Í tilkynningu frá Advania segir að Erna Björk muni fara fyrir fjármálum og rekstri Advania og leiða hagdeild fyrirtækisins. Erna Björk tekur við stöðunni af Jóni Brynjari Ólafssyni sem hefur tekið við stöðu forstöðumanns fjármála hjá Sýn.
„Hún er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík, meistaragráðu í reikningsskilum og endurskoðun frá Háskóla Íslands auk þess að vera löggildur verðbréfamiðlari.
Erna starfaði hjá Sýn frá árinu 2020 þar sem hún var forstöðumaður fjármála og leiddi hagdeild, reikningshald og innheimtu. Áður gegndi hún starfi fjármálasérfræðings hjá Borgun og þar á undan var hún verkefnastjóri á ráðgjafasviði fjármálagreininga KPMG,“ segir í tilkynningunni.