Íslenski boltinn

Sandra María himinlifandi með sprungna vör

Aron Guðmundsson skrifar
Sandra María Jessen skoraði sigurmark Þórs/KA í leik liðsins gegn ÍBV í dag 
Sandra María Jessen skoraði sigurmark Þórs/KA í leik liðsins gegn ÍBV í dag  Vísir/Vilhelm

Sandra María Jes­sen, hetja Þórs/KA gegn ÍBV í Bestu deild kvenna í dag, var að vonum á­nægð eftir að liðið tryggði sér stigin þrjú sem í boði voru í Vest­manna­eyjum í dag.

Sandra, sem skoraði eina mark leiksins, segir leik dagsins hafa krafist þess af leik­mönnum að þær þyrftu að leggja mikla vinnu á sig.

„Þetta var alveg mikil vinna, sprungin vör og allt en mjög góð þrjú stig á erfiðum úti­velli. Það er alltaf erfiður leikur þegar að maður kemur hingað og því af­skap­lega gott að geta farið með þrjú stig í Herjólf.





Við settum leikinn mjög skyn­sam­lega upp og vorum búnar að á­kveða hvernig við myndum spila, sama hvort við værum á móti eða með vindinum. Það heppnaðist mjög vel í dag, liðið var þétt og við höfum náð að laga varnar­leikinn okkar mjög mikið frá því síðasta sumar.“

Besti sóknar­leikur liðsins sé sterkur varnar­leikur

„Við erum að sækja hratt þegar að við fáum boltann og að sama skapi að spila þétt, það er erfitt að komast í gegnum okkur. Það sýndi sig í dag í svona leik þar sem að það er extra mikil bar­átta og að á endanum stendur liðið sem vill þetta meira uppi sem sigur­vegari.“

Þetta var annar sigur Þórs/KA í fyrstu þremur um­ferðum Bestu deildarinnar. Hvernig lýst Söndru á byrjun liðsins?

„Mjög gott að ná í þrjú stig hér og í Garða­bænum. Við hefðum viljað fá meira út úr leiknum okkar á heima­velli gegn Kefla­vík. Sex stig eftir þrjár um­ferðir er ekkert slæmt og eitt­hvað sem við munum byggja ofan á.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×