Leigufélög enn spennandi fjárfesting þrátt fyrir brotthvarf Heimstaden Bjarki Sigurðsson skrifar 11. maí 2023 11:52 Ólafur Sigurðsson er framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs. Leigufélagið Heimstaden mun á næstu mánuðum minnka íbúðasafn sitt á Íslandi. Ástæðan mun vera sú að lífeyrissjóðir vildu ekki fjárfesta í félaginu. Að sögn framkvæmdastjóra lífeyrissjóðs þýðir þetta ekki að leigufélög þyki minna spennandi vara fyrir fjárfesta. Í gær greindi RÚV frá því að sænska leigufélagið Heimstaden ætlaði sér að selja íbúðir sínar á Íslandi á næstu mánuðum. Félagið á um það bil sautján hundruð íbúðir á landinu en félagið mun virða uppsagnarfrest allra leigusamninga en flestir leigjendur eru með tólf mánaða uppsagnarfrest í samningum sínum. Í janúar árið 2021 keypti Heimstaden allar eignir fasteignafélagsins Heimavellir. Viðskiptamódel Heimstaden gengur út á að lífeyrissjóðir og stofnanafjárfestar séu meirihlutaeigendur til móts við félagið. Fyrir skömmu síðan var félaginu hins vegar ljóst að íslenskir lífeyrissjóðir og aðrir fjárfestar hefðu ekki áhuga á félaginu. Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs, segir að þrátt fyrir að lífeyrissjóðir hafi ekki fjárfest í þessu tiltekna félagi þýði það ekki að leigufélög séu almennt ekki lengur góð fjárfesting. „Við vorum í skoðun á þessum fjárfestingakost. Við höfum verið að skoða hann og fylgst með þessu félagi mjög lengi. Það hefur ekkert að gera með afstöðu okkar til þessarar viðskiptahugmyndar að safna saman eignum og reka fasteignasafn til útleigu fyrir einstaklinga,“ segir Ólafur. Birta lífeyrissjóður átti tíu prósenta hlut í Heimavöllum en Heimstaden keypti þann hlut af sjóðnum. „Við hefðum viljað halda því á markaði en það æxlaðist þannig að félagið var tekið af markaði og við seldum okkar hlut sem var um tíu prósent. Við höfum brennandi áhuga á þessum markaði eins og mörgum öðrum. Það er ekki hægt að túlka þetta á þann hátt að við viljum ekki fjárfesta í leigufélögum. Ég myndi ekki gera það, ekki fyrir okkar hönd,“ segir Ólafur. Síðan þá hefur húsnæðismarkaðurinn hins vegar breyst töluvert. „Ef leigufélög eru að kaupa þegar verðið er hátt til þess að leigja er það erfiðara. Til lengri tíma skiptir mestu máli að þegar svona safn er byggt upp er að það sé byggt upp til lengri tíma og á eins hagkvæman hátt og mögulegt er. Svo það sé hægt að vera með samkeppnishæft safn. Leigu sem margir geta greitt og eru viljugir til að leigja til lengri tíma,“ segir Ólafur. Forsvarsfólk Heimstaden hafði ekki tök á því að ræða við fréttastofu fyrir hádegisfréttir. Óskað var eftir skriflegri fyrirspurn sem fréttastofa hefur sent og bíður svara. Uppfært klukkan 12:50: Upphaflega kom fram að Heimstaden ætlaði að selja allar íbúðir sínar á Íslandi. Það er ekki rétt heldur ætlar félagið að minnka umsvif sín á Íslandi. Fasteignamarkaður Leigumarkaður Húsnæðismál Neytendur Tengdar fréttir Selja íbúðina til að bjarga dóttur sinni af „snargölnum leigumarkaði“ Lára Ómarsdóttir, fyrrverandi fréttakona, segir leigumarkaðinn hér á landi vera kominn út fyrir öll velsæmismörk. Dóttir Láru var í íbúðarleit en eftir að hafa séð hversu dýrt leiguhúsnæði er orðið ákvað Lára að selja eigin íbúð til að geta hjálpað dóttur sinni. 3. maí 2023 14:17 „Ætli ég sofi ekki bara í bílnum“ Áttræður maður var á þriðjudaginn borinn út úr íbúð sinni sem hann hafði á leigu hjá Ölmu leigufélagi. Þar bjó hann ásamt hreyfihömluðum syni sínum en þeir eru nú á götunni að eigin sögn og vita ekki hvað tekur við. 4. maí 2023 19:41 „Ómögulegt með nokkurri sanngirni að kalla slíka hækkun leiguokur“ Stjórnarformaður Ölmu íbúðafélags hf. segir félagið ekki vera hluta af húsnæðisvandanum, það sé frekar hluti af lausninni. Hann segir ósanngjarnt að ætla að einstök dæmi um miklar hækkanir á leiguverði eigi við um allan markaðinn. 