Taylor Swift gengin út á mettíma Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. maí 2023 11:08 Taylor Swift var ekki lengi að þessu en þó lengur en opinberar fregnir hafa gefið til kynna. Getty/Amy Sussman Bandaríska söngkonan Taylor Swift er komin með nýjan kærasta. Hinn heppni er breski tónlistarmaðurinn Matty Healy. Minna en mánuður er síðan söngkonan og enski leikarinn Joe Alwyn hættu saman, að minnsta kosti opinberlega. Það er breska götublaðið The Sun sem fullyrðir þetta og slær því upp að báðir séu þeir Healy og Alwyn frá London borg. Áður hefur komið fram að söngkonan og Healy hafi farið í sitt hvora áttina sem perluvinir eftir sex ára samband. Healy er fæddur sama ár og söngkonan, árið 1989 og er því 34 ára gamall. Hann er söngvari og lagahöfundur hljómsveitarinnar 1975. Slær The Sun því upp að hann sé vanur lífstíl tónlistarmanna og því henti það söngkonunni einkar vel að vera með honum í sambandi. Hefur breska götublaðið eftir ónefndum heimildarmanni, sem sagður er vera náinn söngkonunni, að hún sé einkar hamingjusöm með hinum nýja manni. Þau séu raunar þegar orðin ástfangin. „Það er ekki langt liðið á sambandið, en þeim líður báðum vel. Þau voru fyrst saman fyrir einhverjum tíu árum síðan í stuttan tíma en tímasetningin gekk ekki upp,“ segir ónefndi heimildarmaður breska götublaðsins. Bætir hann í og segir að Swift hafi í raun verið einhleyp frá því í febrúar, þrátt fyrir að það hafi ekki verið greint frá því fyrr en í síðasta mánuði. Hún og Healy hafi verið í mismunandi tónleikaferðalögum en verið dugleg að tala saman í gegnum FaceTime. „Þar sem þau eru bæði alþjóðlegar stjörnur þá gera þau sér vel grein fyrir pressunni sem fylgir starfinu og öllum tímanum sem fer í þetta. Þannig þau styðja hvort annað í þessu og eru bæði afar spennt fyrir þessu sambandi.“ Healy er nýja ástin í lífi Taylor Swift. Mauricio Santana/Getty Hollywood Ástin og lífið Tengdar fréttir Swiftingar í ástarlífinu Bandaríska stórsöngkonan Taylor Swift og enski leikarinn Joe Alwyn eru hætt saman eftir rúmlega sex ára samband. 9. apríl 2023 11:25 Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira
Það er breska götublaðið The Sun sem fullyrðir þetta og slær því upp að báðir séu þeir Healy og Alwyn frá London borg. Áður hefur komið fram að söngkonan og Healy hafi farið í sitt hvora áttina sem perluvinir eftir sex ára samband. Healy er fæddur sama ár og söngkonan, árið 1989 og er því 34 ára gamall. Hann er söngvari og lagahöfundur hljómsveitarinnar 1975. Slær The Sun því upp að hann sé vanur lífstíl tónlistarmanna og því henti það söngkonunni einkar vel að vera með honum í sambandi. Hefur breska götublaðið eftir ónefndum heimildarmanni, sem sagður er vera náinn söngkonunni, að hún sé einkar hamingjusöm með hinum nýja manni. Þau séu raunar þegar orðin ástfangin. „Það er ekki langt liðið á sambandið, en þeim líður báðum vel. Þau voru fyrst saman fyrir einhverjum tíu árum síðan í stuttan tíma en tímasetningin gekk ekki upp,“ segir ónefndi heimildarmaður breska götublaðsins. Bætir hann í og segir að Swift hafi í raun verið einhleyp frá því í febrúar, þrátt fyrir að það hafi ekki verið greint frá því fyrr en í síðasta mánuði. Hún og Healy hafi verið í mismunandi tónleikaferðalögum en verið dugleg að tala saman í gegnum FaceTime. „Þar sem þau eru bæði alþjóðlegar stjörnur þá gera þau sér vel grein fyrir pressunni sem fylgir starfinu og öllum tímanum sem fer í þetta. Þannig þau styðja hvort annað í þessu og eru bæði afar spennt fyrir þessu sambandi.“ Healy er nýja ástin í lífi Taylor Swift. Mauricio Santana/Getty
Hollywood Ástin og lífið Tengdar fréttir Swiftingar í ástarlífinu Bandaríska stórsöngkonan Taylor Swift og enski leikarinn Joe Alwyn eru hætt saman eftir rúmlega sex ára samband. 9. apríl 2023 11:25 Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira
Swiftingar í ástarlífinu Bandaríska stórsöngkonan Taylor Swift og enski leikarinn Joe Alwyn eru hætt saman eftir rúmlega sex ára samband. 9. apríl 2023 11:25