„Það er Alma sem slær tóninn og hinir elta“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. maí 2023 23:30 Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður leigjendasamtakanna gefur lítið fyrir málsvörn leigusala. Vísir/Vilhelm Formaður Samtaka leigjenda segir ekki rétt að Alma leigufélag sé ekki verðleiðandi á leigumarkaði hér á landi. Alma slái tóninn með hækkunum og almennir leigusalar elti. Hann hvetur leigjendur hjá Ölmu til að hafna hækkunum félagsins. Tilefnið er pistill Gunnars Þórs Gíslasonar, stjórnarformanns leigufélagsins Ölmu sem birtist á Vísi í dag. Þar segir hann meðal annars að ósanngjarnt sé að ætla að einstök dæmi um miklar hækkanir á leiguverði eigi við um allan markaðinn. Alma sé á engan hátt verðleiðandi á leigumarkaðnum, með einungis fjögurra prósenta markaðshlutdeild. Segir leigendur geta hafnað hækkunum Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, ræddi pistil Gunnars Þórs í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Hlusta má á viðtalið neðst í fréttinni. „Nú er það bara svo að langstærstur hluti þeirra erinda sem við fáum inn þar sem fólk er mjög hrætt um stöðu sína eru leigjendur frá Ölmu, sem eru að fá miklar hækkanatilkynningar og þetta er að hrúgast inn hjá þeim akkúrat núna.“ Guðmundur segir að Samtök leigjenda túlki húsaleigulög þannig að ef að leigusali ætli að hækka húsaleigu við núverandi eiganda þá þurfi hann að sýna leigjandanum fram á að hann þurfi þess, sé miðað við 53. grein húsaleigulaga þar sem forgangsréttur leigenda sé tryggður. „Ef leigusambandið heldur áfram þá má hann ekki hækka leigusamninginn nema hann sýni fram á að hann þurfi þess. Þá getur hann annað hvort gert það með því að líta á markaðsverð á svipaðri eign á sama stað eða sýna fram á kostnaðarauka. Þeir gera það bara ekki og ég hvet bara leigjendur Ölmu til þess að hafna hækkunum fyrirtækisins vegna þess að það er holskefla í gangi núna.“ Segir Ölmu markaðsráðandi Guðmundur segir samtökin ekki fá slík erindi vegna annarra leigufélaga. Meira og minna séu það allt leigjendur Ölmu sem leiti til samtakanna. „Þetta eru meira og minna allt leigjendur Ölmu sem að blöskrar þessar hækkanir sem eru langt umfram verðlag. Þetta félag hefur mikil áhrif,“ segir Guðmundur. „Þó að hann nefni þarna í greininni að félagið sé nú bara fjögur prósent af markaðnum, þá er þetta markaðsráðandi félag. Þetta er markaðsráðandi félag bæði varðandi þróun á húsnæðisleigu og ekkert síður þróun á fasteignaverði.“ Almennir leigusalar hækki líka Aðspurður um almenna leigusala á markaði og hvort þeirra hækkanir séu sambærilegar hækkunum Ölmu segir Guðmundur að verðlagseftirlit samtakanna sýni fram á það. „Við erum að sjá það að húsaleiga hefur hækkað tugi prósenta umfram það sem hin opinbera vísitala segir sem þýðir að hinn venjulegi leigusali hann er að fylgja þessari þróun. Það er Alma sem slær tóninn og hinir elta vegna þess að það er svo mikill skortur og svo mikil samkeppni um íbúðir að leigusalar sjá tækifæri í því að hækka húsaleigu.“ Hann segir af og frá að betra ástand sé á leigumarkaði í dag heldur en áður. Tölur og kannanir sýni fram á það. „Við erum að fá hérna kannanir trekk í trekk í trekk sem sýna fram á alveg skelfilega stöðu leigenda. Skelfilega stöðu og félagslegan harm.“ Leigumarkaður Húsnæðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Tilefnið er pistill Gunnars Þórs Gíslasonar, stjórnarformanns leigufélagsins Ölmu sem birtist á Vísi í dag. Þar segir hann meðal annars að ósanngjarnt sé að ætla að einstök dæmi um miklar hækkanir á leiguverði eigi við um allan markaðinn. Alma sé á engan hátt verðleiðandi á leigumarkaðnum, með einungis fjögurra prósenta markaðshlutdeild. Segir leigendur geta hafnað hækkunum Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, ræddi pistil Gunnars Þórs í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Hlusta má á viðtalið neðst í fréttinni. „Nú er það bara svo að langstærstur hluti þeirra erinda sem við fáum inn þar sem fólk er mjög hrætt um stöðu sína eru leigjendur frá Ölmu, sem eru að fá miklar hækkanatilkynningar og þetta er að hrúgast inn hjá þeim akkúrat núna.“ Guðmundur segir að Samtök leigjenda túlki húsaleigulög þannig að ef að leigusali ætli að hækka húsaleigu við núverandi eiganda þá þurfi hann að sýna leigjandanum fram á að hann þurfi þess, sé miðað við 53. grein húsaleigulaga þar sem forgangsréttur leigenda sé tryggður. „Ef leigusambandið heldur áfram þá má hann ekki hækka leigusamninginn nema hann sýni fram á að hann þurfi þess. Þá getur hann annað hvort gert það með því að líta á markaðsverð á svipaðri eign á sama stað eða sýna fram á kostnaðarauka. Þeir gera það bara ekki og ég hvet bara leigjendur Ölmu til þess að hafna hækkunum fyrirtækisins vegna þess að það er holskefla í gangi núna.“ Segir Ölmu markaðsráðandi Guðmundur segir samtökin ekki fá slík erindi vegna annarra leigufélaga. Meira og minna séu það allt leigjendur Ölmu sem leiti til samtakanna. „Þetta eru meira og minna allt leigjendur Ölmu sem að blöskrar þessar hækkanir sem eru langt umfram verðlag. Þetta félag hefur mikil áhrif,“ segir Guðmundur. „Þó að hann nefni þarna í greininni að félagið sé nú bara fjögur prósent af markaðnum, þá er þetta markaðsráðandi félag. Þetta er markaðsráðandi félag bæði varðandi þróun á húsnæðisleigu og ekkert síður þróun á fasteignaverði.“ Almennir leigusalar hækki líka Aðspurður um almenna leigusala á markaði og hvort þeirra hækkanir séu sambærilegar hækkunum Ölmu segir Guðmundur að verðlagseftirlit samtakanna sýni fram á það. „Við erum að sjá það að húsaleiga hefur hækkað tugi prósenta umfram það sem hin opinbera vísitala segir sem þýðir að hinn venjulegi leigusali hann er að fylgja þessari þróun. Það er Alma sem slær tóninn og hinir elta vegna þess að það er svo mikill skortur og svo mikil samkeppni um íbúðir að leigusalar sjá tækifæri í því að hækka húsaleigu.“ Hann segir af og frá að betra ástand sé á leigumarkaði í dag heldur en áður. Tölur og kannanir sýni fram á það. „Við erum að fá hérna kannanir trekk í trekk í trekk sem sýna fram á alveg skelfilega stöðu leigenda. Skelfilega stöðu og félagslegan harm.“
Leigumarkaður Húsnæðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira