Samkomulag um aðkomu ríkis í fjármögnun fimm nýrra skipa Máni Snær Þorláksson skrifar 13. maí 2023 16:15 Landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar lauk í dag. Landsbjörg Samkomulag um aðkomu ríkisins í fjármögnun á fimm nýjum björgunarskipum var undirritað á landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þegar hafði verið samið um smíði þriggja nýrra skipa, tvö þeirra hafa verið afhent og von er á þriðja í haust. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, undirrituðu samkomulagið í dag. „Þessi samningur er afar mikilvægur því verkefni að endurnýja öll 13 björgunarskip félagsins,“ segir í tilkynningu frá Landsbjörg um samninginn. Þá kemur fram að samningurinn tryggi fjármögnun ríkisins á um helming kaupverðs næstu fimm skipa. Einnig voru samþykktar tvær ályktanir á landsþinginu. Í annarri þeirra eru stjórnvöld hvött til þess að tryggja að á öllum stundum séu tiltæk sérhæfð loftför til leitar og björgunar hér á landi. „Öryggi í rekstri og björgunargetu Landhelgisgæslunnar er lykilatriði í þéttu neti viðbragðsaðila þar sem hver treystir á annann. Sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sem og landsmenn allir, verða að geta treyst því að ávallt séu tiltækar öflugar björgunarþyrlur, flugvélar eða önnur sambærileg björgunartæki sem einungis er á færi hins opinbera að halda úti. Vill Slysavarnafélagið Landsbjörg með þessu hvetja stjórnvöld til þess að tryggja að Landhelgisgæslan hafi nægt fjármagn til þess að halda úti öflugum björgunartækjum og sinna sínum lögbundnu hlutverkum varðandi leit og björgun.“ Hin ályktunin sem var samþykkt fjallaði um öryggi ferðamannastaða. Skorað er á stjórnvöld og fyrirtæki í ferðaþjónustu að taka höndum saman um aðgerðir til að bæta öryggi á ferðamannastöðum til muna. „Undanfarin ár hefur orðið mikil fjölgun ferðamanna á Íslandi. Sú þróun hefur valdið mikilli aukningu á óhöppum og alvarlegum slysum á ferðamannastöðum um allt land. Með hröðum vexti hafa öryggismálin víða setið á hakanum. Örugga göngustíga vantar og upplýsingagjöf til ferðamanna er brýnt að bæta til að forða slysum. Ljóst er að hægt er að gera mun betur með samhentu átaki. Vill Slysavarnafélagið Landsbjörg með þessu skora á stjórnvöld og ferðaþjónustuna að tryggja betur öryggi þeirra sem ferðast um landið með það að markmiði að fækka slysum.“ Björgunarsveitir Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fleiri fréttir Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Sjá meira
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, undirrituðu samkomulagið í dag. „Þessi samningur er afar mikilvægur því verkefni að endurnýja öll 13 björgunarskip félagsins,“ segir í tilkynningu frá Landsbjörg um samninginn. Þá kemur fram að samningurinn tryggi fjármögnun ríkisins á um helming kaupverðs næstu fimm skipa. Einnig voru samþykktar tvær ályktanir á landsþinginu. Í annarri þeirra eru stjórnvöld hvött til þess að tryggja að á öllum stundum séu tiltæk sérhæfð loftför til leitar og björgunar hér á landi. „Öryggi í rekstri og björgunargetu Landhelgisgæslunnar er lykilatriði í þéttu neti viðbragðsaðila þar sem hver treystir á annann. Sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sem og landsmenn allir, verða að geta treyst því að ávallt séu tiltækar öflugar björgunarþyrlur, flugvélar eða önnur sambærileg björgunartæki sem einungis er á færi hins opinbera að halda úti. Vill Slysavarnafélagið Landsbjörg með þessu hvetja stjórnvöld til þess að tryggja að Landhelgisgæslan hafi nægt fjármagn til þess að halda úti öflugum björgunartækjum og sinna sínum lögbundnu hlutverkum varðandi leit og björgun.“ Hin ályktunin sem var samþykkt fjallaði um öryggi ferðamannastaða. Skorað er á stjórnvöld og fyrirtæki í ferðaþjónustu að taka höndum saman um aðgerðir til að bæta öryggi á ferðamannastöðum til muna. „Undanfarin ár hefur orðið mikil fjölgun ferðamanna á Íslandi. Sú þróun hefur valdið mikilli aukningu á óhöppum og alvarlegum slysum á ferðamannastöðum um allt land. Með hröðum vexti hafa öryggismálin víða setið á hakanum. Örugga göngustíga vantar og upplýsingagjöf til ferðamanna er brýnt að bæta til að forða slysum. Ljóst er að hægt er að gera mun betur með samhentu átaki. Vill Slysavarnafélagið Landsbjörg með þessu skora á stjórnvöld og ferðaþjónustuna að tryggja betur öryggi þeirra sem ferðast um landið með það að markmiði að fækka slysum.“
Björgunarsveitir Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fleiri fréttir Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Sjá meira