42 prósent brotaþola í tilkynntum kynferðisbrotum undir átján ára Atli Ísleifsson skrifar 9. maí 2023 08:55 Tilkynnt kynferðisbrot gegn börnum voru 27 talsins á fyrstu þremur mánuðum ársins. Vísir/Vilhelm Tilkynnt var um 123 kynferðisbrot til lögreglu á fyrstu þremur mánuðum sem eru fjórðungi færri brot en voru skráð að meðaltali á sama tímabili síðustu þrjú árin á undan. 42 prósent brotaþola í tilkynntum kynferðisbrotum eru undir átján ára. Frá þessu segir í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra sem hefur birt skýrslu um kynferðisofbeldi fyrstu þrjá mánuði ársins. Þar segir að lögreglunni hafi borist tilkynningar um 42 nauðganir á tímabilinu sem samsvari níu prósenta fækkun frá síðustu þremur árum þar á undan. Fram kemur að hluti þeirra 123 kynferðisbrota sem tilkynnt voru hafi verið tilkynnt á umræddu tímabili en átt sér stað fyrr. „Þegar einungis er litið til þeirra kynferðisbrota sem áttu sér stað fyrstu þrjá mánuði ársins þá fækkaði þeim um 39% samanborið við meðaltal sama tímabils síðustu þriggja ára á undan. Þannig fækkar tilkynningum í öllum brotaflokkum kynferðisbrota,“ segir í tilkynningunni. 27 kynferðisbrot gegn börnum tilkynnt Í skýrslu embættis ríkislögreglustjóra segir að tilkynnt kynferðisbrot gegn börnum hafi verið 27 talsins, sem sé 22 prósenta fækkun mála frá 2022. Þá voru blygðunarsemisbrot níu talsins sem sé svipað og árið 2022 en nokkur fækkun miðað við 2020 og 2021 á sömu tímabilum. „Þá bárust 45 tilkynningar sem falla undir önnur kynferðisbrot en þar er í flestum tilvikum um að ræða stafræn kynferðisbrot eða kynferðisleg áreitni. Meðalfjöldi tilkynntra brota til lögreglu, burtséð frá því hvenær þau áttu sér stað, fyrstu þrjá mánuði ársins voru um tíu brot á viku. Meðalaldur brotaþoli töluvert lægri en grunaðra Frá og með árinu 2023 varð skráning brotaþola kynferðisbrota í málaskrá lögreglu markvissari, en áður voru þeir aðeins skráðir í um 75% kynferðisbrotamála. Fjöldi brotaþola var 92 og þar af 90% kvenkyns fyrstu þrjá mánuði ársins. Meðalaldur brotaþola var umtalsvert lægri en grunaðra eða 22 ár, og voru 42% þeirra undir 18 ára í öllum tilkynntum kynferðisbrotamálum. Fjöldi grunaðra í kynferðisbrotum var 94, þar af tæplega 94% karlkyns. Meðalaldur grunaðra var 35 ár, þar af 13% undir 18 ára. Þannig er rúmlega tíu ára aldursmunur á meðalaldri brotaþola og grunaðra. Á ofbeldisgátt 112.is má finna leiðarvísir um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. Nú síðast hefur leiðarvísirinn verið uppfærður með upplýsingum um meðferð mála fyrir 15-17 ára ungmenni. Unnið er að því að uppfæra upplýsingar um meðferð kynferðisbrota þeirra sem eru undir 15 ára. Þá hefur heilbrigðisráðherra skipað starfshóp um kortleggja og samræma fyrirkomulag varðandi aðkomu heilbrigðisstarfsfólk þegar upp kemur grunur um kynferðisofbeldi í garð barna. Hópnum er m.a. ætlað að skýra boðleiðir milli lögreglu, barnaverndar og heilbrigðiskerfisins en ekki hefur verið til staðar samræmt verklag um heilbrigðisþjónustu við börn yngri en 18 ára vegna kynferðisofbeldis, sjá nánar hér. Nauðganir eiga sér frekar stað um helgar og nóttu Í skýrslunni má finna greiningu á tímasetningu allra kynferðisbrota sem tilkynnt eru til lögreglu. Hún leiðir í ljós að flest brotin eiga sér stað á virkum dögum, en þegar eingöngu er rýnt í tímasetningu nauðgana má sjá að þær eiga sér flestar stað um helgar og þar af rúmur helmingur að nóttu til,“ segir í tilkynningunni. Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra sem hefur birt skýrslu um kynferðisofbeldi fyrstu þrjá mánuði ársins. Þar segir að lögreglunni hafi borist tilkynningar um 42 nauðganir á tímabilinu sem samsvari níu prósenta fækkun frá síðustu þremur árum þar á undan. Fram kemur að hluti þeirra 123 kynferðisbrota sem tilkynnt voru hafi verið tilkynnt á umræddu tímabili en átt sér stað fyrr. „Þegar einungis er litið til þeirra kynferðisbrota sem áttu sér stað fyrstu þrjá mánuði ársins þá fækkaði þeim um 39% samanborið við meðaltal sama tímabils síðustu þriggja ára á undan. Þannig fækkar tilkynningum í öllum brotaflokkum kynferðisbrota,“ segir í tilkynningunni. 27 kynferðisbrot gegn börnum tilkynnt Í skýrslu embættis ríkislögreglustjóra segir að tilkynnt kynferðisbrot gegn börnum hafi verið 27 talsins, sem sé 22 prósenta fækkun mála frá 2022. Þá voru blygðunarsemisbrot níu talsins sem sé svipað og árið 2022 en nokkur fækkun miðað við 2020 og 2021 á sömu tímabilum. „Þá bárust 45 tilkynningar sem falla undir önnur kynferðisbrot en þar er í flestum tilvikum um að ræða stafræn kynferðisbrot eða kynferðisleg áreitni. Meðalfjöldi tilkynntra brota til lögreglu, burtséð frá því hvenær þau áttu sér stað, fyrstu þrjá mánuði ársins voru um tíu brot á viku. Meðalaldur brotaþoli töluvert lægri en grunaðra Frá og með árinu 2023 varð skráning brotaþola kynferðisbrota í málaskrá lögreglu markvissari, en áður voru þeir aðeins skráðir í um 75% kynferðisbrotamála. Fjöldi brotaþola var 92 og þar af 90% kvenkyns fyrstu þrjá mánuði ársins. Meðalaldur brotaþola var umtalsvert lægri en grunaðra eða 22 ár, og voru 42% þeirra undir 18 ára í öllum tilkynntum kynferðisbrotamálum. Fjöldi grunaðra í kynferðisbrotum var 94, þar af tæplega 94% karlkyns. Meðalaldur grunaðra var 35 ár, þar af 13% undir 18 ára. Þannig er rúmlega tíu ára aldursmunur á meðalaldri brotaþola og grunaðra. Á ofbeldisgátt 112.is má finna leiðarvísir um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. Nú síðast hefur leiðarvísirinn verið uppfærður með upplýsingum um meðferð mála fyrir 15-17 ára ungmenni. Unnið er að því að uppfæra upplýsingar um meðferð kynferðisbrota þeirra sem eru undir 15 ára. Þá hefur heilbrigðisráðherra skipað starfshóp um kortleggja og samræma fyrirkomulag varðandi aðkomu heilbrigðisstarfsfólk þegar upp kemur grunur um kynferðisofbeldi í garð barna. Hópnum er m.a. ætlað að skýra boðleiðir milli lögreglu, barnaverndar og heilbrigðiskerfisins en ekki hefur verið til staðar samræmt verklag um heilbrigðisþjónustu við börn yngri en 18 ára vegna kynferðisofbeldis, sjá nánar hér. Nauðganir eiga sér frekar stað um helgar og nóttu Í skýrslunni má finna greiningu á tímasetningu allra kynferðisbrota sem tilkynnt eru til lögreglu. Hún leiðir í ljós að flest brotin eiga sér stað á virkum dögum, en þegar eingöngu er rýnt í tímasetningu nauðgana má sjá að þær eiga sér flestar stað um helgar og þar af rúmur helmingur að nóttu til,“ segir í tilkynningunni.
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Sjá meira