Skíðafólkið á Vatnajökli finnst ekki Árni Sæberg skrifar 13. maí 2023 19:54 Björgunarsveitir nota meðal annars snjóbíl við leitina að hópnum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Síðdegis í dag óskaði hópur gönguskíðafólks á Vatnajökli eftir aðstoð viðbragðsaðila eftir að kona úr hópnum datt og fékk sleða, sem hún var með í eftirdragi, í höfuðið. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang ásamt björgunarsveitarfólki frá Höfn í Hornarfirði. Þegar björgunarsveitin kom að þeim stað þar sem talið var að hópurinn væri bólaði ekkert á honum. Nú er víðtæk leit hafin að fólkinu. Þetta segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi. Hann segir að búið sé að kalla út björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu og austfjörðum, í ofanálag við þær sveitir sem komu að upphaflega verkefninu. „Hópur að austan hélt upp Skálafellsjökul og lagði á jökul á vélsleðum, breytum bílum og snjóbíl. Að vestan hélt björgunarfólk inn að Jökulheimum til að leggja þaðan á snjóbíl og breyttum bílum. Hópur björgunarfólks á vélsleðum sem fór upp Skálafellsjökul er nú komið að Grímsfjalli og leitar hópsins. Skyggni þar er afar lélegt og erfið skilyrði. Fólkið var ekki þar sem áætluð staðsetning þeirra var, og eru sleðahópar nú að leita svæðið þar í kring. Björgunarbílar að austan eru á jökli en eiga lengra í Grímsfjall. Björgunarfólk sem hélt á jökul að vestan er nú að leggja á jökul,“ segir í fréttatilkynningu frá Landsbjörgu. Ástand konunnar er stöðugt Líkt og greint var frá í dag er konan sem slasaðist hluti af hópi, sem tókst að koma henni fyrir í tjaldi. Jón Þór segir að ástand hennar sé stöðugt og hún sé með meðvitund. Hún sé þó töluvert vönkuð og ekki ferðahæf. Ljóst sé að flytja þurfi hana niður af jöklinum með bíl eða snjóbíl. Það gæti þó reynst erfitt þar sem hópurinn finnst einfaldlega ekki. Hópurinn tilkynnti slysið um klukkan 15 í dag en tilkynningunni fylgdu ekki nákvæmar upplýsingar um staðsetningu hópsins. Jón Þór segir að unnið sé að því að ná aftur sambandi við hópinn en það hafi ekki enn tekist. Á meðan ekki næst í hópinn verður hans leitað á stóru svæði við Grímsfjall í Vatnajökli. Björgunarsveitir Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Sjá meira
Þetta segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi. Hann segir að búið sé að kalla út björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu og austfjörðum, í ofanálag við þær sveitir sem komu að upphaflega verkefninu. „Hópur að austan hélt upp Skálafellsjökul og lagði á jökul á vélsleðum, breytum bílum og snjóbíl. Að vestan hélt björgunarfólk inn að Jökulheimum til að leggja þaðan á snjóbíl og breyttum bílum. Hópur björgunarfólks á vélsleðum sem fór upp Skálafellsjökul er nú komið að Grímsfjalli og leitar hópsins. Skyggni þar er afar lélegt og erfið skilyrði. Fólkið var ekki þar sem áætluð staðsetning þeirra var, og eru sleðahópar nú að leita svæðið þar í kring. Björgunarbílar að austan eru á jökli en eiga lengra í Grímsfjall. Björgunarfólk sem hélt á jökul að vestan er nú að leggja á jökul,“ segir í fréttatilkynningu frá Landsbjörgu. Ástand konunnar er stöðugt Líkt og greint var frá í dag er konan sem slasaðist hluti af hópi, sem tókst að koma henni fyrir í tjaldi. Jón Þór segir að ástand hennar sé stöðugt og hún sé með meðvitund. Hún sé þó töluvert vönkuð og ekki ferðahæf. Ljóst sé að flytja þurfi hana niður af jöklinum með bíl eða snjóbíl. Það gæti þó reynst erfitt þar sem hópurinn finnst einfaldlega ekki. Hópurinn tilkynnti slysið um klukkan 15 í dag en tilkynningunni fylgdu ekki nákvæmar upplýsingar um staðsetningu hópsins. Jón Þór segir að unnið sé að því að ná aftur sambandi við hópinn en það hafi ekki enn tekist. Á meðan ekki næst í hópinn verður hans leitað á stóru svæði við Grímsfjall í Vatnajökli.
Björgunarsveitir Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Sjá meira