Heitustu sumartrendin í ár Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 18. maí 2023 07:01 Lífið á Vísi fékk til sín fjölbreyttan hóp af álitsgjöfum varðandi heitustu trend sumarsins. SAMSETT Sumarið er komið, svona á það að vera og sólin leikur stundum um mann, misjafnlega beran. Hér á Íslandi er sumartíðin gengin í garð óháð fjölbreyttu veðurfari en á sumrin þróast hin ýmsu skemmtilegu trend á ólíkum sviðum. Blaðamaður fékk til sín fjölbreyttan hóp álitsgjafa til að reyna að komast að því hver heitustu trend sumarsins verða. Sumarhreyfing Sandra Björg Helgadóttir, þjálfari og stofnandi Absolute training: Sandra Björg Helgadóttir þjálfari með meiru ætlar að vera dugleg að hreyfa sig úti í sumar.Instagram @sandrahelga Minni öfgar og meira jafnvægi yfir sumartímann „Mér finnst þjálfarar vera að leggja meiri áherslu á langtíma árangur og vera að hjálpa fólki að skapa sér árangursríkan lífsstíl í staðinn fyrir að vera í þessum átökum sem voru svo vinsæl áður fyrr. Það er frábært að sjá þessa áherslubreytingu hjá þjálfurum og hvernig hún skilar sér til iðkenda. Þetta leiðir til þess að fólk heldur sér frekar í æfingarútínu yfir sumartímann, því það hefur yfir lengri tíma náð að skapa venjur sem er raunhæft að viðhalda allan ársins hring í öllum aðstæðum. Hvort sem það er álag í vinnunni eða sumarfrí úti á landi.“ Sandra segist sjá jákvætt trend í hreyfingunni þar sem fólk er að setja sér raunhæfari markmið. Þá mælir hún með því að fólk hreyfi sig utan dyra í sumar.Aðsend Heitir og mjúkir tímar „Jóga æðið er búið að vera til staðar í þónokkurn tíma núna og virðist í raun bara vera að aukast. Allra vinsælustu tímarnir bæði hérna úti í LA þar sem ég er búsett og heima á Íslandi eru heitir og mjúkir tímar. Sjálf hef ég mest verið að sækja Barre tíma sem eru engin nýjung en það er klárlega ný kynslóð að kynnast þessu æfingaformi og allir tímar stútfullir, sem er frábært.“ Sandra segir fjallgöngur frábæra leið til að hreyfa sig á sumrin.Getty Útivera og andleg heilsa „Hreyfing utandyra jókst töluvert þegar líkamsræktarstöðvar lokuðu í heimsfaraldrinum og það er eitt af því góða sem kom út úr þeim erfiða tíma. Sjálf fór ég að ganga miklu meira á fjöll og nýta allt það frábæra sem Ísland hefur upp á að bjóða. Hreyfing utandyra hefur óteljandi jákvæð áhrif á okkur líkamlega og andlega. Sem er einmitt það síðasta sem ég vildi nefna, er að fólk er meira farið að stunda líkamsrækt fyrir vellíðan umfram útlitslegan árangur. Það er enn eitt trendið sem mér finnst vera frábær þróun.“ Kokteilar í sumarpartýið Oddur Atlason, rekstrarstjóri Petersen svítunnar: Oddur Atlason lumar á ýmsum sumarlegum drykkjarhugmyndum.Aðsend „Starfs míns vegna þarf ég ekki að heyra fréttir af því að lóan sé komin eða lesa um vorboðann Hönnunar„mars“. Ég veit að vorið er að ganga í garð þegar ég fer að verða spurður um exótískar tegundir af hvítvíni, hvaða rósavín ég sé nú með í glösum eða þá hvort ég sé ekki með kokteila á happy hour. Það jafnast fátt á við vorið í barbransanum. Líkt og undanfarin ár finn ég að fólk sækist mest í drykki í lægri alkóhólprósentu. Sama hvort það er hinn hefðbundni Aperol Spritz, Hugo Spritz eða Limoncello Spritz þá eru spritz drykkirnir alltaf vinsælir. Einnig er ég mjög spenntur fyrir því að drekka góðan vermouth annað hvort á klaka eða í tonic. Aperol Spritz er vinsæll sumardrykkur.Getty Það sem kom mér mest á óvart um daginn og verður klárlega fordrykkurinn í mínum matarboðum í sumar var Graham’s Port Blend no 5. Eðal hvítt púrtvín blandað í tonic með sítrónusneið og myntulaufi. Ekki hefði ég haldið að ég færi að mæra púrtvín og hvað þá sem blöndu en tímarnir breytast og mennirnir með! Óáfengi kokteillinn minn er síðan Fever Tree Aromatic Tonic borið fram í flautu með sítrónuberki.“ Sumarmatur Sindri Guðbrandur Sigurðsson, kokkur ársins 2023: Sindri Guðbrandur var valinn kokkur ársins 2023.Aðsend „Aðal trendið í sumar verður að grilla. Ég mæli með því að grilla með kolum til að ná sem besta bragðinu fram og velja gæða hráefni sem við vitum hvaðan kemur. Svo hvet ég fólk til að gera meira úr meðlætinu, grilla grænmetið og leggja álpappírinn til hliðar.“ Sindri hvetur fólk til að grilla grænmetið í sumar og leggja álpappírinn til hliðar.Getty Sumarförðun Heiður Ósk Eggertsdóttir, eigandi Reykjavík Makeup School: Heiður Ósk segir að dúkkulísu bleikur litur verði vinsæll á kinnunum í sumar.Aðsend Bronzing dropar „Dropar sem þú notar undir, yfir eða mixar ofan í farðann þinn. Það eru allir að nota bronzing dropa og verður það eitt það heitasta í sumar, sérstaklega þar sem þekjan er alltaf aðeins minni á sumrin. Þetta gerir mann ótrúlega frískan í framan.“ Body Glow „Highlighter og instant tan verða út um allt í sumar. Ljómandi vörur sem hægt er að skola af í sturtunni. Hvort sem það er einungis ljómi eða ljómi með smá brúnku í þá verða allir og ömmur þeirra með body glow on point í sumar.“ Skin Tint „Skin Tint er hybrid týpa af serumi og farða. Við munum sjá minni þekju og húðina koma meira í gegnum farðann í sumar. Með því að nota Skin Tint erum við að leyfa húðinni að vera náttúrulegri, meira ljómandi og frískari. Mörg Skin Tint eru einnig með hátt SPF sem skemmir alls ekki fyrir.“ View this post on Instagram A post shared by HI beauty (@the_hibeauty) Krem og fljótandi vörur „Við erum búin að vera að sjá mjög mikið af krem vörum og fljótandi vörum fyrir húðina. Má þar nefna krem kinnalit, krem bronzer og fljótandi ljómavörur og mun það ekki gefa neitt eftir í sumar. Litatónarnir í kinnalitunum munu vera bland af kóral, berjableikum og dúkkulísu bleikum (baby doll pink).“ Fljótandi ljómavörur verða að sögn Heiðar vinsælar í sumar og létt förðun yfir andlit. Hér má sjá slíka förðun sem Heiður gerði á fyrirsætuna Ísabellu.Aldís Pálsdóttir Náttúruleg augnhár „Gerviaugnhárin fá smá hvíld í sumar en það er í raun vegna þess að svo margir eru byrjaðir að nota augnhára serum sem lengir, þykkir og gerir meira úr okkar náttúrulegu augnhárum. Ég spái því að flestir muni frekar splæsa í góðan augnhárabrettara og góðan vatnsheldan maskara til að halda augnhárunum fallega brettum í allt sumar.“ Lip Oils „Á vörunum munum við sjá varablýanta blandaða við varaolíur. Brúntóna varir halda áfram vinsældum sínum en varaolíur munu líklega vera í öllum veskjum í sumar.“ Ljós eyeliner „Ljós eyeliner í votlínu er algjört must have fyrir sumarið. Þetta heita comeback mun fylgja okkur út sumarið. Ég mæli með að kaupa ljósbleikan eða ljós beige litaðan í staðinn fyrir hvítan. Það er mun náttúrulegra, stækkar augun og maður lítur út fyrir að hafa fengið nokkra auka klukkutíma í svefn, sem við hötum ekki.“ Heiður segir að skærir litir á augum verði vinsælt trend í sumar.Getty Lime light/skærir litir „Við erum að fara að sjá skæra liti á augunum í sumar. Ég er búin að vera að sjá ótrúlega mikið af lime grænum en sá litur er fyrir þá sem þora. Hvort sem það er verið að útfæra græna sem grafískan eyeliner eða yfir allt augnlokið er ótrúlega skemmtilegt að sjá hvernig þeir eru að koma út með náttúrulegu þekjunni á húðinni.“ Freknur „Ég verð að spá því að freknuæðið haldi áfram. Förðunarmerkin eru að keppast við að gera bestu freknu vöruna og erum við farin að sjá freknupennana hjá öllum helstu merkjunum í dag. Hvort sem þú sért með alvöru eða gervi freknur þá munum við sjá þær skína sínu skærasta í sumar.“ Freknuförðun eftir Heiði á fyrirsætuna Ísabellu.Aldís Pálsdóttir Sumarhár Magnús Andri Ólafsson/Slakur Barber, rakari hjá Studio 110: Magnús Andri er jafnan þekktur sem Slakur Barber í hárbransanum.Aðsend „Sumarklippingin í ár er án efa skipt í miðju og taper fade eða messy lúkk og smá lubbi. Buzzcut og hátt fade er reyndar sumarklippingin öll sumur og það verður aldrei úrelt að krúnuraka sig á sumrin. Svo er það að koma til baka að menn eru að safna hári og rokka gamla góða fabioinn eða eins og ég, Fernando Torres '09.“ Fótboltamaðurinn Fernando Torres árið 2009.Etsuo Hara/Getty Images Hildur Ösp, hársnyrtimeistari stjarnanna: Hildur Ösp hársnyrtimeistari hefur unnið að ýmsum myndatökum bæði hér heima og erlendis ásamt því að hafa unnið með raunveruleikastjörnum, tónlistarfólki og leikurum. Aðsend „Bob klippingar eru að koma aftur í alls konar útfærslu; stuttur, skarpur þungur bob, léttari bob með styttum og jafnvel með topp eða gardínutopp ef það fer andlitsfallinu. Alls kyns útfærsla af Bob klippingu verður vinsæl í sumar.Getty Butterfly cut mun vera vinsælt eins og hefur verið á samfélagsmiðlum síðustu vikur; það eru frekar stuttar styttur að framan og síðari styttur að aftan. Mjög fallegt að stílisera hárið með mjúkum blástursliðum eða svokölluðu blowout. Einnig er unnið með ósýnilegar styttur sem eru inní hárinu og gefur því léttleika og hreyfingu. Hár eftir Hildi Ösp með lit sem krefst lítils viðhalds og er með svokallaðar ósýnilegar styttur.Aðsend Ég hef líka verið að sjá mismunandi útfærslu af hárlengingum, hártoppum og hárkollum, til dæmis: Clips-in - Viðskiptavinur setur sjálfur í sig til að fá síðara eða þykkara hár Tape-in - sett í af fagmanni á hársnyrtistofu Clip-in tögl: viðskiptavinur setur hárið sitt í tagl og festir síðara tagl við Gylltir og hlýrri tónar eru að taka við af heil aflitaða ösku kalda litnum. Mikið er um hunangslitinn og mjúkan kopar ásamt því að vera með hárlit sem krefst lítils viðhalds, til dæmis dýpri rót og ljósari endar, þó meira út í sveppalit frekar en ljós aflitaða enda.Í dekkri litum þá er aðeins verið að færast úr súkkulaðibrúna með smá ljósri hreyfingu í endum yfir í dekkri enda sem er einhvers konar djúpur espresso litur með fallegum glans. Náttúrulegt hár með „messy“ (úfnu) ívafi. Sama hvort það seu krullur eða slétt, sítt eða stutt, og sama hversu skapandi klipping er, eins og mullet, shag og þess háttar, þá er „un-done“ hár málið. Setja réttu efnin í hárið, kreista, hrista og voila! En svo skiptir auðvitað mestu máli að fylgja hárgerðinni sinni og hjálpa hárinu að vera upp á sitt besta án mikillar fyrirhafnar.“ Hlýir tónar og skemmtileg klipping eftir Hildi Ösp.Aðsend Sumartónlist Ragga Hólm, plötusnúður og Reykjavíkurdóttir: Ragga Hólm, plötusnúður og Reykjavíkurdóttir, segir að Latino tónlist sé alltaf vinsæl yfir sumartímann.Aðsend „Ég hef alltaf hallast meira að hip hop tónlist en nokkru öðru en ég sé það meira og meira í dag að einfaldleikinn skorar alltaf hæst þegar ég er að spila fyrir fólk, sérstaklega á árshátíðum og stærri partíum. Íslensk tónlist skorar þar lang hæst. Klippa: Ragga Hólm og Margrét Rán ft. Emmsjé Gauti - Það er komið sumar Það breytir því þó ekki að góður hip hop listi er góður hip hop listi. Ekki skemmir fyrir hvað það eru ótrúlega margar nýjar konur á blaði. Rosalia er að gera virkilega góða hluti, SZA og Coi Leray. Nýja platan hennar Beyoncé er líka búin að vera á repeat síðan hún kom út í júlí í fyrra. Cuff it er eitt þægilegasta lag sem ég hef heyrt. Prófaðu að sitja með einn kokteil á svölunum og hækka þetta lag í botn. Ég hef líka tekið eftir því að Latino tónlist er að verða meira og meira körrent hjá fólki, sérstaklega yfir sumartímann. Það er yfirleitt þannig að það lítur út fyrir að fólk sé búið að fara á minnst fimm vikna Latino dansnámskeið þegar ég set létta Latino tóna á fóninn. Þið sjáið bara hvað tónlistarmenn eins og Farruko og J Balvin eru að skora hátt á íslenskum listum.“ Sumartíska Diana Rós Hanh Breckmann, stjörnustílisti: Díana hefur meðal annars starfað sem stílisti raunveruleikastjarnanna í þáttunum Æði og verið aðstoðarstílisti í tökum með tónlistarkonunni Björk.Instagram @dianabreckmann „Ég held að síð pils verði vinsæl í sumar, aðallega gallapils sem eru alveg bein í sniðinu, en líka síð einlit pils.“ Díana spáir því að síð bein gallapils verði vinsæl í sumar. Hér sést fyrirsætan Olivia Palermo klæðast slíku á tískuviku í París í mars. Edward Berthelot/Getty Images Skór „Ballerínu skórnir eru aðeins að gægjast inn núna. Það eru ekki margir sem eru aðdáendur af þeim en mér finnst þeir geggjaðir ef þeim er parað saman við rétta dressið, til dæmis ballerínu skór og lausar ljósar gallabuxur við. Hnéhá stígvél. Ég veit að þau detta aldrei úr tísku en ég held að við fáum að sjá fleiri útgáfur af þessari tísku í sumar, það er að segja hvernig þessu verður stíliserað saman við fötin. Stígvél sem eru aðeins í baggy kantinum og með meiri hæl en platform.“ Síð bein pils og svokallaðar statement flíkur verða vinsælar í sumar að sögn Díönu.Aðsend Töskur og skart „Kannski er það bara persónulegt en hef það á ég hef það á tilfinningunni að studs, eða gaddar, verði eitthvað í sumar. Töskur með studs smáatriðum þar sem gaddarnir verða þó meira í léttari kantinum og ekki alveg jafn pönkaðir. Leðurtöskur af nytjamörkuðum. Stórar hliðar leðurtöskur eða pleður (til dæmis Telfar og Aftur töskurnar) finnst mér vera svona up and coming, jafnvel mittistöskur líka. Meiri hentugleiki í tískunni, þægindi en flott lúkk á sama tíma. Díana telur þægindi og hentugleika verða í fyrirrúmi í sumartískunni.Getty Chunky skart. Mér finnst skart tískan aðeins hafa verið að færa sig frá punk inspired skartinu og næntís. Ég held að margt verði chunky í sumar, ég er að sjá stór bling kross hálsmen detta inn núna og stóru blómin sem eru mjög Birgitta Haukdal early 2000s. Ég er sjálf í leit eftir chunky gylltum hring eyrnalokkum (e. hoops).“ Fágaður stíll „Lúkk sem er í stíl er líka að trenda. Það getur verið hvað sem er, til dæmis denim on denim eða hvítt ofan á hvítt. Ég hef það á tilfinningunni að tískutrendin núna verði meira stíliseruð og fáguð, smá less is more stemning. Þá erum við að færast frá layering tískunni sem tengist næntís og y2k æðinu sem við erum búin að vera að fylgjast með, sem einkennast af mörgum lögum af fatnaði. Nú held ég að lúkkið verði frekar „poppað“ upp með til dæmis jakka, skarti, aukahlutum eða skemmtilegum skóm.“ Sumarbrúðkaup Birna Hrönn Glimmer Björnsdóttir, eigandi brúðkaups viðburðaskrifstofunnar Pink Iceland: Birna Hrönn og Eva María giftu sig á Amalfi ströndinni á Ítalíu.Aðsend „Það langvinsælasta sem við hjá Pink Iceland erum að upplifa núna eru Destination Weddings eða áfangastaðabrúðkaup. Tengingin sem myndast þegar þú tekur gestahópinn út úr sínu daglega amstri og umhverfi og býrð til sameiginlega upplifun, hvort sem það er á sveitahóteli á Íslandi eða Spáni, er alveg einstök. Gestirnir lifa sig oft meira inn í augnablikið og kynnast betur heldur en bara á einni kvöldstund. Ég er búin að skipuleggja brúðkaup í 12 ár og þegar kom loksins að því að ég og konan mín giftum okkur vildum við líka upplifa töfrana sem við erum alltaf að skapa fyrir erlenda ferðamenn hérna heima. Birna segir áfangastaðabrúðkaup mjög vinsæl, hvort sem það er sveitabrúðkaup á Íslandi eða á Spáni. Pink Iceland Við völdum Amalfi ströndina á Ítalíu fyrir athöfnina og skipulögðum svo vikuferðalag fyrir gestina okkar, meðal annars til Rómar og Napoli. Þetta var án efa stórkostlegasta ferð sem ég hef upplifað og ég veit að hún lifir góðu lífi í minningabankanum hjá gestunum okkar. Eftir að við hjá Pink Iceland gáfum það út að við værum að skipuleggja áfangastaðabrúðkaup fyrir Íslendinga á Ítalíu, Möltu og Spáni höfum við fengið frábærar móttökur og greinilegt að fólk er tilbúið að hugsa brúðkaup dáldið upp á nýtt. Það þarf þó ekki endilega að fara út fyrir landsteinana til að upplifa svona stemningu, staður sem er nýbúinn að opna eftir nokkurt hlé er Hlaðan á Sveitasetrinu Brú, við finnum fyrir miklum áhuga á honum enda fullkomin staðsetning rétt fyrir utan Reykjavík. Sveitasetrið Brú er vinsæll staður fyrir brúðkaup hjá Pink Iceland.Kristín María Þar er góð gistiaðstaða fyrir gesti, hægt að bóka tvær nætur þar sem fyrra kvöldið er grill, varðeldur og meiri útilegustemning. Daginn eftir er svo hægt að hafa athöfnina á enginu fyrir utan Hlöðuna eða inni og svo halda flotta veislu og gott ball fram á nótt.“ Sumar gönguleiðir eru sumargönguleiðir Hjalti Freyr Halldórsson og Vífill Traustason hjá Fjallhalla Adventures: Steinar Örn Erluson leiðsögumaður, Elísabet Ýr Guðjónsdóttir leiðsögukona og Vífill Traustason leiðsögumaður og meðeigandi FJallhalla á toppi Botnsúlna.Aðsend Vinsælar fjallgöngur í sumar „Úff, það er af nógu að taka. Af þessum sem eru aðeins meira ævintýri en Esjan og Úlfarsfell eru Kerlingarfjöll alltaf vinsæl með mögnuðu jarðvarmalitina. Grænihryggur er eins og úr öðrum heimi og mikið inhouse favorite sem vex í vinsældum hvert sumar. Þó að margir séu búnir með hann og hann sé frekar fjölfarinn á góðum dögum er Fimmvörðuháls alltaf klassískur. Svo er Stórurð og Víknaslóðir fyrir austan, „falda/leyni“ gangan sem túrista Instagrammið er ekki alveg komið inn á og við dýrkum.“ Hjalti Freyr segir Fimmvörðuhálsinn alltaf klassíska gönguleið á sumrin.Aðsend Göngur fyrir byrjendur „Byrjendagönguhópar eru frábær leið til að koma sér af stað í öruggu umhverfi og flottum félagsskap, það er nóg af þeim á höfuðborgarsvæðinu. Klassísku fjöllin og fellin eru Úlfarsfell, Helgafell í Hafnarfirði og Mosó, Mosfell, Búrfell/Búrfellsgjá, skýrir slóðar og þægilegt að rata. Svo er Sogin á Reykjanesinu það sem við köllum „Litlu Landmannalaugar“ algjör „falin“ perla í bakgarðinum okkar.“ Vinsælar og krefjandi göngur „Snæfellsjökull í miðnætursólinni, Grænihryggur fær líka annað atkvæði hér. Botnsúlur í Hvalfirðinum og Hvammsvík sjóböð combo-ið okkar steinlá og svo Hornstrandir á Vestfjörðum og Víknaslóðir fyrir austan ef fólk hefur nokkra daga til að tengjast náttúrunni og losna frá mannmergðinni.“ Hægt er að ganga upp á Snæfellsjökul í miðnætursólinni.Aðsend Undirbúningur fyrir erfiðari göngur „Setja saman smá prógramm, reima á sig skóna reglulega og fara í allavega eina til tvær göngur á mánuði. Byrja á hæfilega léttu og vinna sig upp. Vera með réttan búnað, gott nesti og kynna sér veðurspána vel af því að íslensk veðrátta uppi á krefjandi fjöllum auðmýkir fólk fljótt. Gott að hafa með sér leiðsögumann ef fólk er ekki reynslumikið, þú vilt ekki vera í kvöldfréttunum af því Björgunarsveitin þurfti að sækja þig.“ Stórurð er í miklu uppáhaldi hjá Fjallhöllu.Aðsend Matur Tíska og hönnun Hár og förðun Tónlist Menning Brúðkaup Drykkir Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira
Sumarhreyfing Sandra Björg Helgadóttir, þjálfari og stofnandi Absolute training: Sandra Björg Helgadóttir þjálfari með meiru ætlar að vera dugleg að hreyfa sig úti í sumar.Instagram @sandrahelga Minni öfgar og meira jafnvægi yfir sumartímann „Mér finnst þjálfarar vera að leggja meiri áherslu á langtíma árangur og vera að hjálpa fólki að skapa sér árangursríkan lífsstíl í staðinn fyrir að vera í þessum átökum sem voru svo vinsæl áður fyrr. Það er frábært að sjá þessa áherslubreytingu hjá þjálfurum og hvernig hún skilar sér til iðkenda. Þetta leiðir til þess að fólk heldur sér frekar í æfingarútínu yfir sumartímann, því það hefur yfir lengri tíma náð að skapa venjur sem er raunhæft að viðhalda allan ársins hring í öllum aðstæðum. Hvort sem það er álag í vinnunni eða sumarfrí úti á landi.“ Sandra segist sjá jákvætt trend í hreyfingunni þar sem fólk er að setja sér raunhæfari markmið. Þá mælir hún með því að fólk hreyfi sig utan dyra í sumar.Aðsend Heitir og mjúkir tímar „Jóga æðið er búið að vera til staðar í þónokkurn tíma núna og virðist í raun bara vera að aukast. Allra vinsælustu tímarnir bæði hérna úti í LA þar sem ég er búsett og heima á Íslandi eru heitir og mjúkir tímar. Sjálf hef ég mest verið að sækja Barre tíma sem eru engin nýjung en það er klárlega ný kynslóð að kynnast þessu æfingaformi og allir tímar stútfullir, sem er frábært.“ Sandra segir fjallgöngur frábæra leið til að hreyfa sig á sumrin.Getty Útivera og andleg heilsa „Hreyfing utandyra jókst töluvert þegar líkamsræktarstöðvar lokuðu í heimsfaraldrinum og það er eitt af því góða sem kom út úr þeim erfiða tíma. Sjálf fór ég að ganga miklu meira á fjöll og nýta allt það frábæra sem Ísland hefur upp á að bjóða. Hreyfing utandyra hefur óteljandi jákvæð áhrif á okkur líkamlega og andlega. Sem er einmitt það síðasta sem ég vildi nefna, er að fólk er meira farið að stunda líkamsrækt fyrir vellíðan umfram útlitslegan árangur. Það er enn eitt trendið sem mér finnst vera frábær þróun.“ Kokteilar í sumarpartýið Oddur Atlason, rekstrarstjóri Petersen svítunnar: Oddur Atlason lumar á ýmsum sumarlegum drykkjarhugmyndum.Aðsend „Starfs míns vegna þarf ég ekki að heyra fréttir af því að lóan sé komin eða lesa um vorboðann Hönnunar„mars“. Ég veit að vorið er að ganga í garð þegar ég fer að verða spurður um exótískar tegundir af hvítvíni, hvaða rósavín ég sé nú með í glösum eða þá hvort ég sé ekki með kokteila á happy hour. Það jafnast fátt á við vorið í barbransanum. Líkt og undanfarin ár finn ég að fólk sækist mest í drykki í lægri alkóhólprósentu. Sama hvort það er hinn hefðbundni Aperol Spritz, Hugo Spritz eða Limoncello Spritz þá eru spritz drykkirnir alltaf vinsælir. Einnig er ég mjög spenntur fyrir því að drekka góðan vermouth annað hvort á klaka eða í tonic. Aperol Spritz er vinsæll sumardrykkur.Getty Það sem kom mér mest á óvart um daginn og verður klárlega fordrykkurinn í mínum matarboðum í sumar var Graham’s Port Blend no 5. Eðal hvítt púrtvín blandað í tonic með sítrónusneið og myntulaufi. Ekki hefði ég haldið að ég færi að mæra púrtvín og hvað þá sem blöndu en tímarnir breytast og mennirnir með! Óáfengi kokteillinn minn er síðan Fever Tree Aromatic Tonic borið fram í flautu með sítrónuberki.“ Sumarmatur Sindri Guðbrandur Sigurðsson, kokkur ársins 2023: Sindri Guðbrandur var valinn kokkur ársins 2023.Aðsend „Aðal trendið í sumar verður að grilla. Ég mæli með því að grilla með kolum til að ná sem besta bragðinu fram og velja gæða hráefni sem við vitum hvaðan kemur. Svo hvet ég fólk til að gera meira úr meðlætinu, grilla grænmetið og leggja álpappírinn til hliðar.“ Sindri hvetur fólk til að grilla grænmetið í sumar og leggja álpappírinn til hliðar.Getty Sumarförðun Heiður Ósk Eggertsdóttir, eigandi Reykjavík Makeup School: Heiður Ósk segir að dúkkulísu bleikur litur verði vinsæll á kinnunum í sumar.Aðsend Bronzing dropar „Dropar sem þú notar undir, yfir eða mixar ofan í farðann þinn. Það eru allir að nota bronzing dropa og verður það eitt það heitasta í sumar, sérstaklega þar sem þekjan er alltaf aðeins minni á sumrin. Þetta gerir mann ótrúlega frískan í framan.“ Body Glow „Highlighter og instant tan verða út um allt í sumar. Ljómandi vörur sem hægt er að skola af í sturtunni. Hvort sem það er einungis ljómi eða ljómi með smá brúnku í þá verða allir og ömmur þeirra með body glow on point í sumar.“ Skin Tint „Skin Tint er hybrid týpa af serumi og farða. Við munum sjá minni þekju og húðina koma meira í gegnum farðann í sumar. Með því að nota Skin Tint erum við að leyfa húðinni að vera náttúrulegri, meira ljómandi og frískari. Mörg Skin Tint eru einnig með hátt SPF sem skemmir alls ekki fyrir.“ View this post on Instagram A post shared by HI beauty (@the_hibeauty) Krem og fljótandi vörur „Við erum búin að vera að sjá mjög mikið af krem vörum og fljótandi vörum fyrir húðina. Má þar nefna krem kinnalit, krem bronzer og fljótandi ljómavörur og mun það ekki gefa neitt eftir í sumar. Litatónarnir í kinnalitunum munu vera bland af kóral, berjableikum og dúkkulísu bleikum (baby doll pink).“ Fljótandi ljómavörur verða að sögn Heiðar vinsælar í sumar og létt förðun yfir andlit. Hér má sjá slíka förðun sem Heiður gerði á fyrirsætuna Ísabellu.Aldís Pálsdóttir Náttúruleg augnhár „Gerviaugnhárin fá smá hvíld í sumar en það er í raun vegna þess að svo margir eru byrjaðir að nota augnhára serum sem lengir, þykkir og gerir meira úr okkar náttúrulegu augnhárum. Ég spái því að flestir muni frekar splæsa í góðan augnhárabrettara og góðan vatnsheldan maskara til að halda augnhárunum fallega brettum í allt sumar.“ Lip Oils „Á vörunum munum við sjá varablýanta blandaða við varaolíur. Brúntóna varir halda áfram vinsældum sínum en varaolíur munu líklega vera í öllum veskjum í sumar.“ Ljós eyeliner „Ljós eyeliner í votlínu er algjört must have fyrir sumarið. Þetta heita comeback mun fylgja okkur út sumarið. Ég mæli með að kaupa ljósbleikan eða ljós beige litaðan í staðinn fyrir hvítan. Það er mun náttúrulegra, stækkar augun og maður lítur út fyrir að hafa fengið nokkra auka klukkutíma í svefn, sem við hötum ekki.“ Heiður segir að skærir litir á augum verði vinsælt trend í sumar.Getty Lime light/skærir litir „Við erum að fara að sjá skæra liti á augunum í sumar. Ég er búin að vera að sjá ótrúlega mikið af lime grænum en sá litur er fyrir þá sem þora. Hvort sem það er verið að útfæra græna sem grafískan eyeliner eða yfir allt augnlokið er ótrúlega skemmtilegt að sjá hvernig þeir eru að koma út með náttúrulegu þekjunni á húðinni.“ Freknur „Ég verð að spá því að freknuæðið haldi áfram. Förðunarmerkin eru að keppast við að gera bestu freknu vöruna og erum við farin að sjá freknupennana hjá öllum helstu merkjunum í dag. Hvort sem þú sért með alvöru eða gervi freknur þá munum við sjá þær skína sínu skærasta í sumar.“ Freknuförðun eftir Heiði á fyrirsætuna Ísabellu.Aldís Pálsdóttir Sumarhár Magnús Andri Ólafsson/Slakur Barber, rakari hjá Studio 110: Magnús Andri er jafnan þekktur sem Slakur Barber í hárbransanum.Aðsend „Sumarklippingin í ár er án efa skipt í miðju og taper fade eða messy lúkk og smá lubbi. Buzzcut og hátt fade er reyndar sumarklippingin öll sumur og það verður aldrei úrelt að krúnuraka sig á sumrin. Svo er það að koma til baka að menn eru að safna hári og rokka gamla góða fabioinn eða eins og ég, Fernando Torres '09.“ Fótboltamaðurinn Fernando Torres árið 2009.Etsuo Hara/Getty Images Hildur Ösp, hársnyrtimeistari stjarnanna: Hildur Ösp hársnyrtimeistari hefur unnið að ýmsum myndatökum bæði hér heima og erlendis ásamt því að hafa unnið með raunveruleikastjörnum, tónlistarfólki og leikurum. Aðsend „Bob klippingar eru að koma aftur í alls konar útfærslu; stuttur, skarpur þungur bob, léttari bob með styttum og jafnvel með topp eða gardínutopp ef það fer andlitsfallinu. Alls kyns útfærsla af Bob klippingu verður vinsæl í sumar.Getty Butterfly cut mun vera vinsælt eins og hefur verið á samfélagsmiðlum síðustu vikur; það eru frekar stuttar styttur að framan og síðari styttur að aftan. Mjög fallegt að stílisera hárið með mjúkum blástursliðum eða svokölluðu blowout. Einnig er unnið með ósýnilegar styttur sem eru inní hárinu og gefur því léttleika og hreyfingu. Hár eftir Hildi Ösp með lit sem krefst lítils viðhalds og er með svokallaðar ósýnilegar styttur.Aðsend Ég hef líka verið að sjá mismunandi útfærslu af hárlengingum, hártoppum og hárkollum, til dæmis: Clips-in - Viðskiptavinur setur sjálfur í sig til að fá síðara eða þykkara hár Tape-in - sett í af fagmanni á hársnyrtistofu Clip-in tögl: viðskiptavinur setur hárið sitt í tagl og festir síðara tagl við Gylltir og hlýrri tónar eru að taka við af heil aflitaða ösku kalda litnum. Mikið er um hunangslitinn og mjúkan kopar ásamt því að vera með hárlit sem krefst lítils viðhalds, til dæmis dýpri rót og ljósari endar, þó meira út í sveppalit frekar en ljós aflitaða enda.Í dekkri litum þá er aðeins verið að færast úr súkkulaðibrúna með smá ljósri hreyfingu í endum yfir í dekkri enda sem er einhvers konar djúpur espresso litur með fallegum glans. Náttúrulegt hár með „messy“ (úfnu) ívafi. Sama hvort það seu krullur eða slétt, sítt eða stutt, og sama hversu skapandi klipping er, eins og mullet, shag og þess háttar, þá er „un-done“ hár málið. Setja réttu efnin í hárið, kreista, hrista og voila! En svo skiptir auðvitað mestu máli að fylgja hárgerðinni sinni og hjálpa hárinu að vera upp á sitt besta án mikillar fyrirhafnar.“ Hlýir tónar og skemmtileg klipping eftir Hildi Ösp.Aðsend Sumartónlist Ragga Hólm, plötusnúður og Reykjavíkurdóttir: Ragga Hólm, plötusnúður og Reykjavíkurdóttir, segir að Latino tónlist sé alltaf vinsæl yfir sumartímann.Aðsend „Ég hef alltaf hallast meira að hip hop tónlist en nokkru öðru en ég sé það meira og meira í dag að einfaldleikinn skorar alltaf hæst þegar ég er að spila fyrir fólk, sérstaklega á árshátíðum og stærri partíum. Íslensk tónlist skorar þar lang hæst. Klippa: Ragga Hólm og Margrét Rán ft. Emmsjé Gauti - Það er komið sumar Það breytir því þó ekki að góður hip hop listi er góður hip hop listi. Ekki skemmir fyrir hvað það eru ótrúlega margar nýjar konur á blaði. Rosalia er að gera virkilega góða hluti, SZA og Coi Leray. Nýja platan hennar Beyoncé er líka búin að vera á repeat síðan hún kom út í júlí í fyrra. Cuff it er eitt þægilegasta lag sem ég hef heyrt. Prófaðu að sitja með einn kokteil á svölunum og hækka þetta lag í botn. Ég hef líka tekið eftir því að Latino tónlist er að verða meira og meira körrent hjá fólki, sérstaklega yfir sumartímann. Það er yfirleitt þannig að það lítur út fyrir að fólk sé búið að fara á minnst fimm vikna Latino dansnámskeið þegar ég set létta Latino tóna á fóninn. Þið sjáið bara hvað tónlistarmenn eins og Farruko og J Balvin eru að skora hátt á íslenskum listum.“ Sumartíska Diana Rós Hanh Breckmann, stjörnustílisti: Díana hefur meðal annars starfað sem stílisti raunveruleikastjarnanna í þáttunum Æði og verið aðstoðarstílisti í tökum með tónlistarkonunni Björk.Instagram @dianabreckmann „Ég held að síð pils verði vinsæl í sumar, aðallega gallapils sem eru alveg bein í sniðinu, en líka síð einlit pils.“ Díana spáir því að síð bein gallapils verði vinsæl í sumar. Hér sést fyrirsætan Olivia Palermo klæðast slíku á tískuviku í París í mars. Edward Berthelot/Getty Images Skór „Ballerínu skórnir eru aðeins að gægjast inn núna. Það eru ekki margir sem eru aðdáendur af þeim en mér finnst þeir geggjaðir ef þeim er parað saman við rétta dressið, til dæmis ballerínu skór og lausar ljósar gallabuxur við. Hnéhá stígvél. Ég veit að þau detta aldrei úr tísku en ég held að við fáum að sjá fleiri útgáfur af þessari tísku í sumar, það er að segja hvernig þessu verður stíliserað saman við fötin. Stígvél sem eru aðeins í baggy kantinum og með meiri hæl en platform.“ Síð bein pils og svokallaðar statement flíkur verða vinsælar í sumar að sögn Díönu.Aðsend Töskur og skart „Kannski er það bara persónulegt en hef það á ég hef það á tilfinningunni að studs, eða gaddar, verði eitthvað í sumar. Töskur með studs smáatriðum þar sem gaddarnir verða þó meira í léttari kantinum og ekki alveg jafn pönkaðir. Leðurtöskur af nytjamörkuðum. Stórar hliðar leðurtöskur eða pleður (til dæmis Telfar og Aftur töskurnar) finnst mér vera svona up and coming, jafnvel mittistöskur líka. Meiri hentugleiki í tískunni, þægindi en flott lúkk á sama tíma. Díana telur þægindi og hentugleika verða í fyrirrúmi í sumartískunni.Getty Chunky skart. Mér finnst skart tískan aðeins hafa verið að færa sig frá punk inspired skartinu og næntís. Ég held að margt verði chunky í sumar, ég er að sjá stór bling kross hálsmen detta inn núna og stóru blómin sem eru mjög Birgitta Haukdal early 2000s. Ég er sjálf í leit eftir chunky gylltum hring eyrnalokkum (e. hoops).“ Fágaður stíll „Lúkk sem er í stíl er líka að trenda. Það getur verið hvað sem er, til dæmis denim on denim eða hvítt ofan á hvítt. Ég hef það á tilfinningunni að tískutrendin núna verði meira stíliseruð og fáguð, smá less is more stemning. Þá erum við að færast frá layering tískunni sem tengist næntís og y2k æðinu sem við erum búin að vera að fylgjast með, sem einkennast af mörgum lögum af fatnaði. Nú held ég að lúkkið verði frekar „poppað“ upp með til dæmis jakka, skarti, aukahlutum eða skemmtilegum skóm.“ Sumarbrúðkaup Birna Hrönn Glimmer Björnsdóttir, eigandi brúðkaups viðburðaskrifstofunnar Pink Iceland: Birna Hrönn og Eva María giftu sig á Amalfi ströndinni á Ítalíu.Aðsend „Það langvinsælasta sem við hjá Pink Iceland erum að upplifa núna eru Destination Weddings eða áfangastaðabrúðkaup. Tengingin sem myndast þegar þú tekur gestahópinn út úr sínu daglega amstri og umhverfi og býrð til sameiginlega upplifun, hvort sem það er á sveitahóteli á Íslandi eða Spáni, er alveg einstök. Gestirnir lifa sig oft meira inn í augnablikið og kynnast betur heldur en bara á einni kvöldstund. Ég er búin að skipuleggja brúðkaup í 12 ár og þegar kom loksins að því að ég og konan mín giftum okkur vildum við líka upplifa töfrana sem við erum alltaf að skapa fyrir erlenda ferðamenn hérna heima. Birna segir áfangastaðabrúðkaup mjög vinsæl, hvort sem það er sveitabrúðkaup á Íslandi eða á Spáni. Pink Iceland Við völdum Amalfi ströndina á Ítalíu fyrir athöfnina og skipulögðum svo vikuferðalag fyrir gestina okkar, meðal annars til Rómar og Napoli. Þetta var án efa stórkostlegasta ferð sem ég hef upplifað og ég veit að hún lifir góðu lífi í minningabankanum hjá gestunum okkar. Eftir að við hjá Pink Iceland gáfum það út að við værum að skipuleggja áfangastaðabrúðkaup fyrir Íslendinga á Ítalíu, Möltu og Spáni höfum við fengið frábærar móttökur og greinilegt að fólk er tilbúið að hugsa brúðkaup dáldið upp á nýtt. Það þarf þó ekki endilega að fara út fyrir landsteinana til að upplifa svona stemningu, staður sem er nýbúinn að opna eftir nokkurt hlé er Hlaðan á Sveitasetrinu Brú, við finnum fyrir miklum áhuga á honum enda fullkomin staðsetning rétt fyrir utan Reykjavík. Sveitasetrið Brú er vinsæll staður fyrir brúðkaup hjá Pink Iceland.Kristín María Þar er góð gistiaðstaða fyrir gesti, hægt að bóka tvær nætur þar sem fyrra kvöldið er grill, varðeldur og meiri útilegustemning. Daginn eftir er svo hægt að hafa athöfnina á enginu fyrir utan Hlöðuna eða inni og svo halda flotta veislu og gott ball fram á nótt.“ Sumar gönguleiðir eru sumargönguleiðir Hjalti Freyr Halldórsson og Vífill Traustason hjá Fjallhalla Adventures: Steinar Örn Erluson leiðsögumaður, Elísabet Ýr Guðjónsdóttir leiðsögukona og Vífill Traustason leiðsögumaður og meðeigandi FJallhalla á toppi Botnsúlna.Aðsend Vinsælar fjallgöngur í sumar „Úff, það er af nógu að taka. Af þessum sem eru aðeins meira ævintýri en Esjan og Úlfarsfell eru Kerlingarfjöll alltaf vinsæl með mögnuðu jarðvarmalitina. Grænihryggur er eins og úr öðrum heimi og mikið inhouse favorite sem vex í vinsældum hvert sumar. Þó að margir séu búnir með hann og hann sé frekar fjölfarinn á góðum dögum er Fimmvörðuháls alltaf klassískur. Svo er Stórurð og Víknaslóðir fyrir austan, „falda/leyni“ gangan sem túrista Instagrammið er ekki alveg komið inn á og við dýrkum.“ Hjalti Freyr segir Fimmvörðuhálsinn alltaf klassíska gönguleið á sumrin.Aðsend Göngur fyrir byrjendur „Byrjendagönguhópar eru frábær leið til að koma sér af stað í öruggu umhverfi og flottum félagsskap, það er nóg af þeim á höfuðborgarsvæðinu. Klassísku fjöllin og fellin eru Úlfarsfell, Helgafell í Hafnarfirði og Mosó, Mosfell, Búrfell/Búrfellsgjá, skýrir slóðar og þægilegt að rata. Svo er Sogin á Reykjanesinu það sem við köllum „Litlu Landmannalaugar“ algjör „falin“ perla í bakgarðinum okkar.“ Vinsælar og krefjandi göngur „Snæfellsjökull í miðnætursólinni, Grænihryggur fær líka annað atkvæði hér. Botnsúlur í Hvalfirðinum og Hvammsvík sjóböð combo-ið okkar steinlá og svo Hornstrandir á Vestfjörðum og Víknaslóðir fyrir austan ef fólk hefur nokkra daga til að tengjast náttúrunni og losna frá mannmergðinni.“ Hægt er að ganga upp á Snæfellsjökul í miðnætursólinni.Aðsend Undirbúningur fyrir erfiðari göngur „Setja saman smá prógramm, reima á sig skóna reglulega og fara í allavega eina til tvær göngur á mánuði. Byrja á hæfilega léttu og vinna sig upp. Vera með réttan búnað, gott nesti og kynna sér veðurspána vel af því að íslensk veðrátta uppi á krefjandi fjöllum auðmýkir fólk fljótt. Gott að hafa með sér leiðsögumann ef fólk er ekki reynslumikið, þú vilt ekki vera í kvöldfréttunum af því Björgunarsveitin þurfti að sækja þig.“ Stórurð er í miklu uppáhaldi hjá Fjallhöllu.Aðsend
Matur Tíska og hönnun Hár og förðun Tónlist Menning Brúðkaup Drykkir Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira