„Það er eiginlega ótrúlegt hvað fólk hefur rekist á“ Máni Snær Þorláksson skrifar 10. maí 2023 07:54 Sigrún Ósk Kristjánsdóttir hefur undanfarin ár hjálpað fólki að leita að uppruna sínum. Vísir/Vilhelm Fjölmiðlakonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir hefur undanfarin ár hjálpað fólki að leita að uppruna sínum. Sigrún fer yfir leiðirnar sem hægt er að fara til að leita uppruna síns. Þá hefur hún heyrt lygilega margar sögur af fólki sem tekst það. Það er óhætt að segja að Sigrún Ósk sé með mikla reynslu á bakinu þegar kemur að leit að uppruna fólks. Hún var þó ekki viss um hvort það ætti að kalla sig sérfræðing í því. „Ég veit það nú ekki en kannski eru fáir hérna á Íslandi með meiri reynslu í þessu, ég er náttúrulega búin að vera í næstum áratug að garfa í þessum málum,“ segir Sigrún Ósk í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Sigrún Ósk var fengin til að koma í útvarpsþáttinn til að fara yfir það hvernig hægt sé að leita að uppruna sínum. Var það gert í kjölfar viðtals sem birtist á Vísi um helgina. Þar fór Sigrún Sigurðardóttir yfir leitina að samfeðra bróður sínum. Sú Sigrún var ættleidd þegar hún var tíu daga gömul og ólst upp vitandi að hún ætti þennan bróður. Í byrjun þessa árs ákvað hún að setja allan sinn kraft í að hafa uppi á bróður sínum. Þrátt fyrir mikla vinnu er Sigrún þó ennþá litlu nær. Geti verið flóknara að leita nálægt sér Í viðtalinu á Bylgjunni segir Sigrún Ósk að það geti verið aðeins snúið að leita að fólki svona nálægt sér. „Ég hef stundum gert grín að því að það er eiginlega flóknara að leita svona nálægt sér, stundum,“ segir hún. Hér og í löndunum í kringum Ísland sé persónuvernd höfð í meiri hávegum en á öðrum stöðum í heiminum. Það sé því ekki auðvelt að fletta fólki upp og finna það. „En langflestir eru náttúrulega með einhver svona fótspor eftir sig á netinu. Þá er alltaf spurningin: Hvað ertu með af upplýsingum til þess að byrja? Hún nafna mín í þessu tilfelli er með mjög takmarkaðar upplýsingar og er að leita að manni á Íslandi. Þá þarftu svolítið, eins og hún er búin að gera, að reyna að spyrjast fyrir í kringum þig, hvað veit fólk? Hún nefnir þarna að það sé greinilega eitthvað fólk sem veit eitthvað einhvers staðar. Af því systir hennar er sögð vera lík bróður sínum og það er svona eitthvað fólk að gefa eitthvað í skyn hér og þar.“ DNA bankarnir séu algjör frumskógur Annað sem hægt er að gera er að fara í DNA próf og vona að ættingjar hafi einnig gert það. Sigrún Ósk segir að það sé sín tilfinning að það sé orðið algengara að fólk leiti uppruna síns, þá jafnvel með slíkum prófum. „Það er líka af því það er ekki mjög langt síðan það varð hægt, að senda DNA sýni í einhvern banka sem keyrir saman niðurstöður úr öllum heiminum.“ Það eru til þónokkrir slíkir bankar og er Sigrún Ósk spurð hver sé bestur af þeim: „Þetta er algjör frumskógur, þeir eru mjög margir. Ég sá að hún var búin að senda inn í einn þeirra, My Heritage ef ég man rétt. Það er próf sem hægt er að kaupa hérna heima. Ancestry er stærstur í heiminum og er búinn að vera það í nokkur ár. Þannig að ef þú ert að leita að bankanum sem er með mestan fjölda þá geturðu farið þangað.“ Það sé þó líka misjafnt eftir löndum hvað fólk er duglegt að senda inn. Íslendingar séu til að mynda ekki þeir duglegustu í því að mati Sigrúnar Óskar. „Ég hef ekki komist yfir upplýsingar um það en mín tilfinning er sú að Íslendingar séu ekkert að senda mjög mikið að senda inn í þessa banka.“ Lygilega margar jákvæðar sögur Sigrún Ósk er þá spurð hvort hún hafi heyrt jákvæðar sögur frá fólki, sem hefur þá á endanum tekist að finna þá ættingja sem verið var að leita að. Þeirri spurningu svarar hún játandi. „Bara lygilega margar, svo ég segi bara alveg eins og er. Það er eiginlega ótrúlegt hvað fólk hefur rekist á. Af því að meira að segja þótt að þú sért að leita að einhverjum og finnir ekki nákvæmlega hann í bankanum að þá getur fólk oft rakið sig áfram. Þú kannski passar við einhvern sem er svona aðeins fjarskyldur, sendir honum póst. Ert kannski með eitthvað nafn, gælunafn eða fæðingarár, sem myndi ekkert gagnast þér annars staðar, en hringir einhverjum bjöllum hjá þessum frænda. Þannig er hægt að reka sig áfram.“ Þá segir hún að það séu einnig dæmi um að fólk hafi sent sýni inn í DNA banka fyrir einhverjum árum og fái svo seinna tengingu við ættingja. „Af því þá sendir einhver ættingi inn og allt passar.“ Einnig séu dæmi um að fólk finni upplýsingar um týnda ættingja með hjálp samfélagsmiðla: „Fólk hefur alveg verið að fá upplýsingar þannig. Fólk hefur náð að komast að ótrúlegustu hlutum með gramsi. Ég veit um nokkur dæmi þess að fólk var með kannski eftirnafn á einhverjum föður og fór að garfa, sló inn á Facebook þetta eftirnafn og reyndi svo að þrengja það niður á ákveðið svæði.“ Fólk sendi svo póst á alla sem eru með þetta nafn og segjast vera að leita að ákveðnum manni. „Stundum einmitt kemur eitthvað út úr því.“ Fjölskyldumál Reykjavík síðdegis Ástin og lífið Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Það er óhætt að segja að Sigrún Ósk sé með mikla reynslu á bakinu þegar kemur að leit að uppruna fólks. Hún var þó ekki viss um hvort það ætti að kalla sig sérfræðing í því. „Ég veit það nú ekki en kannski eru fáir hérna á Íslandi með meiri reynslu í þessu, ég er náttúrulega búin að vera í næstum áratug að garfa í þessum málum,“ segir Sigrún Ósk í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Sigrún Ósk var fengin til að koma í útvarpsþáttinn til að fara yfir það hvernig hægt sé að leita að uppruna sínum. Var það gert í kjölfar viðtals sem birtist á Vísi um helgina. Þar fór Sigrún Sigurðardóttir yfir leitina að samfeðra bróður sínum. Sú Sigrún var ættleidd þegar hún var tíu daga gömul og ólst upp vitandi að hún ætti þennan bróður. Í byrjun þessa árs ákvað hún að setja allan sinn kraft í að hafa uppi á bróður sínum. Þrátt fyrir mikla vinnu er Sigrún þó ennþá litlu nær. Geti verið flóknara að leita nálægt sér Í viðtalinu á Bylgjunni segir Sigrún Ósk að það geti verið aðeins snúið að leita að fólki svona nálægt sér. „Ég hef stundum gert grín að því að það er eiginlega flóknara að leita svona nálægt sér, stundum,“ segir hún. Hér og í löndunum í kringum Ísland sé persónuvernd höfð í meiri hávegum en á öðrum stöðum í heiminum. Það sé því ekki auðvelt að fletta fólki upp og finna það. „En langflestir eru náttúrulega með einhver svona fótspor eftir sig á netinu. Þá er alltaf spurningin: Hvað ertu með af upplýsingum til þess að byrja? Hún nafna mín í þessu tilfelli er með mjög takmarkaðar upplýsingar og er að leita að manni á Íslandi. Þá þarftu svolítið, eins og hún er búin að gera, að reyna að spyrjast fyrir í kringum þig, hvað veit fólk? Hún nefnir þarna að það sé greinilega eitthvað fólk sem veit eitthvað einhvers staðar. Af því systir hennar er sögð vera lík bróður sínum og það er svona eitthvað fólk að gefa eitthvað í skyn hér og þar.“ DNA bankarnir séu algjör frumskógur Annað sem hægt er að gera er að fara í DNA próf og vona að ættingjar hafi einnig gert það. Sigrún Ósk segir að það sé sín tilfinning að það sé orðið algengara að fólk leiti uppruna síns, þá jafnvel með slíkum prófum. „Það er líka af því það er ekki mjög langt síðan það varð hægt, að senda DNA sýni í einhvern banka sem keyrir saman niðurstöður úr öllum heiminum.“ Það eru til þónokkrir slíkir bankar og er Sigrún Ósk spurð hver sé bestur af þeim: „Þetta er algjör frumskógur, þeir eru mjög margir. Ég sá að hún var búin að senda inn í einn þeirra, My Heritage ef ég man rétt. Það er próf sem hægt er að kaupa hérna heima. Ancestry er stærstur í heiminum og er búinn að vera það í nokkur ár. Þannig að ef þú ert að leita að bankanum sem er með mestan fjölda þá geturðu farið þangað.“ Það sé þó líka misjafnt eftir löndum hvað fólk er duglegt að senda inn. Íslendingar séu til að mynda ekki þeir duglegustu í því að mati Sigrúnar Óskar. „Ég hef ekki komist yfir upplýsingar um það en mín tilfinning er sú að Íslendingar séu ekkert að senda mjög mikið að senda inn í þessa banka.“ Lygilega margar jákvæðar sögur Sigrún Ósk er þá spurð hvort hún hafi heyrt jákvæðar sögur frá fólki, sem hefur þá á endanum tekist að finna þá ættingja sem verið var að leita að. Þeirri spurningu svarar hún játandi. „Bara lygilega margar, svo ég segi bara alveg eins og er. Það er eiginlega ótrúlegt hvað fólk hefur rekist á. Af því að meira að segja þótt að þú sért að leita að einhverjum og finnir ekki nákvæmlega hann í bankanum að þá getur fólk oft rakið sig áfram. Þú kannski passar við einhvern sem er svona aðeins fjarskyldur, sendir honum póst. Ert kannski með eitthvað nafn, gælunafn eða fæðingarár, sem myndi ekkert gagnast þér annars staðar, en hringir einhverjum bjöllum hjá þessum frænda. Þannig er hægt að reka sig áfram.“ Þá segir hún að það séu einnig dæmi um að fólk hafi sent sýni inn í DNA banka fyrir einhverjum árum og fái svo seinna tengingu við ættingja. „Af því þá sendir einhver ættingi inn og allt passar.“ Einnig séu dæmi um að fólk finni upplýsingar um týnda ættingja með hjálp samfélagsmiðla: „Fólk hefur alveg verið að fá upplýsingar þannig. Fólk hefur náð að komast að ótrúlegustu hlutum með gramsi. Ég veit um nokkur dæmi þess að fólk var með kannski eftirnafn á einhverjum föður og fór að garfa, sló inn á Facebook þetta eftirnafn og reyndi svo að þrengja það niður á ákveðið svæði.“ Fólk sendi svo póst á alla sem eru með þetta nafn og segjast vera að leita að ákveðnum manni. „Stundum einmitt kemur eitthvað út úr því.“
Fjölskyldumál Reykjavík síðdegis Ástin og lífið Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira