Inter missti næstum niður þriggja marka for­ystu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Romelu Lukaku skoraði tvívegis í kvöld.
Romelu Lukaku skoraði tvívegis í kvöld. Inter

Inter komst 3-0 yfir gegn Sassuolo í síðasta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Gestirnir skoruðu hins vegar tvívegis áður en Inter svaraði og vann 4-2 sigur.

Inter vann frábæran sigur á nágrönnum sínum í AC Milan í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í miðri viku. Það var þó ekki að sjá í upphafi leiks að Inter væri fullt sjálfstrausts en gestirnir skoruðu fyrsta mark leiksins. Það var hins vegar dæmt af.

Romelu Luakku sá svo til þess að Inter var 1-0 yfir í hálfleik. Í þeim síðari varð leikmaður gestanna fyrir því óláni að skora sjálfsmark og Lautaro Martínez kom Inter í 3-0 þegar tæp klukkustund var liðin.

Matheus Henrique og Davide Frattesi minnkuðu muninn áður en Lukaku gulltryggði sigur Inter. Lokatölur 4-2 og Inter á fleygiferð á réttum tímapunkti.

Inter er nú komið upp í 3. sæti Serie A með 66 stig, jafn mörg og Juventus sem er sæti ofar en með leik til góða. Sassuolo er í 13. sæti með 44 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira