Undraverður bati Blæs vekur mikla athygli: „Það eina sem ég hef hugsað um“ Aron Guðmundsson skrifar 6. maí 2023 15:31 Blær meiddist mjög illa gegn Fram í apríl en sneri aftur inn á völlinn í gærkvöldi Vísir/bjarni Margir ráku upp stór augu þegar að Blær Hinriksson, sem meiddist illa á dögunum í leik með Aftureldingu, sneri óvænt aftur inn á völlinn í undanúrslitum Olís deildarinnar í gærkvöldi. Blær meiddist í leik með Aftureldingu gegn Fram um miðjan aprílmánuð. Í fyrstu var búist við því versta, að hann væri ökklabrotinn en svo var ekki. Þessi öflugi leikmaður meiddist þó illa, hlaut beinmar og skaddaði liðbönd. Margir bjuggust við því að hann myndi ekki spila meira með Aftureldingu á tímabilinu en í gær kom hann óvænt við sögu í fyrsta leik Aftureldingar og Hauka í undanúrslitum Olís deildarinnar. „Ég er bara með tognuð liðbönd, illa tognaður en á endanum er bara mikil vinna á bak við þessa endurkomu,“ sagði Blær í beinni útsendingu eftir sigur Aftureldingar á Haukum í gær. „Vinna sem ég hef lagt í þetta dag og nótt. Þetta er það eina sem ég hef hugsað um. Í samráði við góða menn, Einar Einarsson sjúkraþjálfara og sjúkrateymi Aftureldingar, auk mikillar vinnu sem ég lagði í eftir að hafa sett mér markmið og tekið þetta skref fyrir skref. Þá gerast svona hlutir.“ Blær segir að þegar að komið er inn á völlinn gleymist allur sársauki. Hann viðurkenndi þó að finna smá fyrir meiðslunum á þeirri stundu sem viðtalið var tekið. Þrotlaus vinna er að baki þessari snemmbúnu endurkomu hans. „Ég var bara á hækjum og gat varla stigið í löppina. Síðan leitaði ég bara ráða hjá fagaðila og við byrjum strax að vinna í þessu með styrktaræfingum, teygjum og með því að kæla endalaust. Ég byrjaði að synda á fullu til að halda mér í formi og æfa tvisvar til þrisvar sinnum á dag.“ Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding- Haukar 28-24 | Afturelding komið yfir í einvíginu gegn Haukum Afturelding vann í kvöld fyrsta leikinn í undanúrslitaeinvígi liðsins gegn Haukum í Olís deild karla. Leikið var í Mosfellsbænum í kvöld fyrir framan troðfulla höll, lokatölur 28-24 Aftureldingu í vil. 5. maí 2023 22:11 Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Það er bara einn titill eftir“ Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Sjá meira
Blær meiddist í leik með Aftureldingu gegn Fram um miðjan aprílmánuð. Í fyrstu var búist við því versta, að hann væri ökklabrotinn en svo var ekki. Þessi öflugi leikmaður meiddist þó illa, hlaut beinmar og skaddaði liðbönd. Margir bjuggust við því að hann myndi ekki spila meira með Aftureldingu á tímabilinu en í gær kom hann óvænt við sögu í fyrsta leik Aftureldingar og Hauka í undanúrslitum Olís deildarinnar. „Ég er bara með tognuð liðbönd, illa tognaður en á endanum er bara mikil vinna á bak við þessa endurkomu,“ sagði Blær í beinni útsendingu eftir sigur Aftureldingar á Haukum í gær. „Vinna sem ég hef lagt í þetta dag og nótt. Þetta er það eina sem ég hef hugsað um. Í samráði við góða menn, Einar Einarsson sjúkraþjálfara og sjúkrateymi Aftureldingar, auk mikillar vinnu sem ég lagði í eftir að hafa sett mér markmið og tekið þetta skref fyrir skref. Þá gerast svona hlutir.“ Blær segir að þegar að komið er inn á völlinn gleymist allur sársauki. Hann viðurkenndi þó að finna smá fyrir meiðslunum á þeirri stundu sem viðtalið var tekið. Þrotlaus vinna er að baki þessari snemmbúnu endurkomu hans. „Ég var bara á hækjum og gat varla stigið í löppina. Síðan leitaði ég bara ráða hjá fagaðila og við byrjum strax að vinna í þessu með styrktaræfingum, teygjum og með því að kæla endalaust. Ég byrjaði að synda á fullu til að halda mér í formi og æfa tvisvar til þrisvar sinnum á dag.“
Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding- Haukar 28-24 | Afturelding komið yfir í einvíginu gegn Haukum Afturelding vann í kvöld fyrsta leikinn í undanúrslitaeinvígi liðsins gegn Haukum í Olís deild karla. Leikið var í Mosfellsbænum í kvöld fyrir framan troðfulla höll, lokatölur 28-24 Aftureldingu í vil. 5. maí 2023 22:11 Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Það er bara einn titill eftir“ Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding- Haukar 28-24 | Afturelding komið yfir í einvíginu gegn Haukum Afturelding vann í kvöld fyrsta leikinn í undanúrslitaeinvígi liðsins gegn Haukum í Olís deild karla. Leikið var í Mosfellsbænum í kvöld fyrir framan troðfulla höll, lokatölur 28-24 Aftureldingu í vil. 5. maí 2023 22:11