Körfubolti

Jón Axel og félagar tryggðu sig inn í úrslitakeppni

Smári Jökull Jónsson skrifar
Jón Axel Guðmundsson.
Jón Axel Guðmundsson. Vísir/Hulda Margrét

Jón Axel Guðmundsson og félagar hans í ítalska liðinu Pesaro tryggðu sér síðasta sætið í úrslitakeppnina um ítalska meistaratitilinn í dag.

Fyrir leikinn í dag þurfti Pesaro að vinna sinn leik og treysta á að annaðhvort Happy Casa Brindisi eða Germini Brescia myndu tapa sínum leik.

Pesaro mætti Tortona á heimavelli í dag og leiddi lengst af. Þeir voru 50-35 yfir í hálfleik en í þeim síðari söxuðu gestirnir á forskotið. Þeim tókst að jafna í 76-76 þegar skammt var eftir en leikmenn Pesaro voru sterkari á lokametrunum og unnu að lokum 82-78 sigur.

Jón Axel Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Pesaro í dag en hann hefur leikið nokkuð stórt hlutverk með liðinu í vetur.

Eftir að sigur Pesaro var í höfn þurftu leikmenn liðsins að bíða eftir úrslitum úr leikjum andstæðinga sinna. Happy Casa Brindisi vann stórsigur í sínum leik en Givova Scafati vann sigur á Germani Brescia eftir að hafa unnið upp forskot Brescia undir lokin og tryggt sér sigur.

Pesaro nældi þar með í síðasta sæti úrslitakeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×