Sneri við blaðinu og fékk þriggja ára dóm skilorðsbundinn Árni Sæberg skrifar 12. maí 2023 15:27 Árni var gripinn við komuna til landsins. Vísir/Vilhelm Árni Khanh Minh Dao var í dag sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnabrot, með því að hafa flutt inn rétt tæplega tvö kíló af sterku metamfetamíni, sem er í daglegu tali kallað spítt, í ferðatösku sem hann tók með sér í áætlunarflug árið 2019. Athygli vekur að fullnustu refsingar hans var frestað til fimm ára. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að Árni hafi sjálfur verið eigandi efnisins og hafi ætlað það til söludreifingar í ágóðaskyni. Fyrir dómi játaði Árni afdráttarlaust sök samkvæmt ákæru og samþykkti upptökukröfu ákæruvaldsins á öllu efninu. Málið var þess vegna dómtekið án frekari sönnunarfærslu. Hefur snúið við blaðinu Í dóminum segir að Árni hafi einu sinni áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi. Árið 2021 hafi hann verið sakfelldur fyrir fíkniefnalagabrot, umferðarlagabrot og brot gegn barnaverndarlögum og dæmdur í sextíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Hann hafi staðist það skilorð og því yrði ekki hróflað við því. Til refsihækkunar Árna horfi til þess að um sé að ræða umtalsvert magn af mjög sterku, kristölluðu metamfetamíni með afar mikla hættueiginleika auk áðurnefndrar eignar hans á efninu og áætlunum um söludreifingu. Á hinn bóginn horfi til refsilækkunar að Árni hafi játað brot sitt skýlaust og ekki verið óliðlegur við rannsókn lögreglu. Þá hafi brotið verið framið árið 2019, um fjórum árum fyrir þingfestingu málsins. Honum verði ekki kennt um drátt á rannsókn málsins. Loks segir í dóminum að Árni hafi verið í fastri vinnu í tvö ár og samkvæmt vottorði vinnuveitanda hans hafi hann staðið sig með miklum sóma og þyki áreiðanlegur, heiðarlegur og duglegur einstaklingur sem eigi sér bjarta framtíð hjá fyrirtækinu. Þá sé hann fráskilinn tveggja barna faðir og hafi umsjá með börnunum aðra hvora viku. Sérstakar aðstæður réttlæta frestun refsingar Með vísan til framangreinds mat dómurinn refsingu Árna hæfilega ákveðna þriggja ára fangelsisvist. „Að öllu jöfnu kæmi ekki til álita að skilorðsbinda þá refsingu. Þegar hins vegar er litið til þess mikla dráttar sem orðið hefur á rannsókn máls og útgáfu ákæru, sem ákærða verður ekki kennt um, sem og þess að ákærði virðist hafa snúið við blaðinu; er kominn í fasta vinnu og ber ábyrgð á uppeldi tveggja barna, þykir eins og hér stendur sérstaklega á og með vísan til nefndra mannréttindaákvæða mega ákveða að fresta fullnustu dæmdrar refsingar þannig að hún falli niður að liðnum fimm árum frá dómsuppsögu,“ segir í dóminum. Þá var Árni dæmdur til að greiða 900 þúsund krónur í sakarkostnað, þar af 392 þúsund króna þóknun skipaðs verjanda síns. Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að Árni hafi sjálfur verið eigandi efnisins og hafi ætlað það til söludreifingar í ágóðaskyni. Fyrir dómi játaði Árni afdráttarlaust sök samkvæmt ákæru og samþykkti upptökukröfu ákæruvaldsins á öllu efninu. Málið var þess vegna dómtekið án frekari sönnunarfærslu. Hefur snúið við blaðinu Í dóminum segir að Árni hafi einu sinni áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi. Árið 2021 hafi hann verið sakfelldur fyrir fíkniefnalagabrot, umferðarlagabrot og brot gegn barnaverndarlögum og dæmdur í sextíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Hann hafi staðist það skilorð og því yrði ekki hróflað við því. Til refsihækkunar Árna horfi til þess að um sé að ræða umtalsvert magn af mjög sterku, kristölluðu metamfetamíni með afar mikla hættueiginleika auk áðurnefndrar eignar hans á efninu og áætlunum um söludreifingu. Á hinn bóginn horfi til refsilækkunar að Árni hafi játað brot sitt skýlaust og ekki verið óliðlegur við rannsókn lögreglu. Þá hafi brotið verið framið árið 2019, um fjórum árum fyrir þingfestingu málsins. Honum verði ekki kennt um drátt á rannsókn málsins. Loks segir í dóminum að Árni hafi verið í fastri vinnu í tvö ár og samkvæmt vottorði vinnuveitanda hans hafi hann staðið sig með miklum sóma og þyki áreiðanlegur, heiðarlegur og duglegur einstaklingur sem eigi sér bjarta framtíð hjá fyrirtækinu. Þá sé hann fráskilinn tveggja barna faðir og hafi umsjá með börnunum aðra hvora viku. Sérstakar aðstæður réttlæta frestun refsingar Með vísan til framangreinds mat dómurinn refsingu Árna hæfilega ákveðna þriggja ára fangelsisvist. „Að öllu jöfnu kæmi ekki til álita að skilorðsbinda þá refsingu. Þegar hins vegar er litið til þess mikla dráttar sem orðið hefur á rannsókn máls og útgáfu ákæru, sem ákærða verður ekki kennt um, sem og þess að ákærði virðist hafa snúið við blaðinu; er kominn í fasta vinnu og ber ábyrgð á uppeldi tveggja barna, þykir eins og hér stendur sérstaklega á og með vísan til nefndra mannréttindaákvæða mega ákveða að fresta fullnustu dæmdrar refsingar þannig að hún falli niður að liðnum fimm árum frá dómsuppsögu,“ segir í dóminum. Þá var Árni dæmdur til að greiða 900 þúsund krónur í sakarkostnað, þar af 392 þúsund króna þóknun skipaðs verjanda síns.
Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira