Sjáðu dýrkeypta hoppið: „Mjög sárt og ósanngjarnt“ Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2023 12:00 Sigursteinn Arndal sýndi tilfinningar á hliðarlínunni í gærkvöld og það reyndist dýrkeypt á viðkvæmum tímapunkti í framlengingunni. VÍSIR/VILHELM Afar umdeilt atvik í framlengingu leiks FH og ÍBV í gærkvöld, þar sem Sigursteinn Arndal þjálfari FH fékk tveggja mínútna brottvísun, var til umræðu í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport eftir leik. Mínúta var eftir af fyrri hálfleik framlengingar, FH-ingar 28-27 yfir og að því er virtist að vinna boltann af Eyjamönnum, þegar dómarar leiksins refsuðu Sigursteini fyrir að æsa sig á hliðarlínunni. Sigursteinn hafði fengið gult spjald fyrr í leiknum en tveggja mínútna brottvísunin þýddi að FH var manni færra og Eyjamenn nýttu liðsmuninn til að komast yfir. Þeir unnu svo leikinn, 31-29, og sendu FH í sumarfrí. Sigursteinn hoppaði í tvígang þegar hann vildi undirstrika að leikmaður ÍBV hefði fengið boltann í fótinn, og að FH ætti því að fá aukakast. „Að taka upp á þessu á þessu augnabliki, að gefa Sigursteini Arndal tvær mínútur, finnst mér í besta falli glórulaust. Þetta er risastór ákvörðun,“ sagði Theódór Ingi Pálmason í Seinni bylgjunni, en umræðuna og atvikið örlagaríka má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Brottvísun þjálfara FH í framlengingu „Samkvæmt einhverri reglubók þá er hægt að réttlæta að þetta séu tvær mínútur. En við erum staddir í leik númer þrjú, í framlengingu, og hitinn ótrúlegur. Það var þvílík harka í leiknum, og ef dómararnir hefðu fylgt reglubókinni allan leikinn þá hefðu verið svona átta brottvísanir á hvort lið, slík var harkan, þannig að þeir voru að leyfa meira,“ sagði Theódór. „Hann er bara að sýna tilfinningar“ Stefán Árni Pálsson og Bjarni Fritzson sögðu dómarana hafa verið frábæra fram að þessum tímapunkti í leiknum en allir voru sammála um að þeir hefðu átt að sleppa brottvísuninni á Sigurstein. Sigursteinn kvaðst sjálfur í viðtali hafa brugðist sínu liði, en tók fram að handboltinn væri kominn á slæman stað ef að ekki mætti sýna tilfinningar eins og hann gerði. Bjarni kvaðst mikið á móti dómaratuði og sagði Sigurstein jafnan haga sér vel gagnvart dómurum: „En þarna ertu bara í framlengingu, tímabilið er undir, það er fótur, og þú bara missir þig í stemningunni. Mér fannst þetta mjög sárt. Þetta er ósanngjarnt. Hann er bara að sýna tilfinningar. Hann er bara að hoppa, berjast fyrir lífi sínu með liðinu. Horfið í gegnum fingur ykkar með þetta. Hann var ekki að ráðast að dómurunum endurtekið eða eitthvað slíkt. Þetta var bara: „Fótur! Komaaa!“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Seinni bylgjan FH Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Það er bara einn titill eftir“ Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Sjá meira
Mínúta var eftir af fyrri hálfleik framlengingar, FH-ingar 28-27 yfir og að því er virtist að vinna boltann af Eyjamönnum, þegar dómarar leiksins refsuðu Sigursteini fyrir að æsa sig á hliðarlínunni. Sigursteinn hafði fengið gult spjald fyrr í leiknum en tveggja mínútna brottvísunin þýddi að FH var manni færra og Eyjamenn nýttu liðsmuninn til að komast yfir. Þeir unnu svo leikinn, 31-29, og sendu FH í sumarfrí. Sigursteinn hoppaði í tvígang þegar hann vildi undirstrika að leikmaður ÍBV hefði fengið boltann í fótinn, og að FH ætti því að fá aukakast. „Að taka upp á þessu á þessu augnabliki, að gefa Sigursteini Arndal tvær mínútur, finnst mér í besta falli glórulaust. Þetta er risastór ákvörðun,“ sagði Theódór Ingi Pálmason í Seinni bylgjunni, en umræðuna og atvikið örlagaríka má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Brottvísun þjálfara FH í framlengingu „Samkvæmt einhverri reglubók þá er hægt að réttlæta að þetta séu tvær mínútur. En við erum staddir í leik númer þrjú, í framlengingu, og hitinn ótrúlegur. Það var þvílík harka í leiknum, og ef dómararnir hefðu fylgt reglubókinni allan leikinn þá hefðu verið svona átta brottvísanir á hvort lið, slík var harkan, þannig að þeir voru að leyfa meira,“ sagði Theódór. „Hann er bara að sýna tilfinningar“ Stefán Árni Pálsson og Bjarni Fritzson sögðu dómarana hafa verið frábæra fram að þessum tímapunkti í leiknum en allir voru sammála um að þeir hefðu átt að sleppa brottvísuninni á Sigurstein. Sigursteinn kvaðst sjálfur í viðtali hafa brugðist sínu liði, en tók fram að handboltinn væri kominn á slæman stað ef að ekki mætti sýna tilfinningar eins og hann gerði. Bjarni kvaðst mikið á móti dómaratuði og sagði Sigurstein jafnan haga sér vel gagnvart dómurum: „En þarna ertu bara í framlengingu, tímabilið er undir, það er fótur, og þú bara missir þig í stemningunni. Mér fannst þetta mjög sárt. Þetta er ósanngjarnt. Hann er bara að sýna tilfinningar. Hann er bara að hoppa, berjast fyrir lífi sínu með liðinu. Horfið í gegnum fingur ykkar með þetta. Hann var ekki að ráðast að dómurunum endurtekið eða eitthvað slíkt. Þetta var bara: „Fótur! Komaaa!“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Seinni bylgjan FH Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Það er bara einn titill eftir“ Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Sjá meira