AP segir frá því að ríkisstjórn Serbíu hafi sömuleiðis beint því til landsmanna að skila inn öllum ólöglegum og óskráðum skotvopnum, handsprengjum og skotfærum og koma þeim í hendur lögreglu.
Sé það gert nú eigi viðkomandi ekki á hættu að verða ákærður vegna brota á vopnalögum, en hundsi fólk orð yfirvalda eiga brotlegir á hættu að verða ákærðir og dæmdir í fangelsi.
Síðastliðinn miðvikudag bárust fréttir af því að þrettán ára drengur hefði skotið átta nemendur og öryggisvörð til bana í barnaskóla í höfuðborginni Belgrad. Á föstudag var svo sagt frá því að karlmaður um tvítugt hefði skotið úr vélbyssu úr bíl sem var á ferð. Hann hafði þá nýverið lent í deilum í lögreglumann í þorpinu Dubona, suðaustur af Belgrad.
Vitað er að gríðarlegt magn skotvopna er að finna í Serbíu og skipar annað sætið í Evrópu á lista yfir skráð vopn miðað við höfðatölu. Nágrannar Serba, Svartfellingar, skipa efsta sætið á þeim lista.