„Ætli ég sofi ekki bara í bílnum“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. maí 2023 19:41 Ólafur segir þá feðga hafa verið afar hissa á hörkunni sem þeir hafi mætt af hálfu leigufélagsins. Ólafur Snævar Ögmundsson Áttræður maður var á þriðjudaginn borinn út úr íbúð sinni sem hann hafði á leigu hjá Ölmu leigufélagi. Þar bjó hann ásamt hreyfihömluðum syni sínum en þeir eru nú á götunni að eigin sögn og vita ekki hvað tekur við. „Þetta var ljót harka, svo ég segi það bara,“ segir Ólafur Snævar Ögmundsson í samtali við fréttastofu. Hann hafði íbúðina á leigu í Hátúni hjá Ölmu þar til síðasta þriðjudag. „Ég er ýmsu vanur, ég hef ferðast út um allan heim, verið yfirvélstjóri á norskum skipum og er ýmsu vanur, en þetta hef ég aldrei séð áður.“ Hann segir að hópur starfsmanna frá leigufélaginu auk lögreglu hafi skyndilega mætt heim til sín á þriðjudaginn og skipað honum og syni hans, Auðunni Snævarri Ögmundssyni, að pakka saman öllu sínu hafurtaski. „Þeir mættu bara og hirtu allt okkar dót. Við gátum ekki sett í neinar töskur því við eigum engar töskur og þá bara tóku þeir allt saman og settu í plastpoka. Alveg sama hvort það væri brothætt eða ekki. Það var allt tekið. Minjagripir, fjölskyldumyndir, albúm. Allt saman.“ Fékk Covid á versta tíma Tæpt ár eru síðan þeir Ólafur og Auðunn fluttu inn í íbúðina. Ólafur hafði veikst alvarlega á Spáni og var með Covid skömmu áður en hann fékk leigusamning hjá Ölmu. „Ég kom heim og lenti á spítala. Svo fékk ég að leiga þessa íbúð og borgaði fyrirframgreiðslu sem ég veit ekkert hvort þeir hafi tekið til greina eða ekki. Nema hvað að svo er eitthvað ský yfir manni og ég var eitthvað á eftir og borgaði ekki leigu fyrstu tvo mánuðina en síðan hefur aldrei staðið á greiðslu hjá mér.“ Veit ekki hvað tekur við Sonur Ólafs, Auðunn, segir að þeir feðgar hafi verið með Umboðsmann skuldara í öllum sínum málum. „Hann var nýbúinn að vera í sambandi við Ölmu og okkur grunaði það því alls ekki að þetta yrði staðan.“ Þeir feðgar hafi alltaf greitt leiguna á réttum tíma og viljað leysa málið. „Það eina sem lág á íbúðinni voru þessar upphafsgreiðslur og umboðsmaðurinn var með þetta á sínum snærum.“ Sjálfur segir Auðunn að hann muni dvelja hjá systur Ólafs sem býr á Eyrarbakka. „Annars höfum við verið á hóteli undanfarna daga en svo fer ég til systur pabba.“ Ólafur segist ekki vita hvert hann leitar. „Ég er búinn að tala við félagsþjónustuna og það er ekkert sem gerist. Nákvæmlega ekki neitt,“ segir Ólafur og bætir því við að óvissan sé algjör. „Ég veit ekki hvað verður um mig. Ætli ég sofi ekki bara í bílnum.“ Margrét Friðriksdóttir, eigandi vefsíðunnar Frettin.is, ræddi við feðgana eftir að þeir voru bornir út á þriðjudag: Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
„Þetta var ljót harka, svo ég segi það bara,“ segir Ólafur Snævar Ögmundsson í samtali við fréttastofu. Hann hafði íbúðina á leigu í Hátúni hjá Ölmu þar til síðasta þriðjudag. „Ég er ýmsu vanur, ég hef ferðast út um allan heim, verið yfirvélstjóri á norskum skipum og er ýmsu vanur, en þetta hef ég aldrei séð áður.“ Hann segir að hópur starfsmanna frá leigufélaginu auk lögreglu hafi skyndilega mætt heim til sín á þriðjudaginn og skipað honum og syni hans, Auðunni Snævarri Ögmundssyni, að pakka saman öllu sínu hafurtaski. „Þeir mættu bara og hirtu allt okkar dót. Við gátum ekki sett í neinar töskur því við eigum engar töskur og þá bara tóku þeir allt saman og settu í plastpoka. Alveg sama hvort það væri brothætt eða ekki. Það var allt tekið. Minjagripir, fjölskyldumyndir, albúm. Allt saman.“ Fékk Covid á versta tíma Tæpt ár eru síðan þeir Ólafur og Auðunn fluttu inn í íbúðina. Ólafur hafði veikst alvarlega á Spáni og var með Covid skömmu áður en hann fékk leigusamning hjá Ölmu. „Ég kom heim og lenti á spítala. Svo fékk ég að leiga þessa íbúð og borgaði fyrirframgreiðslu sem ég veit ekkert hvort þeir hafi tekið til greina eða ekki. Nema hvað að svo er eitthvað ský yfir manni og ég var eitthvað á eftir og borgaði ekki leigu fyrstu tvo mánuðina en síðan hefur aldrei staðið á greiðslu hjá mér.“ Veit ekki hvað tekur við Sonur Ólafs, Auðunn, segir að þeir feðgar hafi verið með Umboðsmann skuldara í öllum sínum málum. „Hann var nýbúinn að vera í sambandi við Ölmu og okkur grunaði það því alls ekki að þetta yrði staðan.“ Þeir feðgar hafi alltaf greitt leiguna á réttum tíma og viljað leysa málið. „Það eina sem lág á íbúðinni voru þessar upphafsgreiðslur og umboðsmaðurinn var með þetta á sínum snærum.“ Sjálfur segir Auðunn að hann muni dvelja hjá systur Ólafs sem býr á Eyrarbakka. „Annars höfum við verið á hóteli undanfarna daga en svo fer ég til systur pabba.“ Ólafur segist ekki vita hvert hann leitar. „Ég er búinn að tala við félagsþjónustuna og það er ekkert sem gerist. Nákvæmlega ekki neitt,“ segir Ólafur og bætir því við að óvissan sé algjör. „Ég veit ekki hvað verður um mig. Ætli ég sofi ekki bara í bílnum.“ Margrét Friðriksdóttir, eigandi vefsíðunnar Frettin.is, ræddi við feðgana eftir að þeir voru bornir út á þriðjudag:
Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira