Hörmungar vika AC Milan heldur áfram

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Það gengur ekkert hjá AC Milan þessa dagana.
Það gengur ekkert hjá AC Milan þessa dagana. Claudio Villa/Getty Images

Ekki nóg með að tapa 2-0 fyrir nágrönnum sínum og erkifjendum Inter í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í vikunni þá tapaði AC Milan 1-0 fyrir Spezia í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, í dag og minnkaði þar möguleika sína á að komast í Meistaradeildina á næstu leiktíð til muna.

Það var sem leikur vikunnar hafi setið í gestunum frá Mílanó en liðið skapaði sér afskaplega lítið og þó það hafi verið meira með boltann má segja að tapið hafi verið sanngjarnt.

Przemyslaw Wisniewski skoraði sigurmarkið þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Hann var fljótastur að átta sig á hlutunum og skoraði eftir að boltinn var laus í teignum. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka tvöfaldaði Salvatore Esposito forystuna. Fleiri urðu mörkin ekki og leiknum lauk með 2-0 sigri Spezia.

AC Milan er í 5. sæti með 61 stig, tveimur minna en Inter sem er með leik til góða. Spezia er í fallsæti með 30 stig þar sem það er með lakari markatölu en Verona sem á leik til góða.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira