Eignasöluferli Heimstaden gæti tekið fimm ár Bjarki Sigurðsson skrifar 11. maí 2023 17:27 Egill Lúðvíksson tekur við sem framkvæmdastjóri Heimstaden á Íslandi um næstu mánaðamót. Aðsend Leigufélagið Heimstaden er ekki á leiðinni af íslenskum fasteignamarkaði strax heldur er félagið einungis að skoða hvernig það eigi að minnka við sig. Að sögn tilvonandi framkvæmdastjóra félagsins á Íslandi er það eina sem hægt er að staðfesta að félagið muni ekki stækka við sig hér á landi. Í gær var greint frá því að ekkert yrði að kaupum íslenskra lífeyrissjóða á hlut í leigufélaginu Heimstaden. Var þar sagt að þar með væri ekki hægt að halda uppi viðskiptamódeli félagsins sem gengur út á að lífeyrissjóðir og aðrir stórir fjárfestar eigi meirihluta félagsins á móti Heimstaden. Í kjölfar þess birtust fréttir um að leigufélagið ætlaði að selja allar sínar íbúðir á Íslandi. Egill Lúðvíksson, sem tekur við sem framkvæmdastjóri Heimstaden á Íslandi um næstu mánaðamót, segir þó að svo sé ekki raunin. Félagið sé eins og er einungis að minnka umsvif sín á markaði og mun það taka nokkur ár að selja allar eignir þess. „Ferlið að skala niður eignasafnið gæti hæglega tekið 4-5 ár. Við munum leitast við að nálgast þetta af varfærni og reyna að takmarka neikvæð áhrif á leigumarkaðinn eins og unnt er,“ segir Egill í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu. Hraði ferlisins mun fara eftir markaðsaðstæðum og hvort einhver vilji stíga inn í reksturinn, taka yfir eignir og halda þeim í leigu. „Við munum leitast við að finna kaupendur sem eru tilbúnir að bjóða eignir til áframhaldandi langtímaleigu og lágmarka rask fyrir okkar viðskiptavini. Við munum skoða þá möguleika á næstunni. En líklega fara einnig eignir í sölu á almennum markaði,“ segir Egill. Í tilfellum þar sem selja á stakar íbúðir með leigusamningum til staðar þá verður leigjendum boðinn forkaupsréttur á þeim. „Við gerum okkur grein fyrir því að margir af okkar leigjendum munu ekki hafa tök á slíku, en munum samt reyna að hjálpa þeim við slíkt,“ segir Egill. Leigumarkaður Húsnæðismál Fasteignamarkaður Neytendur Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Sjá meira
Í gær var greint frá því að ekkert yrði að kaupum íslenskra lífeyrissjóða á hlut í leigufélaginu Heimstaden. Var þar sagt að þar með væri ekki hægt að halda uppi viðskiptamódeli félagsins sem gengur út á að lífeyrissjóðir og aðrir stórir fjárfestar eigi meirihluta félagsins á móti Heimstaden. Í kjölfar þess birtust fréttir um að leigufélagið ætlaði að selja allar sínar íbúðir á Íslandi. Egill Lúðvíksson, sem tekur við sem framkvæmdastjóri Heimstaden á Íslandi um næstu mánaðamót, segir þó að svo sé ekki raunin. Félagið sé eins og er einungis að minnka umsvif sín á markaði og mun það taka nokkur ár að selja allar eignir þess. „Ferlið að skala niður eignasafnið gæti hæglega tekið 4-5 ár. Við munum leitast við að nálgast þetta af varfærni og reyna að takmarka neikvæð áhrif á leigumarkaðinn eins og unnt er,“ segir Egill í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu. Hraði ferlisins mun fara eftir markaðsaðstæðum og hvort einhver vilji stíga inn í reksturinn, taka yfir eignir og halda þeim í leigu. „Við munum leitast við að finna kaupendur sem eru tilbúnir að bjóða eignir til áframhaldandi langtímaleigu og lágmarka rask fyrir okkar viðskiptavini. Við munum skoða þá möguleika á næstunni. En líklega fara einnig eignir í sölu á almennum markaði,“ segir Egill. Í tilfellum þar sem selja á stakar íbúðir með leigusamningum til staðar þá verður leigjendum boðinn forkaupsréttur á þeim. „Við gerum okkur grein fyrir því að margir af okkar leigjendum munu ekki hafa tök á slíku, en munum samt reyna að hjálpa þeim við slíkt,“ segir Egill.
Leigumarkaður Húsnæðismál Fasteignamarkaður Neytendur Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Sjá meira