Umfjöllun: Sandra María tryggði Þór/KA sigur í Eyjum

Einar Kárason skrifar
343659402_2442171429294711_4112983912696091246_n (1)
vísir/vilhelm

Þór/KA vann í dag góðan úti­sigur á ÍBV er liðin mættust á Há­steinsvelli í Vest­manna­eyjum. Sandra María Jes­sen skoraði sigur­mark leiksins í fyrri hálf­leik.

Boðið var upp á blautt gras, austan golu og fimm gráðu hita þegar ÍBV tók á móti Þór/KA í Vest­manna­eyjum í dag.

Gestirnir frá Akur­eyri spiluðu með vindinn í bakið í fyrri hálf­leiknum og hófu þær leikinn af krafti. Eftir tæp­lega þrjár mínútur komst Sandra María Jes­sen í gott færi í teig ÍBV en Guð­ný Geirs­dóttir í markinu varði vel. Yfir­burðir Þór/KA voru miklir í upp­hafi og áttu Eyja­stúlkur erfitt með að færa sig framar á völlinn og sátu djúpt á eigin vallar­helmingi.

Eftir nokkrar á­lit­legar sóknir án þess að skapa al­vöru mark­tæki­færi kom fyrsta markið eftir um tuttugu mínútna leik, en skömmu áður hafði ÍBV skapað usla í teig gestanna. Hulda Ósk Jóns­dóttir keyrði upp völlinn á ó­skipu­lagða vörn ÍBV og fann Söndru Maríu vinstra megin í teignum. Sandra tók snertingu áður en hún lét vaða með vinstri fæti og hafnaði boltinn í horninu fjær.

Skömmu fyrir hálf­leik varð ÍBV fyrir á­falli þegar Holly Oneill fékk að líta rauða spjaldið fyrir ljótt oln­boga­skot í and­litið á Söndru Maríu. Dómari leiksins lyfti fyrst upp gula spjaldinu en hálfri mínútu síðar var það rauða komið á loft, lík­lega eftir á­bendingu að­stoðar­manna sinna. Sandra varð að fara af velli um stund til að­hlynningar en mætti aftur út á gras stuttu síðar.

Sandra var allt í öllu í sóknar­leik Þórs/KA og var ná­lægt því að tvö­falda marka­fjölda sinn í leiknum og for­ustu gestanna í upp­bóta­tíma þegar hún komst í keim­líkt færi og í markinu en boltinn fram hjá stönginni fjær.

Ljóst var að fram undan væri krefjandi síðari hálf­leikur fyrir heima­stúlkur, marki undir og manni færri, en liðin stóðu stál í stál á upp­haf­smínútunum. Gestirnir sáu meira af boltanum og nýttu sér liðs­muninn á meðan Eyjaliðið átti erfitt með að tengja sendingar á öðrum og fremsta þriðjungi. Hulda Ósk var ná­lægt því að koma Þór/KA í 0-2 eftir rúman klukku­stundar leik þegar gott vinstri fótar skot hennar hafnaði í þver­slánni, þaðan niður í gras og út.

Síðustu tuttugu mínúturnar eða svo voru fag­mann­lega spilaðar af Akur­eyringum sem gáfu varla færi á sér, að undan­skildu hörku­færi í upp­bóta­tíma þegar Þóra Björg Stefáns­dóttir skaut að marki með tánni af stuttu færi en beint á Melissu Anne Lowder í markinu.

Leiknum lauk því með eins marks sigri Þórs/KA og annar sigur þeirra í sumar stað­reynd á meðan ÍBV hefur tapað tveimur leikjum í röð eftir sigur í fyrstu um­ferð.

Af hverju vann Þór/KA?



Með vindinn í bakið í fyrri hálf­leik voru þær mun öflugri aðilinn framan af og hefðu getað skorað fleiri en eitt mark. Rauða spjaldið undir lok hálf­leiksins gerði eftir­leikinn auð­veldari en manni færri átti Eyjaliðið erfitt með að spila sig í gegn og skapa færi.

Hverjar stóðu upp úr?

Sandra María var í sér­flokki í fyrri hálf­leik og var allt í öllu sóknar­lega og hefði getað skorað fleiri mörk. Hulda Ósk átti einnig prýðis leik, lagði upp mark og var ó­heppin að komast ekki á blað sjálf í síðari hálf­leiknum. Vörn gestanna, á­samt miðju gaf ekki þumlung eftir og voru á undan í flest alla 50/50 bolta sem í boði voru.

Hjá Eyja­stúlkum bjargaði Guð­ný Geirs­dóttir nokkrum sinnum vel í markinu en Cael­ey Michael Lordemann átti á­gætis leik á miðjunni hjá ÍBV. Sí­fellt biðjandi um boltann og fór vel með hann.

Hvað gekk illa?

Holly Oneill lét skapið fara með sig í stöðunni 0-1 undir lok fyrri hálf­leiks þegar hún rak oln­bogann í and­litið á Söndru Maríu og var þar með send í sturtu og gerði sam­herjum sínum enn erfiðara fyrir.

Eyjaliðið átti einnig al­mennt erfitt framar­lega á vellinum en fram­herjar liðsins fengu lítið sem ekkert upp í hendurnar til að vinna með.

Hvað gerist næst?

ÍBV tekur á móti Þrótti á meðan Þór/KA fær Breiða­blik í heim­sókn. Báðir þessir leikir fara fram mánu­daginn 15.maí.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira