Sara Björk: Mjög margar konur hafa haft samband og þakkað mér fyrir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2023 08:31 Sara Björk Gunnarsdóttir er ánægð með lífið á ítalíu en hún fær góðan stuðning frá Juventus. Getty/Jonathan Moscrop Sara Björk Gunnarsdóttir hefur fundið sig vel hjá ítalska félaginu Juventus eftir leiðinleg endalok sín hjá franska liðinu Lyon. Hún segist hafa fengið frábæran stuðning hjá félaginu og Juve fólk er líka stolt af því að geta vakið athygli á réttindabaráttu Söru fyrir knattspyrnukonur alls staðar í heiminum. Juventus birti á miðlum sínum stutta heimildarmynd um sögu Söru og baráttu hennar fyrir réttindum knattspyrnukvenna til að eignast barn. Myndin heitir: Sara Gunnarsdottir | My Greatest Achievement eða Sara Gunnarsdóttir: Mesta afrekið mitt. View this post on Instagram A post shared by Juventus Women (@juventuswomen) Sara segir þá frá hvernig síðustu ár hafa verið og hvað gekk á hjá Lyon þegar hún komst að því að hún væri ófrísk. Sara Björk þurfti að leita réttar síns hjá dómstólum til að fá greitt laun í fæðingarorlofi sínu og vann það má á endanum með góðum stuðningi frá Alþjóðlegu leikmannasamtökunum. Sara segir frá því að Lyon hafi stutt við hana í byrjun, bæði í fréttatilkynningu sem og í samtölum við hana sjálfa en þegar á hólminn var komið þá fékk hún ekki launin sín. Sara æfði á fullu fram á áttunda mánuð og gerði allt til þess að geta komið til baka sem fyrst. Í heimildarmyndinni má sjá hana með Ragnari Frank sínum og þá er einnig viðtal við kærasta hennar Árna Vilhjálmsson. Árni tók sér hálfs árs frí frá fótboltaferli sínum til að styðja við bakið á sinni konu. Sara segir frá erfiðleikunum sem fylgja því að vera í raun ein með barnið á Ítalíu nú þegar Árni er farinn að spila í Litháen. Hún ræðir líka sérstaklega dómsmálið. „Þetta var mjög mikilvægt mál fyrir mig að vinna. Ekki bara fyrir mig heldur einnig fyrir aðra leikmenn til að sjá þetta svart á hvítu. Það er ekkert grátt svæði lengur. Þær þurfa ekki að hugsa sig um tvisvar um eða efast um hver réttindi þeirra eru,“ sagði Sara. „Er þetta mitt mesta afrek? Þetta var ekki eitthvað sem ég var að stefna að því ég vildi alls ekki þurfa að fara í gegnum allt þetta vesen. Þetta var mjög persónulegt og mjög erfið reynsla,“ sagði Sara. „Það var erfitt að segja frá og upplifa þetta aftur. Ég var vissulega að velta því fyrir mér hvort ég ætti að segja mína sögu eða ekki. En öll áhrifin sem það hafði á svo margar konur voru svo jákvæð. Mjög margar konur hafa haft samband og þakkað mér fyrir að koma með mína sögu fram í dagsljósið,“ sagði Sara. „Ég er mjög ánægð með að hafa gert það, ekki bara fyrir mig sjálfa heldur fyrir allar hinar konurnar þarna úti. Þær sjá nú möguleikann á að eignast barna á meðan ferillinn er í gangi,“ sagði Sara Björk en það má sjá alla heimildarmyndina hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=tFlp4sF5ofc">watch on YouTube</a> Ítalski boltinn Deila Söru Bjarkar og Lyon Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Sjá meira
Hún segist hafa fengið frábæran stuðning hjá félaginu og Juve fólk er líka stolt af því að geta vakið athygli á réttindabaráttu Söru fyrir knattspyrnukonur alls staðar í heiminum. Juventus birti á miðlum sínum stutta heimildarmynd um sögu Söru og baráttu hennar fyrir réttindum knattspyrnukvenna til að eignast barn. Myndin heitir: Sara Gunnarsdottir | My Greatest Achievement eða Sara Gunnarsdóttir: Mesta afrekið mitt. View this post on Instagram A post shared by Juventus Women (@juventuswomen) Sara segir þá frá hvernig síðustu ár hafa verið og hvað gekk á hjá Lyon þegar hún komst að því að hún væri ófrísk. Sara Björk þurfti að leita réttar síns hjá dómstólum til að fá greitt laun í fæðingarorlofi sínu og vann það má á endanum með góðum stuðningi frá Alþjóðlegu leikmannasamtökunum. Sara segir frá því að Lyon hafi stutt við hana í byrjun, bæði í fréttatilkynningu sem og í samtölum við hana sjálfa en þegar á hólminn var komið þá fékk hún ekki launin sín. Sara æfði á fullu fram á áttunda mánuð og gerði allt til þess að geta komið til baka sem fyrst. Í heimildarmyndinni má sjá hana með Ragnari Frank sínum og þá er einnig viðtal við kærasta hennar Árna Vilhjálmsson. Árni tók sér hálfs árs frí frá fótboltaferli sínum til að styðja við bakið á sinni konu. Sara segir frá erfiðleikunum sem fylgja því að vera í raun ein með barnið á Ítalíu nú þegar Árni er farinn að spila í Litháen. Hún ræðir líka sérstaklega dómsmálið. „Þetta var mjög mikilvægt mál fyrir mig að vinna. Ekki bara fyrir mig heldur einnig fyrir aðra leikmenn til að sjá þetta svart á hvítu. Það er ekkert grátt svæði lengur. Þær þurfa ekki að hugsa sig um tvisvar um eða efast um hver réttindi þeirra eru,“ sagði Sara. „Er þetta mitt mesta afrek? Þetta var ekki eitthvað sem ég var að stefna að því ég vildi alls ekki þurfa að fara í gegnum allt þetta vesen. Þetta var mjög persónulegt og mjög erfið reynsla,“ sagði Sara. „Það var erfitt að segja frá og upplifa þetta aftur. Ég var vissulega að velta því fyrir mér hvort ég ætti að segja mína sögu eða ekki. En öll áhrifin sem það hafði á svo margar konur voru svo jákvæð. Mjög margar konur hafa haft samband og þakkað mér fyrir að koma með mína sögu fram í dagsljósið,“ sagði Sara. „Ég er mjög ánægð með að hafa gert það, ekki bara fyrir mig sjálfa heldur fyrir allar hinar konurnar þarna úti. Þær sjá nú möguleikann á að eignast barna á meðan ferillinn er í gangi,“ sagði Sara Björk en það má sjá alla heimildarmyndina hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=tFlp4sF5ofc">watch on YouTube</a>
Ítalski boltinn Deila Söru Bjarkar og Lyon Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Sjá meira