Reynslubolti og Tik Tok prestur glíma við vígslubiskupinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. maí 2023 11:04 Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti er stuðningsmaður Manchester United og Vals. Vísir/Magnús Hlynur Nokkur spenna er í loftinu fyrir komandi kosningu vígslubiskups í Skálholti. Tveir prestar fengu einni fleiri tilnefningu en starfandi vígslubiskup. Kristján Björnsson er vígslubiskup í Skálholti síðan 2023. Hann fagnar á heimasíðu sinni tilnefningu til endurkjörs. Hann hlaut átján atkvæði og segist hlakka til frekari uppbyggingu í Skálholti nái hann kjöri. Það er alls ekki víst enda fengu tveir aðrir prestar einni tilnefningu meira. Arna Grétarsdóttir fékk hins vegar nítján tilnefningar. Hún er reynslubolti í faginu og meðal annars verið sóknarprestur á Seltjarnarnesi og Reynivöllum í Kjósarhreppi. Dagur Fannar Magnússon, þrítugur sóknarprestur í Skálholtsprestakalli sem var prestur í Heydölum árin 2020-20201, hlaut líka nítján tilnefningar. Þar vakti hann athygli á samfélagsmiðlinum Tik Tok til að koma boðskap kirkjunnar á framfæri við unga fólkið. Hann birti meðal annars myndband af kraftaverki Jesú, þegar vatni var breytt í vín. „Hjarta mitt brennur fyrir kirkjuna og þjónustu við fólkið. Auðmjúkur tek ég við þessari stóru áskorun sem mér er treyst fyrir og býð mig fram til þjónustu við ykkur,“ segir Dagur Fannar á Facebook. Hann hefur verið í TikTok pásu síðustu misserin. Næstir komu Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson með tólf tilnefningar og Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson með átta. Á tilnefningarskrá voru 135, 67 tilnefndu og alls 71 var tilnefndur. Auðar og ógildar tilnefningar voru 7. Kosningu til vígslubiskups í Skálholti lýkur þann 12. júní. Uppfært: Í fyrri útgáfu var tilnefningatölum Kristjáns og Dags Fannars víxlað. Þjóðkirkjan Bláskógabyggð Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Kristján Björnsson er vígslubiskup í Skálholti síðan 2023. Hann fagnar á heimasíðu sinni tilnefningu til endurkjörs. Hann hlaut átján atkvæði og segist hlakka til frekari uppbyggingu í Skálholti nái hann kjöri. Það er alls ekki víst enda fengu tveir aðrir prestar einni tilnefningu meira. Arna Grétarsdóttir fékk hins vegar nítján tilnefningar. Hún er reynslubolti í faginu og meðal annars verið sóknarprestur á Seltjarnarnesi og Reynivöllum í Kjósarhreppi. Dagur Fannar Magnússon, þrítugur sóknarprestur í Skálholtsprestakalli sem var prestur í Heydölum árin 2020-20201, hlaut líka nítján tilnefningar. Þar vakti hann athygli á samfélagsmiðlinum Tik Tok til að koma boðskap kirkjunnar á framfæri við unga fólkið. Hann birti meðal annars myndband af kraftaverki Jesú, þegar vatni var breytt í vín. „Hjarta mitt brennur fyrir kirkjuna og þjónustu við fólkið. Auðmjúkur tek ég við þessari stóru áskorun sem mér er treyst fyrir og býð mig fram til þjónustu við ykkur,“ segir Dagur Fannar á Facebook. Hann hefur verið í TikTok pásu síðustu misserin. Næstir komu Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson með tólf tilnefningar og Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson með átta. Á tilnefningarskrá voru 135, 67 tilnefndu og alls 71 var tilnefndur. Auðar og ógildar tilnefningar voru 7. Kosningu til vígslubiskups í Skálholti lýkur þann 12. júní. Uppfært: Í fyrri útgáfu var tilnefningatölum Kristjáns og Dags Fannars víxlað.
Þjóðkirkjan Bláskógabyggð Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira