Viðbrögð Gunnars eftir súra upplifun séu aðdáunarverð: „Takk Gunnar“ Aron Guðmundsson skrifar 10. maí 2023 15:01 Kristinn Óskarsson (til hægri) er ánægður með það hvernig Gunnar Magnússon (til vinstri), þjálfari karlaliðs Aftureldingar í handbolta, kom frá sér gagnrýni á störf dómara í leik liðsins gegn Haukum á dögunum Vísir/Samsett mynd Körfuknattleiksdómarinn Kristinn Óskarsson þakkar Gunnar Magnússyni, þjálfara karlaliðs Aftureldingar í handbolta fyrir yfirvegaða og sanngjarna gagnrýni hans á störf dómara í leik Aftureldingar og Hauka í Olís deild karla á dögunum. Kristinn ritar í dag pistil sem hann birtir á samfélagsmiðlinum Facebook og ber nafnið „Að gagnrýna dómara og störf þeirra.“ Pistilinn ritar Kristinn í kjölfar viðtals sem tekið var við Gunnar Magnússon, þjálfara Hauka í útsendingu Stöðvar 2 Sport eftir leik Hauka og Aftureldingar í úrslitakeppni Olís deildarinnar í handbolta. Í viðtalinu átti Gunnar mjög erfitt með sig eftir umdeildan endi á öðrum leik liðanna í umræddri úrslitakeppni en leiknum lauk með eins marks sigri Hauka sem náðu um leið að jafna einvígið gegn Aftureldingu. Haukar skoruðu sigurmarkið á lokasekúndum leiksins en í aðdraganda marksins mátti klárlega sjá að brotið var á leikmanni Aftureldingar, eitthvað sem fór fram hjá dómurum leiksins. „Ég held að það sjái það allir í húsinu að auðvitað var þetta vara fríkast,“ sagði Gunnar í viðtalinu og bætti við: „Auðvitað hljóta dómararnir að vera svekktastir af öllum hérna og svekktari en við. Horfðu bara á þetta. Guð minn almáttugur.“ „Dómarar þrá faglega gagnrýni“ Viðtalið við Gunnar vakti athygli hjá Kristni Óskarssyni, einum reynslumesta körfuknattleiksdómara landsins og tjáir hann sig um það í pistli á Facebook. „Ég veit ekki hversu oft ég hef heyrt að dómarar bregðist illa við gagnrýni, að þeir þoli hana illa og vilji hana ekki. "Það má ekki gagnrýna dómara!". Þetta er frasinn. Fátt er meira fjarri sanni,“ skrifar Kristinn í pistli sínum. Kristinn Óskarsson að störfum sem dómari. Hér ræðir hann við Helga Magnússon, þjálfara KR.Vísir/Vilhelm Kristinn segir dómara þrá faglega gagnrýni, gagnrýni sem byggi á þekkingu og greiningu og hafi þann tilgang að bjóða upp á lærdóm, visku og þroska. „Þjálfarar eru ráðnir til að ná árangri í íþróttum og gæta hagsmuna síns liðs. Hámarka sigurlíkur. Það er því innbundið í kerfið að þeir verða reglulega fyrir vonbrigðum með að ná ekki fram markmiðum sínum. Oftast er það vegna þess að andstæðingurinn var betri, amk í þessum leik.“ Svo geti ýmis óvænt atvik, eins og meiðsli og forföll sett strik í reikninginn. „Að maður tali nú ekki um þjálfunina, undirbúninginn, liðsuppstillingu, taktík, skiptingar og annað sem þjálfarinn ber ábyrgð á og getur farið úrskeiðis. Og svo dómgæslan.“ Yfirvegun og sanngirni Gunnars sé aðdáunarverð Mistök dómara séu viðurkenndur hluti af leiknum. „Alveg þangað til okkar eigið lið ber skarðan hlut frá borði. Þá eru þau óásættanleg og ýmsar hugsanir sækja á. Ekki alltaf allar fallegar. Mistök dómara hafa þann leiða fylgifisk að bitna á öðru liðinu (jafnast út yfir tíma vonar fólk).“ Gunnar Magnússon á hliðarlínunniVísir/Hulda Margrét Og snýr Kristinn sér þá að viðtalinu við Gunnar Magnússon. „Hann er sannfærður um að dómarar hafi gert mistök sem mögulega höfðu áhrif á úrslit leiks. En yfirvegun hans og sanngirni þegar hann nálgast efnið er aðdáunarverð. Gagnrýnin er skýr og hann sendir ábyrgðina þangað sem hann telur hana eiga heima. Hann má það.“ Það megi allir hafa skoðun á dómgæslu. „Það má fjalla um dómgæslu þegar upp á vantar. Það er bara hægt að gera það með reisn og virðingu. Takk Gunnar (þekki manninn ekkert).“ Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 29-28 | Ótrúleg dramatík þegar Haukar jöfnuðu metin Haukar hafa jafnað metin gegn Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Haukar unnu dramatískan sigur þökk sé flautumarki eftir að hafa af því virðist hafa hent frá sér sigrinum undir lok leiks. Dramatík af bestu gerð. 8. maí 2023 21:15 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Fleiri fréttir „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Sjá meira
Kristinn ritar í dag pistil sem hann birtir á samfélagsmiðlinum Facebook og ber nafnið „Að gagnrýna dómara og störf þeirra.“ Pistilinn ritar Kristinn í kjölfar viðtals sem tekið var við Gunnar Magnússon, þjálfara Hauka í útsendingu Stöðvar 2 Sport eftir leik Hauka og Aftureldingar í úrslitakeppni Olís deildarinnar í handbolta. Í viðtalinu átti Gunnar mjög erfitt með sig eftir umdeildan endi á öðrum leik liðanna í umræddri úrslitakeppni en leiknum lauk með eins marks sigri Hauka sem náðu um leið að jafna einvígið gegn Aftureldingu. Haukar skoruðu sigurmarkið á lokasekúndum leiksins en í aðdraganda marksins mátti klárlega sjá að brotið var á leikmanni Aftureldingar, eitthvað sem fór fram hjá dómurum leiksins. „Ég held að það sjái það allir í húsinu að auðvitað var þetta vara fríkast,“ sagði Gunnar í viðtalinu og bætti við: „Auðvitað hljóta dómararnir að vera svekktastir af öllum hérna og svekktari en við. Horfðu bara á þetta. Guð minn almáttugur.“ „Dómarar þrá faglega gagnrýni“ Viðtalið við Gunnar vakti athygli hjá Kristni Óskarssyni, einum reynslumesta körfuknattleiksdómara landsins og tjáir hann sig um það í pistli á Facebook. „Ég veit ekki hversu oft ég hef heyrt að dómarar bregðist illa við gagnrýni, að þeir þoli hana illa og vilji hana ekki. "Það má ekki gagnrýna dómara!". Þetta er frasinn. Fátt er meira fjarri sanni,“ skrifar Kristinn í pistli sínum. Kristinn Óskarsson að störfum sem dómari. Hér ræðir hann við Helga Magnússon, þjálfara KR.Vísir/Vilhelm Kristinn segir dómara þrá faglega gagnrýni, gagnrýni sem byggi á þekkingu og greiningu og hafi þann tilgang að bjóða upp á lærdóm, visku og þroska. „Þjálfarar eru ráðnir til að ná árangri í íþróttum og gæta hagsmuna síns liðs. Hámarka sigurlíkur. Það er því innbundið í kerfið að þeir verða reglulega fyrir vonbrigðum með að ná ekki fram markmiðum sínum. Oftast er það vegna þess að andstæðingurinn var betri, amk í þessum leik.“ Svo geti ýmis óvænt atvik, eins og meiðsli og forföll sett strik í reikninginn. „Að maður tali nú ekki um þjálfunina, undirbúninginn, liðsuppstillingu, taktík, skiptingar og annað sem þjálfarinn ber ábyrgð á og getur farið úrskeiðis. Og svo dómgæslan.“ Yfirvegun og sanngirni Gunnars sé aðdáunarverð Mistök dómara séu viðurkenndur hluti af leiknum. „Alveg þangað til okkar eigið lið ber skarðan hlut frá borði. Þá eru þau óásættanleg og ýmsar hugsanir sækja á. Ekki alltaf allar fallegar. Mistök dómara hafa þann leiða fylgifisk að bitna á öðru liðinu (jafnast út yfir tíma vonar fólk).“ Gunnar Magnússon á hliðarlínunniVísir/Hulda Margrét Og snýr Kristinn sér þá að viðtalinu við Gunnar Magnússon. „Hann er sannfærður um að dómarar hafi gert mistök sem mögulega höfðu áhrif á úrslit leiks. En yfirvegun hans og sanngirni þegar hann nálgast efnið er aðdáunarverð. Gagnrýnin er skýr og hann sendir ábyrgðina þangað sem hann telur hana eiga heima. Hann má það.“ Það megi allir hafa skoðun á dómgæslu. „Það má fjalla um dómgæslu þegar upp á vantar. Það er bara hægt að gera það með reisn og virðingu. Takk Gunnar (þekki manninn ekkert).“
Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 29-28 | Ótrúleg dramatík þegar Haukar jöfnuðu metin Haukar hafa jafnað metin gegn Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Haukar unnu dramatískan sigur þökk sé flautumarki eftir að hafa af því virðist hafa hent frá sér sigrinum undir lok leiks. Dramatík af bestu gerð. 8. maí 2023 21:15 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Fleiri fréttir „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 29-28 | Ótrúleg dramatík þegar Haukar jöfnuðu metin Haukar hafa jafnað metin gegn Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Haukar unnu dramatískan sigur þökk sé flautumarki eftir að hafa af því virðist hafa hent frá sér sigrinum undir lok leiks. Dramatík af bestu gerð. 8. maí 2023 21:15
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti