titilinn. Móttökurnar á Akureyrarflugvelli þar sem hálfur bærinn tók á móti okkur. Slökkviliðið sprautaði yfir flugvélina.“ Andra þykir óendanlega vænt um félagið og alla leikmennina og segir að erfitt hafi verið að tilkynna brotthvarfið. Þrátt fyrir það segir hann bjarta tíma fram undan og að ungir leikmenn muni njóta góðs af reynslunni á nýliðnu tímabili. „Nokkrir leikmenn sem fóru í atvinnumennsku og spiluðu með landsliðinu. Ég er ótrúlega ánægður að hafa tekið þátt í því með þjálfarateyminu, stjórn og leikmönnum að taka kvennahandboltann á Akureyri á næsta stig. Við vorum valið þriðja besta lið ársins af öllum liðsíþróttum á Íslandi fyrir tveimur árum. Þetta hefur verið ótrúlegur tími en allt tekur einhvern tímann enda,“ segir Andri.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Andri Snær hættur með KA/Þór Andri Snær Stefánsson er hættur sem þjálfari KA/Þór í handbolta. Undir hans stjórn varð liðið Íslands-, bikar- og deildarmeistari í fyrsta sinn. 3. maí 2023 10:34 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Sjá meira
Andri Snær hættur með KA/Þór Andri Snær Stefánsson er hættur sem þjálfari KA/Þór í handbolta. Undir hans stjórn varð liðið Íslands-, bikar- og deildarmeistari í fyrsta sinn. 3. maí 2023 10:34