Innlent

Einsamall maður á vélarvana smábát fékk aðstoð

Máni Snær Þorláksson skrifar
Þór var fljótur á vettvang í dag.
Þór var fljótur á vettvang í dag. LAnds

Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Þór í Vestmannaeyjum, kom smábát til aðstoðar um hádegi í dag. Smábáturinn hafði misst vélarafl undan Kötlutanga, í grennd við Vík í Mýrdal. Beiðni um aðstoð kom á ellefta tímanum og lagði áhöfn Þórs af stað fljótlega eftir það.

„Þór lagði úr höfn í Vestmannaeyjum um ellefu leitið, og setti stefnu til austurs, fulla ferð. Hinn vélarvana bát rak undan hægum vindi,“ segir í tilkynningu frá Landsbjörg. Þá kemur fram að Þór hafi verið fljótur á vettvang en skipið er með ganghraða hátt í þrjátíu sjómílur. Það hafi heldur ekki hamlað för skipsins að sjólag var gott.

Mynd af skjáborði Þórs sem sýnir það sem fjórar myndavélar skipsins sjá á siglingu.Landsbjörg

Um einum og hálfum klukkutíma eftir að Þór lagði úr höfn var skipið komið að smábátnum. Um borð í bátnum var einn maður. „Ekki er ljóst á þessari stundu hvort hann hafi verið á strandveiðum, eða að flytja bátinn milli staða.“

Dráttartaug var þá komið frá Þór í smábátinn og haldið af stað til hafnar í Vestmannaeyjum. Átætluð koma er seinni partinn í dag eða undir kvöld.

Hér sést Þór daga smábátinn.Landsbjörg

„Þór dregur bátinn á um 10 mílna hraða, en ekki er ráðlegt að reyna frekar á dráttarpolla hins bilaða báts en það, þó svo Þór hafi afl til að draga bátinn hraðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×