Gullni hringurinn áhætta ef spár um ferðamannafjölda rætast Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. maí 2023 11:00 Þórður Bogason, sjúkraflutningamaður, segir að í mörgum tilfellum hafi viðbragð hans og kollega hans á Þingvöllum komið í veg fyrir að sjúkrabíll frá Reykjavík eða Selfossi yrði kallaður út. Vísir/Arnar Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir tilefni til að stjórnvöld taki á öryggismálum á vinsælum ferðamannastöðum, sérstaklega í ljósi þess að vona er á minnst tveimur milljónum erlendra ferðamanna til landsins á árinu. Sjúkraflutningamaður segist hræðast að viðbragðsaðilar ráði ekki við þennan mikla fjölda. Tæpar þrjár vikur eru síðan Hjörtur Howser, leiðsögumaður og tónlistarmaður, lést við Gullfoss rétt rúmlega sextugur. Annar leiðsögumaður, sem var á Gullfossi á sama tíma og veitti Hirti fyrstu hjálp, greindi frá því í samtali við Vísi að símtal hans við neyðarlínuna hafi slitnað vegna sambandsleysis. Hann hafi því þurft að hringja aftur og neyðarvörður að fletta upp málinu, sem tók sinn tíma. Um fjörutíu mínútum frá fyrsta símtali hafi sjúkrabíll mætt á staðinn. Hjörtur var úrskurðaður látinn á staðnum. Leiðsögumenn og fleiri í ferðaþjónustu hafa síðan kallað eftir að úr þessu verði bætt og að neyðarþjónusta á svæðinu verði endurskoðuð. Viðbragðsbíll á Þingvöllum Leiðsögumenn sem fréttastofa hefur rætt við um þessi mál undanfarna daga hafa margir hverjir nefnt að heildræna endurskoðun þurfi í málaflokknum. Eitthvað þurfi að gera en þó megi ekki ganga of langt, til dæmis með því að girða af allar náttúruperlur landsins. Langflestir hafa nefnt að vilja eitthvað í líkindum við það viðbragð sem er á Þingvöllum en þar var tekið fast á málum fyrir nokkrum árum eftir slysahrinu í Silfru „Við erum með viðveru sjúkraflutningamanns alla daga ársins frá níu til fimm og kostnaðurinn fyrir það er greiddur með þeim sértekjum sem við höfum hérna,“ segir Einar Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Einar Sæmundsen þjóðgarðsvörður á Þingvöllum.Vísir/Arnar Þórður Bogason sjúkraflutningamaður sýndi okkur bílinn sem hann er með á Þingvöllum. Bíllinn er útbúinn öllum þeim tækjum sem mögulega þarf við fyrstu hjálp. Hjartastuðtæki, börur, kaðall ef einhver skyldi detta ofan í gjótu, og svo mætti lengi telja. „Við erum með allt í bakpokaformi þannig að við getum týnt til og stokkið af stað,“ segir Þórður. Ferðamenn fegnir að sjá sjúkraflutningamanninn Hann taki á móti fjölda fólks sem annars hefði þurft að kalla á sjúkrabíl til að hlúa að. Þar á meðal sé fólk sem hefur hlotið minniháttar sár eða dottið en langflestir eru gestir úr Silfru. Þaðan komi margir sem ofkælist eða örmagnist á göngunni til baka eftir köfun eða snorkl. Til að taka á móti þeim er aðstaða við bílastæðið við Silfru, þar sem er beddi og hægt að hella upp á kaffi og kakó. Finnurðu að fólkinu þyki gott að hafa þig hérna? „Já, klárlega. Bæði leiðsögumennirnir hjá fyrirtækjunum, sem eru hérna við Silfru, og ferðamennirnir sem koma og segja mér að þeim þyki gott að sjá mig hér.“ Fjöldi ferðamanna er væntanlegur hingað til lands á þessu ári.Vísir/Arnar Samkvæmt spám er von á 2,3 milljónum ferðamanna hingað til lands á þessu ári. „Ef þessi spá rætist með gríðarlegan fjölda ferðamanna þá er þessi Gullni hringur svokallaði bara svolítil áhætta. Bæði hópbílarnir og einkabílarnir eru að keyra á þessu svæði og það er langt í bjargir,“ segir Þórður. Hræðist að viðbragðsaðilar ráði ekki við fjöldann Einar þjóðgarðsvörður segist skilja ákall leiðsögumanna vel. „Algjörlega og það er ekkert nöturlegra en að bíða einhvers staðar í 20, 30, 40 eða jafnvel 50 mínútur eftir aðstoð og neyðin yfir öllu. Í raun og veru ætti, hvort sem það er með sértekjum eða á hvaða hátt sem er, að tryggja þessa grunnþjónustu,“ segir Einar. Margir þeirra sem leita til sjúkraflutningamanna á Þingvöllum eru ferðamenn sem hafa synt í Silfru og örmagnast eða ofkælst.Vísir/Arnar „Þetta er eitthvað sem öll stjórnvöld verða að taka höndum saman, bretta upp ermar og gera þetta almennilega. “ Þórður tekur undir og ekki bara fyrir Suðurlandið heldur landið allt. Viða séu langt í næstu bjargir og þá þurfi að að horfa til komandi ára. „Ef spáin er svona mikil aukning er áhugavert að vita hvort við ráðum við þetta. Maður er náttúrulega hræddur við að svo sé ekki.“ Ferðamennska á Íslandi Þingvellir Bláskógabyggð Tengdar fréttir Þingmaður segir skort á símasambandi óviðunandi Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir óviðunandi að ekki sé símasamband við þjóðveg 1 eða stærstu ferðamannastaði landsins. Hann kallar eftir að byggt verði upp 5G fjarskiptakerfi eftir færeyskri fyrirmynd. 3. maí 2023 16:05 Ferðamálastofa og SAF taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu Ferðamálastofa og Samtök ferðaþjónustunnar taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu á vinsælum ferðamannastöðum. Framkvæmdastjóri SAF segir óásættanlegt að símasamband á neðra plani Gullfoss sé svo slitrótt að símtal leiðsögumanns við Neyðarlínuna hafi slitnað eftir að maður hneig þar niður fyrir tveimur vikum. 2. maí 2023 14:31 Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. 1. maí 2023 07:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Tæpar þrjár vikur eru síðan Hjörtur Howser, leiðsögumaður og tónlistarmaður, lést við Gullfoss rétt rúmlega sextugur. Annar leiðsögumaður, sem var á Gullfossi á sama tíma og veitti Hirti fyrstu hjálp, greindi frá því í samtali við Vísi að símtal hans við neyðarlínuna hafi slitnað vegna sambandsleysis. Hann hafi því þurft að hringja aftur og neyðarvörður að fletta upp málinu, sem tók sinn tíma. Um fjörutíu mínútum frá fyrsta símtali hafi sjúkrabíll mætt á staðinn. Hjörtur var úrskurðaður látinn á staðnum. Leiðsögumenn og fleiri í ferðaþjónustu hafa síðan kallað eftir að úr þessu verði bætt og að neyðarþjónusta á svæðinu verði endurskoðuð. Viðbragðsbíll á Þingvöllum Leiðsögumenn sem fréttastofa hefur rætt við um þessi mál undanfarna daga hafa margir hverjir nefnt að heildræna endurskoðun þurfi í málaflokknum. Eitthvað þurfi að gera en þó megi ekki ganga of langt, til dæmis með því að girða af allar náttúruperlur landsins. Langflestir hafa nefnt að vilja eitthvað í líkindum við það viðbragð sem er á Þingvöllum en þar var tekið fast á málum fyrir nokkrum árum eftir slysahrinu í Silfru „Við erum með viðveru sjúkraflutningamanns alla daga ársins frá níu til fimm og kostnaðurinn fyrir það er greiddur með þeim sértekjum sem við höfum hérna,“ segir Einar Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Einar Sæmundsen þjóðgarðsvörður á Þingvöllum.Vísir/Arnar Þórður Bogason sjúkraflutningamaður sýndi okkur bílinn sem hann er með á Þingvöllum. Bíllinn er útbúinn öllum þeim tækjum sem mögulega þarf við fyrstu hjálp. Hjartastuðtæki, börur, kaðall ef einhver skyldi detta ofan í gjótu, og svo mætti lengi telja. „Við erum með allt í bakpokaformi þannig að við getum týnt til og stokkið af stað,“ segir Þórður. Ferðamenn fegnir að sjá sjúkraflutningamanninn Hann taki á móti fjölda fólks sem annars hefði þurft að kalla á sjúkrabíl til að hlúa að. Þar á meðal sé fólk sem hefur hlotið minniháttar sár eða dottið en langflestir eru gestir úr Silfru. Þaðan komi margir sem ofkælist eða örmagnist á göngunni til baka eftir köfun eða snorkl. Til að taka á móti þeim er aðstaða við bílastæðið við Silfru, þar sem er beddi og hægt að hella upp á kaffi og kakó. Finnurðu að fólkinu þyki gott að hafa þig hérna? „Já, klárlega. Bæði leiðsögumennirnir hjá fyrirtækjunum, sem eru hérna við Silfru, og ferðamennirnir sem koma og segja mér að þeim þyki gott að sjá mig hér.“ Fjöldi ferðamanna er væntanlegur hingað til lands á þessu ári.Vísir/Arnar Samkvæmt spám er von á 2,3 milljónum ferðamanna hingað til lands á þessu ári. „Ef þessi spá rætist með gríðarlegan fjölda ferðamanna þá er þessi Gullni hringur svokallaði bara svolítil áhætta. Bæði hópbílarnir og einkabílarnir eru að keyra á þessu svæði og það er langt í bjargir,“ segir Þórður. Hræðist að viðbragðsaðilar ráði ekki við fjöldann Einar þjóðgarðsvörður segist skilja ákall leiðsögumanna vel. „Algjörlega og það er ekkert nöturlegra en að bíða einhvers staðar í 20, 30, 40 eða jafnvel 50 mínútur eftir aðstoð og neyðin yfir öllu. Í raun og veru ætti, hvort sem það er með sértekjum eða á hvaða hátt sem er, að tryggja þessa grunnþjónustu,“ segir Einar. Margir þeirra sem leita til sjúkraflutningamanna á Þingvöllum eru ferðamenn sem hafa synt í Silfru og örmagnast eða ofkælst.Vísir/Arnar „Þetta er eitthvað sem öll stjórnvöld verða að taka höndum saman, bretta upp ermar og gera þetta almennilega. “ Þórður tekur undir og ekki bara fyrir Suðurlandið heldur landið allt. Viða séu langt í næstu bjargir og þá þurfi að að horfa til komandi ára. „Ef spáin er svona mikil aukning er áhugavert að vita hvort við ráðum við þetta. Maður er náttúrulega hræddur við að svo sé ekki.“
Ferðamennska á Íslandi Þingvellir Bláskógabyggð Tengdar fréttir Þingmaður segir skort á símasambandi óviðunandi Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir óviðunandi að ekki sé símasamband við þjóðveg 1 eða stærstu ferðamannastaði landsins. Hann kallar eftir að byggt verði upp 5G fjarskiptakerfi eftir færeyskri fyrirmynd. 3. maí 2023 16:05 Ferðamálastofa og SAF taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu Ferðamálastofa og Samtök ferðaþjónustunnar taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu á vinsælum ferðamannastöðum. Framkvæmdastjóri SAF segir óásættanlegt að símasamband á neðra plani Gullfoss sé svo slitrótt að símtal leiðsögumanns við Neyðarlínuna hafi slitnað eftir að maður hneig þar niður fyrir tveimur vikum. 2. maí 2023 14:31 Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. 1. maí 2023 07:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Þingmaður segir skort á símasambandi óviðunandi Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir óviðunandi að ekki sé símasamband við þjóðveg 1 eða stærstu ferðamannastaði landsins. Hann kallar eftir að byggt verði upp 5G fjarskiptakerfi eftir færeyskri fyrirmynd. 3. maí 2023 16:05
Ferðamálastofa og SAF taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu Ferðamálastofa og Samtök ferðaþjónustunnar taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu á vinsælum ferðamannastöðum. Framkvæmdastjóri SAF segir óásættanlegt að símasamband á neðra plani Gullfoss sé svo slitrótt að símtal leiðsögumanns við Neyðarlínuna hafi slitnað eftir að maður hneig þar niður fyrir tveimur vikum. 2. maí 2023 14:31
Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. 1. maí 2023 07:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent