Fleiri en tvö hundruð látin svelta sig til bana Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2023 13:49 Paul Mackenzie, leiðtogi safnaðarins, heldur því fram að hann hafi lagt hann niður fyrir nokkrum árum. Dómstóll hafnaði kröfu hans um lausn gegn tryggingu í síðustu viku. AP Rúmlega tvö hundruð lík fólks sem tilheyrði kristnum dómsdagssöfnuði hafa nú fundist í skógi í Kenía. Fyrrverandi prédikari hjá söfnuðinum segir að börn hafi verið þau fyrstu sem voru látin svelta sig til bana áður en röðin kom að fullorðnum. Leit í Shakahola-skóginum í suðvestanverðu Kenía hefur nú skilað 201 líki. Þau eru talin tilheyra fólki sem tilheyrði sértrúarsöfnuðinum Good News International Church. Paul Mackenzie, leiðtogi hans, hefur verið í haldi lögreglu undanfarnar vikur og á yfir höfði sér ákæru fyrir hryðjuverkastarfsemi, að sögn AP-fréttastofunnar. Krufning á líkunum bendir til þess að fólkið hafi soltið, verið kæft og barið. Talið er að Mackenzie hafi látið safnaðarmeðlimi fremja hópsjálfsmorð með því að svelta sig til bana svo þeir kæmust til himna fyrir heimsenda. Fleiri en sex hundruð manns sem eru taldir hafa verið í söfnuðinum er saknað, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Titus Katana, safnaðarmeðlimur og fyrrverandi aðstoðarprédikari, segir New York Times að Mackenzie hafi gefið fyrirskipanir í janúar um að fólk ætti að svelta börn sín úti í sólinni til þess að þau dæju sem fyrst. Með vorinu var röðin komin að konum og svo körlum. Mackenzie hafi sjálfur ætlað að lifa áfram til þess að hjálpa fylgjendum sínum að „hitta Jesúm“ með því að svelta sig. Þegar því væri lokið ætlaði hann að svelta sjálfan sig til dauða áður en til heimsenda kæmi. Katana segir að hann hafi verið hættur í söfnuðinum þegar sjálfsvígin hófust en hann hafi heyrt af þeim frá fólki sem varð eftir. Hann hafi gert lögreglu viðvart um að börn væru að deyja í skóginum en hún hafi ekkert aðhafst fyrr en það var þegar orðið of seint. Kenía Trúmál Erlend sakamál Tengdar fréttir Mögulega aðeins „toppurinn á ísjakanum“ Að minnsta kosti 90 hafa fundist látnir á búgarði í Kenía, þar sem leiðtogi sértrúasöfnuðar er grunaður um að hafa fyrirskipað fylgjendum sínum að svelta sig til dauða til að „hitta Jesú“. 26. apríl 2023 07:01 Sveltu sig til dauða til þess að hitta Jesúm Að minnsta kosti tuttugu og eitt lík hefur verið grafið upp í tengslum við rannsókn á prédikara sem er talinn hafa sagt fylgjendum sínum að svelta sig til dauða til þess að hitta Jesúm í Kenía. Börn eru á meðal þeirra látnu en lögregla býst við að finna enn fleiri lík. 23. apríl 2023 11:53 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira
Leit í Shakahola-skóginum í suðvestanverðu Kenía hefur nú skilað 201 líki. Þau eru talin tilheyra fólki sem tilheyrði sértrúarsöfnuðinum Good News International Church. Paul Mackenzie, leiðtogi hans, hefur verið í haldi lögreglu undanfarnar vikur og á yfir höfði sér ákæru fyrir hryðjuverkastarfsemi, að sögn AP-fréttastofunnar. Krufning á líkunum bendir til þess að fólkið hafi soltið, verið kæft og barið. Talið er að Mackenzie hafi látið safnaðarmeðlimi fremja hópsjálfsmorð með því að svelta sig til bana svo þeir kæmust til himna fyrir heimsenda. Fleiri en sex hundruð manns sem eru taldir hafa verið í söfnuðinum er saknað, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Titus Katana, safnaðarmeðlimur og fyrrverandi aðstoðarprédikari, segir New York Times að Mackenzie hafi gefið fyrirskipanir í janúar um að fólk ætti að svelta börn sín úti í sólinni til þess að þau dæju sem fyrst. Með vorinu var röðin komin að konum og svo körlum. Mackenzie hafi sjálfur ætlað að lifa áfram til þess að hjálpa fylgjendum sínum að „hitta Jesúm“ með því að svelta sig. Þegar því væri lokið ætlaði hann að svelta sjálfan sig til dauða áður en til heimsenda kæmi. Katana segir að hann hafi verið hættur í söfnuðinum þegar sjálfsvígin hófust en hann hafi heyrt af þeim frá fólki sem varð eftir. Hann hafi gert lögreglu viðvart um að börn væru að deyja í skóginum en hún hafi ekkert aðhafst fyrr en það var þegar orðið of seint.
Kenía Trúmál Erlend sakamál Tengdar fréttir Mögulega aðeins „toppurinn á ísjakanum“ Að minnsta kosti 90 hafa fundist látnir á búgarði í Kenía, þar sem leiðtogi sértrúasöfnuðar er grunaður um að hafa fyrirskipað fylgjendum sínum að svelta sig til dauða til að „hitta Jesú“. 26. apríl 2023 07:01 Sveltu sig til dauða til þess að hitta Jesúm Að minnsta kosti tuttugu og eitt lík hefur verið grafið upp í tengslum við rannsókn á prédikara sem er talinn hafa sagt fylgjendum sínum að svelta sig til dauða til þess að hitta Jesúm í Kenía. Börn eru á meðal þeirra látnu en lögregla býst við að finna enn fleiri lík. 23. apríl 2023 11:53 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira
Mögulega aðeins „toppurinn á ísjakanum“ Að minnsta kosti 90 hafa fundist látnir á búgarði í Kenía, þar sem leiðtogi sértrúasöfnuðar er grunaður um að hafa fyrirskipað fylgjendum sínum að svelta sig til dauða til að „hitta Jesú“. 26. apríl 2023 07:01
Sveltu sig til dauða til þess að hitta Jesúm Að minnsta kosti tuttugu og eitt lík hefur verið grafið upp í tengslum við rannsókn á prédikara sem er talinn hafa sagt fylgjendum sínum að svelta sig til dauða til þess að hitta Jesúm í Kenía. Börn eru á meðal þeirra látnu en lögregla býst við að finna enn fleiri lík. 23. apríl 2023 11:53