Óheilindi hverra? Ragnar Sigurðsson skrifar 7. maí 2023 11:30 Málefni Reykjavíkurflugvallar hafa lengi verið í brennidepli. Af þeim sökum hefur margt verið sagt og samþykkt varðandi framtíð flugvallarins. Samhljómur hefur verið í andstöðu þeirra sem búa fjær höfuðborgarsvæðinu, við ógnun á flugöryggi og lokun flugbrauta. Það er brýnt hagsmuna- og öryggismál allra, en sérstaklega íbúa á landsbyggðinni. Því eru skiljanleg hávær mótmæli landsbyggðar vegna áformaðra framkvæmda í Skerjafirði sem auka óvissu um notagildi flugvallarins. Hrópandi þögn Hrópandi þögn margra sveitarstjórnarmanna Framsóknar er mikið stílbrot gagnvart þessum samhljómi sem hingað til hefur ríkt. Það kemur því spánskt fyrir sjónir að sjá þingmenn og ráðherra Framsóknar saka fyrrum liðsfélaga sína og aðra sem látið hafa áhyggjur sínar í ljós í flugvallarmálinu, um ósannindi, óheilindi og gífuryrði án þess að færa rök fyrir. Sannleikurinn er einfaldlega sá að fyrirhuguð uppbygging gengur gegn því samkomulagi sem gert var árið 2019 til að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar þar til nýr flugvöllur sé tilbúin til notkunar. Það ætti að vera óþarfi að rifja hér hérupp að Framsókn í Reykjavík bauð fram lista kenndan við flugvallarvini. Staðreyndirnar „Ráðherra mun því hvorki geta fallist á að farið verði í umræddar framkvæmdir í Skerjafirði né aðrar slíkar framkvæmdir í næsta nágrenni við flugvöllinn nema sýnt hafi verið með óyggjandi hætti fram á að flugöryggi og rekstraröryggi sé ekki stefnt í hættu.“ Þetta sagði núverandi innviðaráðherra á síðasta ári við skriflegri fyrirspurn á þingi um það hvort hann myndi beita sér gegn frekari byggð í Skerjafirði. Í niðurstöðu starfshóps sem sjálfur innviðaráðherra skipaði til að meta áhrif á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar kemur fram að ný byggð í Skerjafirði mun að óbreyttu þrengja að og skerða nothæfi Reykjavíkurflugvallar vegna breytinga á vindafari. Á blaðsíðu 38 í skýrslunni er að finna helstu niðurstöður: Byggð í Nýja Skerjafirði samkvæmt fyrirliggjandi skipulagi þrengir að starfsemi flugvallarins frá því sem nú er, breytingar verða á vindafari á flugvellinum og í næsta nágrenni hans og nothæfi hans skerðist. Þar sem meðalvindhraðabreyting fer nú þegar yfir viðmiðunarmörk þarf að gæta sérstakrar varúðar við að bæta við fleiri áhættuþáttum svo sem aukinni kviku. Ljóst er af þeim gögnum og úttektum sem fyrir liggja að kvika eykst yfir flugvallarsvæðinu með tilkomu Nýja Skerjafjarðar samkvæmt fyrirliggjandi skipulagi. Mun ítarlegri greiningu og mælingar vantar til að meta hve mikil þessi breyting verður. Ekki er hægt að fullyrða, án frekari rannsókna, að byggðin hafi slík áhrif á aðstæður fyrir flug á Reykjavíkurflugvelli að þörf sé á að hætta við byggingarhugmyndir í Nýja Skerjafirði. Mótvægisaðgerðir óljósar Síðan er í skýrslunni farið yfir mögulegar mótvægisaðgerðir sem til þess eru fallnar að „draga úr áhrifum eða áhættu“ en koma ekki að fullu í veg fyrir neikvæð áhrif byggðar á flugrekstraröryggi hans. Mótvægisaðgerðirnar eru valfrjálsar, óljósar og matskenndar. Í lokaorðum skýrslunnar segir „ vert að geta þess að það er og verður ákvörðunaratriði stjórnvalda, rekstraraðila og notenda flugvallarins hvort og þá hvaða skerðing nothæfis er ásættanleg fyrir flugið á Reykjavíkurflugvelli.“ Mitt svar er einfalt. Ég tel óásættanlegt að skerða enn frekar nothæfi flugvallarins þar til annar betri eða sambærilegur kostur fyrir innanlandsflug hefur leyst núverandi flugvöll af hólmi. Þessi skýra afstaða hefur ekkert breyst. Hverra eru þá óheilindin í þessu máli? Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Sjálfstæðisflokkurinn Fjarðabyggð Ragnar Sigurðsson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Málefni Reykjavíkurflugvallar hafa lengi verið í brennidepli. Af þeim sökum hefur margt verið sagt og samþykkt varðandi framtíð flugvallarins. Samhljómur hefur verið í andstöðu þeirra sem búa fjær höfuðborgarsvæðinu, við ógnun á flugöryggi og lokun flugbrauta. Það er brýnt hagsmuna- og öryggismál allra, en sérstaklega íbúa á landsbyggðinni. Því eru skiljanleg hávær mótmæli landsbyggðar vegna áformaðra framkvæmda í Skerjafirði sem auka óvissu um notagildi flugvallarins. Hrópandi þögn Hrópandi þögn margra sveitarstjórnarmanna Framsóknar er mikið stílbrot gagnvart þessum samhljómi sem hingað til hefur ríkt. Það kemur því spánskt fyrir sjónir að sjá þingmenn og ráðherra Framsóknar saka fyrrum liðsfélaga sína og aðra sem látið hafa áhyggjur sínar í ljós í flugvallarmálinu, um ósannindi, óheilindi og gífuryrði án þess að færa rök fyrir. Sannleikurinn er einfaldlega sá að fyrirhuguð uppbygging gengur gegn því samkomulagi sem gert var árið 2019 til að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar þar til nýr flugvöllur sé tilbúin til notkunar. Það ætti að vera óþarfi að rifja hér hérupp að Framsókn í Reykjavík bauð fram lista kenndan við flugvallarvini. Staðreyndirnar „Ráðherra mun því hvorki geta fallist á að farið verði í umræddar framkvæmdir í Skerjafirði né aðrar slíkar framkvæmdir í næsta nágrenni við flugvöllinn nema sýnt hafi verið með óyggjandi hætti fram á að flugöryggi og rekstraröryggi sé ekki stefnt í hættu.“ Þetta sagði núverandi innviðaráðherra á síðasta ári við skriflegri fyrirspurn á þingi um það hvort hann myndi beita sér gegn frekari byggð í Skerjafirði. Í niðurstöðu starfshóps sem sjálfur innviðaráðherra skipaði til að meta áhrif á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar kemur fram að ný byggð í Skerjafirði mun að óbreyttu þrengja að og skerða nothæfi Reykjavíkurflugvallar vegna breytinga á vindafari. Á blaðsíðu 38 í skýrslunni er að finna helstu niðurstöður: Byggð í Nýja Skerjafirði samkvæmt fyrirliggjandi skipulagi þrengir að starfsemi flugvallarins frá því sem nú er, breytingar verða á vindafari á flugvellinum og í næsta nágrenni hans og nothæfi hans skerðist. Þar sem meðalvindhraðabreyting fer nú þegar yfir viðmiðunarmörk þarf að gæta sérstakrar varúðar við að bæta við fleiri áhættuþáttum svo sem aukinni kviku. Ljóst er af þeim gögnum og úttektum sem fyrir liggja að kvika eykst yfir flugvallarsvæðinu með tilkomu Nýja Skerjafjarðar samkvæmt fyrirliggjandi skipulagi. Mun ítarlegri greiningu og mælingar vantar til að meta hve mikil þessi breyting verður. Ekki er hægt að fullyrða, án frekari rannsókna, að byggðin hafi slík áhrif á aðstæður fyrir flug á Reykjavíkurflugvelli að þörf sé á að hætta við byggingarhugmyndir í Nýja Skerjafirði. Mótvægisaðgerðir óljósar Síðan er í skýrslunni farið yfir mögulegar mótvægisaðgerðir sem til þess eru fallnar að „draga úr áhrifum eða áhættu“ en koma ekki að fullu í veg fyrir neikvæð áhrif byggðar á flugrekstraröryggi hans. Mótvægisaðgerðirnar eru valfrjálsar, óljósar og matskenndar. Í lokaorðum skýrslunnar segir „ vert að geta þess að það er og verður ákvörðunaratriði stjórnvalda, rekstraraðila og notenda flugvallarins hvort og þá hvaða skerðing nothæfis er ásættanleg fyrir flugið á Reykjavíkurflugvelli.“ Mitt svar er einfalt. Ég tel óásættanlegt að skerða enn frekar nothæfi flugvallarins þar til annar betri eða sambærilegur kostur fyrir innanlandsflug hefur leyst núverandi flugvöll af hólmi. Þessi skýra afstaða hefur ekkert breyst. Hverra eru þá óheilindin í þessu máli? Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun