Drengurinn, sem verður fimmtán ára á þessu ári, var í skólaferðalagi með Whangarei drengjaskólanum að skoða Abbey-hella í Whangarei í Northland á þriðjudagsmorgun, að staðartíma, þegar hann týndist. Hellarnir ná langt niður í land en eru þannig myndaðir að mikil hætta skapast í þeim ef mikil flóð og rigningar eru á svæðinu.
Um klukkan fimm síðdegis tilkynnti lögregla að leit yrði stöðvuð. Þá höfðu viðbragðsaðilar verið að leita í sex klukkutíma. Leitin mun að öllum líkindum hefjast að nýju við sólarupprás í fyrramálið.
Í morgun fór svo að rigna gríðarlega á svæðinu en það er ekki óalgengt að flæði inn í hellana.
Whangarei er rétt norður af Auckland. Mikil flóð voru á svæðinu í lok janúarmánaðar og því margir bæir enn að jafna sig á þeim. Fjórir fórust í flóðunum. Þá reið fellibylurinn Gabrielle yfir eyjuna í febrúar, sem olli miklum skemmdum, og minnst ellefu létust.