Fleiri fangar koma út úr fangelsum í verri stöðu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. maí 2023 22:31 Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, segir fleiri fanga koma í verri stöðu út úr fangelsinu en þeir voru í þegar þeir hófu afplánun. Hann kveðst bjartsýnn á að breytingar verði gerðar en Guðmundur Ingi ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, segir fleiri fanga koma í verri stöðu út úr fangelsinu en þeir voru í þegar þeir hófu afplánun. Hann kveðst bjartsýnn á að breytingar verði gerðar en Guðmundur Ingi ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Tilefnið eru fréttir af því að dómsmálaráðherra vilji fjölga opnum úrræðum í fangelsi, í kjölfar umfjöllunar Kompáss þar sem fjallað var um úrræðaleysi þegar kemur að alvarlega andlega veikum föngum sem ekki fá viðeigandi aðstoð í fangelsum landsins. „Ég get ekki séð að fangavist eins og hún er í dag hjálpi fólk. Þú þarft að vera með mjög sterkt og öflugt bakland til þess að ná þér á strik og það er ekki sjálfgefið.“ Hrósar dómsmálaráðherra Guðmundur Ingi segist fagna því að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggist nú endurmeta það hvernig sakhæfi sé metið. Alltof oft séu einstaklingar ýmist dæmdir sakhæfir eða ósakhæfir til skiptist. „Það eru allt upp í átta einstaklingar hverju sinni sem falla undir þennan flokk,“ segir Guðmundur Ingi. Lenskan hér á landi sé sú að einangra þessa einstaklinga. „Það hefur sýnt sig að það skemmir fólk enn frekar og fólk kemur mjög veikt úr fangelsunum, ef það kemur þá aftur úr fangelsunum. Fólk er að deyja.“ Guðmundur Ingi hrósar dómsmálaráðherra í hástert. „Það má hrósa dómsmálaráðherra fyrir það að við höfum aldrei séð eins mikið verið að gerast í fangelsismálum og akkúrat núna og það eru stöðugt að koma hugmyndir úr ráðuneytinu og frá ráðherra um þessi mál.“ Vill betri aðstöðu í fangelsin Guðmundur Ingi segir að Afstaða hafi ítrekað bent á það að það þurfi að koma upp betri aðstöðu fyrir andlega veika fanga inni í fangelsum. „Norðmenn hafa verið með svipaðan vanda, þar sem föngum hefur verið meinað að sækja venjulegar geðdeildir. Þá hafa þeir brugðið á það ráð að opna geðdeild inni í fangelsinu.“ Hann segir lykilatriðið að fallið verði frá refsistefnu þegar kemur að fangelsismálum. „Við komum alltaf niður að því sama. Það er alveg sama hvaða úrræði við komum með og hversu marga plástra við setjum á sárið, að ef við tökum ekki á þessu í grunninn, þessi grunnbreyting að breyta um refsistefnu yfir í endurhæfingarstefnu í fangelsum. Við komum alltaf niður á það.“ Reykjavík síðdegis Fangelsismál Geðheilbrigði Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vill fjölga opnum úrræðum í fangelsi og segir mat á sakhæfi til skoðunar Dómsmálaráðherra vill stíga frekari skref í átt að betrunarstefnu og fjölga opnum úrræðum í fangelsi. Hann segir sérfræðinga í ráðuneytinu nú skoða mat á sakhæfi og hefur áhyggjur af skorti á úrræðum fyrir fólk að afplánun lokinni. 8. maí 2023 07:00 Eigi sama rétt og aðrir en ekki sömu möguleika Lögfræðingur sem rannsakaði hvort heilbrigðisþjónustu fanga væri ábótavant segir auðvelt að draga þá ályktun að stjórnvöld hafi ekki haft áhuga á málaflokknum enda hafi lítið sýnilegt breyst til batnaðar í málaflokknum þrátt fyrir mikinn þrýsting eftirlitsaðila. 4. maí 2023 08:18 „Getum lítið stutt við þegar veikindin eru orðin svona mikil“ Teymisstjóri Geðheilsuteymis fangelsa segir það hafa komið á óvart hve margir alvarlega veikir afpláni í fangelsi. Hún segir fólk ekki hætta að vera skjólstæðingar spítalans þó það hefji afplánun í fangelsi. Samstarf skorti á milli fangelsa og Landspítala. 1. maí 2023 08:20 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, segir fleiri fanga koma í verri stöðu út úr fangelsinu en þeir voru í þegar þeir hófu afplánun. Hann kveðst bjartsýnn á að breytingar verði gerðar en Guðmundur Ingi ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Tilefnið eru fréttir af því að dómsmálaráðherra vilji fjölga opnum úrræðum í fangelsi, í kjölfar umfjöllunar Kompáss þar sem fjallað var um úrræðaleysi þegar kemur að alvarlega andlega veikum föngum sem ekki fá viðeigandi aðstoð í fangelsum landsins. „Ég get ekki séð að fangavist eins og hún er í dag hjálpi fólk. Þú þarft að vera með mjög sterkt og öflugt bakland til þess að ná þér á strik og það er ekki sjálfgefið.“ Hrósar dómsmálaráðherra Guðmundur Ingi segist fagna því að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggist nú endurmeta það hvernig sakhæfi sé metið. Alltof oft séu einstaklingar ýmist dæmdir sakhæfir eða ósakhæfir til skiptist. „Það eru allt upp í átta einstaklingar hverju sinni sem falla undir þennan flokk,“ segir Guðmundur Ingi. Lenskan hér á landi sé sú að einangra þessa einstaklinga. „Það hefur sýnt sig að það skemmir fólk enn frekar og fólk kemur mjög veikt úr fangelsunum, ef það kemur þá aftur úr fangelsunum. Fólk er að deyja.“ Guðmundur Ingi hrósar dómsmálaráðherra í hástert. „Það má hrósa dómsmálaráðherra fyrir það að við höfum aldrei séð eins mikið verið að gerast í fangelsismálum og akkúrat núna og það eru stöðugt að koma hugmyndir úr ráðuneytinu og frá ráðherra um þessi mál.“ Vill betri aðstöðu í fangelsin Guðmundur Ingi segir að Afstaða hafi ítrekað bent á það að það þurfi að koma upp betri aðstöðu fyrir andlega veika fanga inni í fangelsum. „Norðmenn hafa verið með svipaðan vanda, þar sem föngum hefur verið meinað að sækja venjulegar geðdeildir. Þá hafa þeir brugðið á það ráð að opna geðdeild inni í fangelsinu.“ Hann segir lykilatriðið að fallið verði frá refsistefnu þegar kemur að fangelsismálum. „Við komum alltaf niður að því sama. Það er alveg sama hvaða úrræði við komum með og hversu marga plástra við setjum á sárið, að ef við tökum ekki á þessu í grunninn, þessi grunnbreyting að breyta um refsistefnu yfir í endurhæfingarstefnu í fangelsum. Við komum alltaf niður á það.“
Reykjavík síðdegis Fangelsismál Geðheilbrigði Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vill fjölga opnum úrræðum í fangelsi og segir mat á sakhæfi til skoðunar Dómsmálaráðherra vill stíga frekari skref í átt að betrunarstefnu og fjölga opnum úrræðum í fangelsi. Hann segir sérfræðinga í ráðuneytinu nú skoða mat á sakhæfi og hefur áhyggjur af skorti á úrræðum fyrir fólk að afplánun lokinni. 8. maí 2023 07:00 Eigi sama rétt og aðrir en ekki sömu möguleika Lögfræðingur sem rannsakaði hvort heilbrigðisþjónustu fanga væri ábótavant segir auðvelt að draga þá ályktun að stjórnvöld hafi ekki haft áhuga á málaflokknum enda hafi lítið sýnilegt breyst til batnaðar í málaflokknum þrátt fyrir mikinn þrýsting eftirlitsaðila. 4. maí 2023 08:18 „Getum lítið stutt við þegar veikindin eru orðin svona mikil“ Teymisstjóri Geðheilsuteymis fangelsa segir það hafa komið á óvart hve margir alvarlega veikir afpláni í fangelsi. Hún segir fólk ekki hætta að vera skjólstæðingar spítalans þó það hefji afplánun í fangelsi. Samstarf skorti á milli fangelsa og Landspítala. 1. maí 2023 08:20 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Vill fjölga opnum úrræðum í fangelsi og segir mat á sakhæfi til skoðunar Dómsmálaráðherra vill stíga frekari skref í átt að betrunarstefnu og fjölga opnum úrræðum í fangelsi. Hann segir sérfræðinga í ráðuneytinu nú skoða mat á sakhæfi og hefur áhyggjur af skorti á úrræðum fyrir fólk að afplánun lokinni. 8. maí 2023 07:00
Eigi sama rétt og aðrir en ekki sömu möguleika Lögfræðingur sem rannsakaði hvort heilbrigðisþjónustu fanga væri ábótavant segir auðvelt að draga þá ályktun að stjórnvöld hafi ekki haft áhuga á málaflokknum enda hafi lítið sýnilegt breyst til batnaðar í málaflokknum þrátt fyrir mikinn þrýsting eftirlitsaðila. 4. maí 2023 08:18
„Getum lítið stutt við þegar veikindin eru orðin svona mikil“ Teymisstjóri Geðheilsuteymis fangelsa segir það hafa komið á óvart hve margir alvarlega veikir afpláni í fangelsi. Hún segir fólk ekki hætta að vera skjólstæðingar spítalans þó það hefji afplánun í fangelsi. Samstarf skorti á milli fangelsa og Landspítala. 1. maí 2023 08:20