Girðing og myndavélar ekki stöðvað ferðamenn við að létta á sér Kristinn Haukur Guðnason skrifar 4. maí 2023 22:13 Ferðamenn kasta af sér þvagi við bensínstöðina á Djúpavogi. Skjáskot ja.is Engin salernisaðstaða er við helsta verslunarkjarna Djúpavogs og ferðamenn kasta af sér þvagi við bensínstöðina. Heimastjórn og íbúar í nágrenninu eru ósátt við stöðuna. „Það er búið að reyna að gera allt. Það er búið að girða og setja upp myndavélar. Fólki er nákvæmlega sama því það veit að það er enginn sem situr við skjáinn og starir á það,“ segir Oddný Anna Björnsdóttir, fulltrúi í heimastjórn Djúpavogs í Múlaþingi. RÚV greindi fyrst frá því í mars að sveitarfélagið gerði þá kröfu á fimm fyrirtæki í helsta verslunarkjarna bæjarins að þau kæmu upp salernisaðstöðu. Húsnæðið er í eigu fasteignafélags Samkaupa sem leigir út rými til Landsbankans, ÁTVR og Íslandspósts. Þá er olíufyrirtækið N1 með litla bensínstöð fyrir utan. Fyrirtækin hafa ekki sýnt vilja til að koma upp salernisaðstöðu. Íbúar þreyttir á óþrifnaðinum „Ferðamenn sjá dælurnar, koma inn og búast við að finna salerni,“ segir Oddný. „Þegar þeim er sagt að það sé neðar í götunni nenna þeir ekki þangað heldur fara bak við hús og gera þarfir sínar.“ Vandamálið er þó enn meira utan opnunartíma verslananna því ferðamenn eru að koma á öllum tímum sólarhringsins á bensínstöðina. Sveitarfélagið rekur eina salernisaðstöðu í nágrenninu og hyggst koma upp öðru, í um 100 til 200 metra fjarlægð frá bensínstöðinni. En það virðist ekki vera nóg fyrir ferðamennina og ekki kemur til greina að sveitarfélagið reki salerni inni í húsnæði einkaaðila. Oddný Anna Björnsdóttir segir íbúana orðna þreytta á óþrifnaðinum.Múlaþing „Íbúar þarna í kring eru orðnir mjög þreyttir á þessu,“ segir Oddný um lyktina og óþrifnaðinn sem af þessu hlýst. „Þar sem þetta er lítill verslunarkjarni er ekkert óeðlilegt að þessi fyrirtæki, þar með talið N1, taki sig saman um rekstur salernis til að þjónusta ferðafólk og íbúa. Þá losna þau líka við að fólk sé að létta af sér fyrir utan.“ Vilja færa stöðina Málið hefur ítrekað verið rætt á fundum heimastjórnar og hefur verið óskað eftir viðbrögðum frá fyrirtækjunum. Þau hafa hins vegar hingað til verið neikvæð og bera ÁTVR og Íslandspóstur til dæmis fyrir sig að vera leigjendur. Samkvæmt Oddnýju á N1 eftir að svara heimastjórninni. Á fundi heimastjórnarinnar í dag harmaði stjórnin viðbrögð fyrirtækjanna og furðaði sig á viljaleysi þeirra til að koma til móts við viðskiptavini og nærsamfélagið á Djúpavogi. „Heimastjórn áréttar jafnframt ályktun frá 2. maí 2022 þar sem óskað var eftir því við umhverfis og framkvæmdaráð að kannað verði hvort staðsetning sjálfsafgreiðslustöðvar N1 á Djúpavogi standist núverandi skipulag, enda var stöðin sett niður án grenndarkynningar og án samráðs við íbúa á sínum tíma,“ var jafn framt bókað á fundinum. Aðspurð um hvort þetta sé hótun segist Oddný ekki vilja taka svo djúpt í árina. Áður hefur verið rætt um að finna bensínstöðinni nýja staðsetningu, og þá helst við einhvers konar þjónustumiðstöð. „Þetta er ekki mjög heppileg staðsetning. Þetta eru einu dælurnar og það eru þungaflutningar að fara í gegnum bæinn,“ segir Oddný. Þá sé stöðin líka of lítil og það vanti dælur fyrir rafbíla. Salernismálið hafi ýtt við að þessi mál séu endurskoðuð. „Við ætlum að kalla þau hjá N1 á fund og ræða þessi mál í góðu,“ segir Oddný. Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Verslun Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
„Það er búið að reyna að gera allt. Það er búið að girða og setja upp myndavélar. Fólki er nákvæmlega sama því það veit að það er enginn sem situr við skjáinn og starir á það,“ segir Oddný Anna Björnsdóttir, fulltrúi í heimastjórn Djúpavogs í Múlaþingi. RÚV greindi fyrst frá því í mars að sveitarfélagið gerði þá kröfu á fimm fyrirtæki í helsta verslunarkjarna bæjarins að þau kæmu upp salernisaðstöðu. Húsnæðið er í eigu fasteignafélags Samkaupa sem leigir út rými til Landsbankans, ÁTVR og Íslandspósts. Þá er olíufyrirtækið N1 með litla bensínstöð fyrir utan. Fyrirtækin hafa ekki sýnt vilja til að koma upp salernisaðstöðu. Íbúar þreyttir á óþrifnaðinum „Ferðamenn sjá dælurnar, koma inn og búast við að finna salerni,“ segir Oddný. „Þegar þeim er sagt að það sé neðar í götunni nenna þeir ekki þangað heldur fara bak við hús og gera þarfir sínar.“ Vandamálið er þó enn meira utan opnunartíma verslananna því ferðamenn eru að koma á öllum tímum sólarhringsins á bensínstöðina. Sveitarfélagið rekur eina salernisaðstöðu í nágrenninu og hyggst koma upp öðru, í um 100 til 200 metra fjarlægð frá bensínstöðinni. En það virðist ekki vera nóg fyrir ferðamennina og ekki kemur til greina að sveitarfélagið reki salerni inni í húsnæði einkaaðila. Oddný Anna Björnsdóttir segir íbúana orðna þreytta á óþrifnaðinum.Múlaþing „Íbúar þarna í kring eru orðnir mjög þreyttir á þessu,“ segir Oddný um lyktina og óþrifnaðinn sem af þessu hlýst. „Þar sem þetta er lítill verslunarkjarni er ekkert óeðlilegt að þessi fyrirtæki, þar með talið N1, taki sig saman um rekstur salernis til að þjónusta ferðafólk og íbúa. Þá losna þau líka við að fólk sé að létta af sér fyrir utan.“ Vilja færa stöðina Málið hefur ítrekað verið rætt á fundum heimastjórnar og hefur verið óskað eftir viðbrögðum frá fyrirtækjunum. Þau hafa hins vegar hingað til verið neikvæð og bera ÁTVR og Íslandspóstur til dæmis fyrir sig að vera leigjendur. Samkvæmt Oddnýju á N1 eftir að svara heimastjórninni. Á fundi heimastjórnarinnar í dag harmaði stjórnin viðbrögð fyrirtækjanna og furðaði sig á viljaleysi þeirra til að koma til móts við viðskiptavini og nærsamfélagið á Djúpavogi. „Heimastjórn áréttar jafnframt ályktun frá 2. maí 2022 þar sem óskað var eftir því við umhverfis og framkvæmdaráð að kannað verði hvort staðsetning sjálfsafgreiðslustöðvar N1 á Djúpavogi standist núverandi skipulag, enda var stöðin sett niður án grenndarkynningar og án samráðs við íbúa á sínum tíma,“ var jafn framt bókað á fundinum. Aðspurð um hvort þetta sé hótun segist Oddný ekki vilja taka svo djúpt í árina. Áður hefur verið rætt um að finna bensínstöðinni nýja staðsetningu, og þá helst við einhvers konar þjónustumiðstöð. „Þetta er ekki mjög heppileg staðsetning. Þetta eru einu dælurnar og það eru þungaflutningar að fara í gegnum bæinn,“ segir Oddný. Þá sé stöðin líka of lítil og það vanti dælur fyrir rafbíla. Salernismálið hafi ýtt við að þessi mál séu endurskoðuð. „Við ætlum að kalla þau hjá N1 á fund og ræða þessi mál í góðu,“ segir Oddný.
Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Verslun Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda