Fótbolti

Sara Björk kom inn af bekknum í jafntefli Juventus og Inter

Smári Jökull Jónsson skrifar
Parma v Juventus - Women Serie A PARMA, ITALY - NOVEMBER 19: Sara Bjork Gunnarsdottir of Juventus FC looks on during the Women Serie A match between Parma and Juventus on November 19, 2022 in Parma, Italy. (Photo by Emmanuele Ciancaglini/Juventus FC via Getty Images)
Parma v Juventus - Women Serie A PARMA, ITALY - NOVEMBER 19: Sara Bjork Gunnarsdottir of Juventus FC looks on during the Women Serie A match between Parma and Juventus on November 19, 2022 in Parma, Italy. (Photo by Emmanuele Ciancaglini/Juventus FC via Getty Images) Visir/Getty

Sara Björk Gunnarsdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir mættust með liðum sínum Juventus og Inter í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Báðar byrjuðu íslensku landsliðskonurnar á bekknum og kom Anna Björk ekkert við sögu í leiknum. Sara Björk kom inn þegar tuttugu mínútur voru eftir í stöðunni 2-0 fyrir Juventus en bæði mörk liðsins komu á fyrstu fimmtán mínútunum.

Á 75. mínútu minnkaði Elisa Polli síðan metin fyrir Inter og í uppbótartíma jafnaði Tabitha Chawinga metin og liðin sættust á skiptan hlut, lokatölur 2-2.

Fyrir leikinn í dag var Roma búið að tryggja sér meistaratitilinn og Juventus var öruggt í öðru sætinu. Inter situr í neðsta sæti af þeim sex liðum sem kepptu um titilinn en deildinni var skipt í tvennt eftir að deildakeppninni lauk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×