Það þýðir að þrír af síðustu fjórum þjálfurum sem hafa gert lið að NBA-meisturum hafa verið reknir úr starfi.
Sá eini sem stendur eftir er Steve Kerr, sem gerði Golden State Warriors að NBA-meisturum í fyrra en félagið hafði einnig unnið titilinn þrisvar áður undir hans stjórn.
Auk Budenholzer (Bucks, 2021) þá þurftu þeir Frank Vogel (Lakers, 2020) og Nick Nurse (Raptors, 2019) einnig að taka pokann sinn.
Budenholzer átti einn tvö ár eftir af sínum samningi og átti að fá fyrir þau sextán milljónir dollara.
Bucks liðið vann 58 leiki undir hans stjórn í deildarkeppninni en varð aðeins sjötta liðið í NBA-sögunni sem dettur út á móti áttunda sætinu. Miami Heat vann einvígi liðanna 4-1 þar sem Jimmy Butler var með 37,6 stig í leik þar sem hann nýtti skotin sína 59,7 prósent. Giannis Antetokounmpo missti líka af leikjum í einvíginu vegna meiðsla og það vó líka þungt.
Það er allt annað en algengt að þjálfarar með besta árangurinn í NBA komi ekki til bakar árið eftir. Budenholzer er aðeins sjá fjórði á síðustu fimmtíu árum en hinir eru Mike Brown (Cleveland Cavaliers 2009-10), Phil Jackson (Chicago Bulls 1997-98) og Pat Riley (Los Angeles Lakers 1989-90).
Milwaukee vann 69 prósent deildarleikja undir stjórn Budenholzer (271-120) og var ekkert lið með betri árangur í deildinni á þeim tíma. Liðið var með besta árangurinn í deildinni á þremur tímabilum (2018-19, 2019-20 og 2022-23) en komst aldrei í lokaúrslitin á þeim tímabilum.