10. maí 2023 11:11 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Í gær greindi RÚV frá því að sænska leigufélagið Heimstaden ætlaði sér að selja íbúðir sínar á Íslandi á næstu mánuðum. Félagið á um það bil sautján hundruð íbúðir á landinu en félagið mun virða uppsagnarfrest allra leigusamninga en flestir leigjendur eru með tólf mánaða uppsagnarfrest í samningum sínum. Í janúar árið 2021 keypti Heimstaden allar eignir fasteignafélagsins Heimavellir. Viðskiptamódel Heimstaden gengur út á að lífeyrissjóðir og stofnanafjárfestar séu meirihlutaeigendur til móts við félagið. Fyrir skömmu síðan var félaginu hins vegar ljóst að íslenskir lífeyrissjóðir og aðrir fjárfestar hefðu ekki áhuga á félaginu. Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs, segir að þrátt fyrir að lífeyrissjóðir hafi ekki fjárfest í þessu tiltekna félagi þýði það ekki að leigufélög séu almennt ekki lengur góð fjárfesting. „Við vorum í skoðun á þessum fjárfestingakost. Við höfum verið að skoða hann og fylgst með þessu félagi mjög lengi. Það hefur ekkert að gera með afstöðu okkar til þessarar viðskiptahugmyndar að safna saman eignum og reka fasteignasafn til útleigu fyrir einstaklinga,“ segir Ólafur. Birta lífeyrissjóður átti tíu prósenta hlut í Heimavöllum en Heimstaden keypti þann hlut af sjóðnum. „Við hefðum viljað halda því á markaði en það æxlaðist þannig að félagið var tekið af markaði og við seldum okkar hlut sem var um tíu prósent. Við höfum brennandi áhuga á þessum markaði eins og mörgum öðrum. Það er ekki hægt að túlka þetta á þann hátt að við viljum ekki fjárfesta í leigufélögum. Ég myndi ekki gera það, ekki fyrir okkar hönd,“ segir Ólafur. Síðan þá hefur húsnæðismarkaðurinn hins vegar breyst töluvert. „Ef leigufélög eru að kaupa þegar verðið er hátt til þess að leigja er það erfiðara. Til lengri tíma skiptir mestu máli að þegar svona safn er byggt upp er að það sé byggt upp til lengri tíma og á eins hagkvæman hátt og mögulegt er. Svo það sé hægt að vera með samkeppnishæft safn. Leigu sem margir geta greitt og eru viljugir til að leigja til lengri tíma,“ segir Ólafur. Forsvarsfólk Heimstaden hafði ekki tök á því að ræða við fréttastofu fyrir hádegisfréttir. Óskað var eftir skriflegri fyrirspurn sem fréttastofa hefur sent og bíður svara. Uppfært klukkan 12:50: Upphaflega kom fram að Heimstaden ætlaði að selja allar íbúðir sínar á Íslandi. Það er ekki rétt heldur ætlar félagið að minnka umsvif sín á Íslandi.
Fasteignamarkaður Leigumarkaður Húsnæðismál Neytendur Tengdar fréttir Selja íbúðina til að bjarga dóttur sinni af „snargölnum leigumarkaði“ Lára Ómarsdóttir, fyrrverandi fréttakona, segir leigumarkaðinn hér á landi vera kominn út fyrir öll velsæmismörk. Dóttir Láru var í íbúðarleit en eftir að hafa séð hversu dýrt leiguhúsnæði er orðið ákvað Lára að selja eigin íbúð til að geta hjálpað dóttur sinni. 3. maí 2023 14:17 „Ætli ég sofi ekki bara í bílnum“ Áttræður maður var á þriðjudaginn borinn út úr íbúð sinni sem hann hafði á leigu hjá Ölmu leigufélagi. Þar bjó hann ásamt hreyfihömluðum syni sínum en þeir eru nú á götunni að eigin sögn og vita ekki hvað tekur við. 4. maí 2023 19:41 „Ómögulegt með nokkurri sanngirni að kalla slíka hækkun leiguokur“ Stjórnarformaður Ölmu íbúðafélags hf. segir félagið ekki vera hluta af húsnæðisvandanum, það sé frekar hluti af lausninni. Hann segir ósanngjarnt að ætla að einstök dæmi um miklar hækkanir á leiguverði eigi við um allan markaðinn. 10. maí 2023 11:11 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Selja íbúðina til að bjarga dóttur sinni af „snargölnum leigumarkaði“ Lára Ómarsdóttir, fyrrverandi fréttakona, segir leigumarkaðinn hér á landi vera kominn út fyrir öll velsæmismörk. Dóttir Láru var í íbúðarleit en eftir að hafa séð hversu dýrt leiguhúsnæði er orðið ákvað Lára að selja eigin íbúð til að geta hjálpað dóttur sinni. 3. maí 2023 14:17
„Ætli ég sofi ekki bara í bílnum“ Áttræður maður var á þriðjudaginn borinn út úr íbúð sinni sem hann hafði á leigu hjá Ölmu leigufélagi. Þar bjó hann ásamt hreyfihömluðum syni sínum en þeir eru nú á götunni að eigin sögn og vita ekki hvað tekur við. 4. maí 2023 19:41
„Ómögulegt með nokkurri sanngirni að kalla slíka hækkun leiguokur“ Stjórnarformaður Ölmu íbúðafélags hf. segir félagið ekki vera hluta af húsnæðisvandanum, það sé frekar hluti af lausninni. Hann segir ósanngjarnt að ætla að einstök dæmi um miklar hækkanir á leiguverði eigi við um allan markaðinn. 10. maí 2023 11:11