Döhler sýndi miklar tilfinningar í leikslok: „Algjör gullmoli“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2023 09:31 Tryggvi Rafnsson hjálpar niðurbrotnum Phil Döhler til búningsklefa eftir leikinn. Vísir/Vilhelm Phil Döhler lék líklegast sinn síðasta leik fyrir FH í fyrrakvöld þegar liðið datt út úr undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta. Döhler hefur verið í FH frá árinu 2019 en er nú á leiðinni út. Hann varði mjög vel í lokaleiknum á móti ÍBV en það dugði ekki til og Hafnarfjarðarliðið tapaði öðrum leiknum í röð í framlengingu. ÍBV vann einvígið 3-0 en það munaði svo litlu að FH væri 2-1 yfir eftir þrjá leiki. Eftir leikinn náðust mjög dramatískar myndir af niðurbrotnum Phil Döhler. Guðjón Guðmundsson hitti Ásbjörn Friðriksson og ræddi við hann um þýska markvörðinn. Phil Döhler fagnar góðri markvörslu en hann hefur staðið sig frábærlega í FH-markinu.Vísir/Vilhelm „Phil Döhler átti bágt með að leyna tilfinningum sínum þegar hann gekk af velli eftir sárt tap gegn ÍBV, væntanlega í sínum síðasta leik fyrir félagið en Döhler hefur verið himnasending fyrir FH og verið frábær á milli stanganna,“ sagði Guðjón Guðmundsson í upphafi fréttar sinnar. Þetta sást vel á honum „Hann lætur sér þetta varða og æfir vel. Þegar hlutirnir ganga ekki þá sýna menn tilfinningar. Ég held að það hafi átt við flest alla í liðinu í gær. Þetta sást vel á honum,“ sagði Ásbjörn Friðriksson. „Hann fellur vel inn í hópinn. Ég veit til þess að hann er að vinna í skóla í Hafnarfirði og þar er mjög vel látið af honum. Hann er frábær í því sem hann er að gera þar og er búinn að vera í síðustu fjögur árin,“ sagði Ásbjörn. Gaupi vildi vita hvort hann gæfi af sér. Ásbjörn Friðriksson er reynsluboltinn í FH-liðinu.Vísir/Vilhelm Betri í íslensku en yngstu strákarnir „Já, já. Á sinn hátt gefur hann af sér. Það er gaman að hafa strák sem er fljótur að læra íslenskuna og fellur inn í hópinn. Menn eru löngu hættir að tala ensku við hann. Hann talar betri íslensku heldur en yngstu strákarnir í liðinu,“ sagði Ásbjörn. „Hann er duglegur að æfa og kom með góðan kúltúr frá Þýskalandi þar sem hann var. Hann vildi alltaf æfa mikið og láta skjóta mikið á sig. Hann er hrikalega öflugur í ákveðnum skotum utan af velli. Hann er einn sá besti sem maður hefur verið að skjóta á,“ sagði Ásbjörn. Döhler kom frá Magdeburg á sínum tíma. Hefur fengið leikreynslu hjá FH „Hann kom á reynslu og ég mann eftir því þegar hann kom á tvær eða þrjár æfingar hjá okkur. Þá sá maður strax þegar maður var að skjóta á hann að þetta væri markvörður sem væri góður. Hann hafði ekki mikla leikreynslu en hefur fengið hana hjá okkur,“ sagði Ásbjörn. „Ef ég man rétt þá var hann gagnrýndur töluvert þarna eftir fyrstu leikina og það var umræða um að hann væri ekki nógu góður. Við vorum alltaf vissir á því að það væri tóm þvæla,“ sagði Ásbjörn. Hér fyrir neðan má hlusta á Ásbjörn tala um Phil Döhler við Gaupa. „Hann er algjör gullmoli,“ sagði Ásbjörn um Döhler. Klippa: Ásbjörn ræðir við Gaupa um Phil Döhler Olís-deild karla FH Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Hann varði mjög vel í lokaleiknum á móti ÍBV en það dugði ekki til og Hafnarfjarðarliðið tapaði öðrum leiknum í röð í framlengingu. ÍBV vann einvígið 3-0 en það munaði svo litlu að FH væri 2-1 yfir eftir þrjá leiki. Eftir leikinn náðust mjög dramatískar myndir af niðurbrotnum Phil Döhler. Guðjón Guðmundsson hitti Ásbjörn Friðriksson og ræddi við hann um þýska markvörðinn. Phil Döhler fagnar góðri markvörslu en hann hefur staðið sig frábærlega í FH-markinu.Vísir/Vilhelm „Phil Döhler átti bágt með að leyna tilfinningum sínum þegar hann gekk af velli eftir sárt tap gegn ÍBV, væntanlega í sínum síðasta leik fyrir félagið en Döhler hefur verið himnasending fyrir FH og verið frábær á milli stanganna,“ sagði Guðjón Guðmundsson í upphafi fréttar sinnar. Þetta sást vel á honum „Hann lætur sér þetta varða og æfir vel. Þegar hlutirnir ganga ekki þá sýna menn tilfinningar. Ég held að það hafi átt við flest alla í liðinu í gær. Þetta sást vel á honum,“ sagði Ásbjörn Friðriksson. „Hann fellur vel inn í hópinn. Ég veit til þess að hann er að vinna í skóla í Hafnarfirði og þar er mjög vel látið af honum. Hann er frábær í því sem hann er að gera þar og er búinn að vera í síðustu fjögur árin,“ sagði Ásbjörn. Gaupi vildi vita hvort hann gæfi af sér. Ásbjörn Friðriksson er reynsluboltinn í FH-liðinu.Vísir/Vilhelm Betri í íslensku en yngstu strákarnir „Já, já. Á sinn hátt gefur hann af sér. Það er gaman að hafa strák sem er fljótur að læra íslenskuna og fellur inn í hópinn. Menn eru löngu hættir að tala ensku við hann. Hann talar betri íslensku heldur en yngstu strákarnir í liðinu,“ sagði Ásbjörn. „Hann er duglegur að æfa og kom með góðan kúltúr frá Þýskalandi þar sem hann var. Hann vildi alltaf æfa mikið og láta skjóta mikið á sig. Hann er hrikalega öflugur í ákveðnum skotum utan af velli. Hann er einn sá besti sem maður hefur verið að skjóta á,“ sagði Ásbjörn. Döhler kom frá Magdeburg á sínum tíma. Hefur fengið leikreynslu hjá FH „Hann kom á reynslu og ég mann eftir því þegar hann kom á tvær eða þrjár æfingar hjá okkur. Þá sá maður strax þegar maður var að skjóta á hann að þetta væri markvörður sem væri góður. Hann hafði ekki mikla leikreynslu en hefur fengið hana hjá okkur,“ sagði Ásbjörn. „Ef ég man rétt þá var hann gagnrýndur töluvert þarna eftir fyrstu leikina og það var umræða um að hann væri ekki nógu góður. Við vorum alltaf vissir á því að það væri tóm þvæla,“ sagði Ásbjörn. Hér fyrir neðan má hlusta á Ásbjörn tala um Phil Döhler við Gaupa. „Hann er algjör gullmoli,“ sagði Ásbjörn um Döhler. Klippa: Ásbjörn ræðir við Gaupa um Phil Döhler
Olís-deild karla FH Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira