Heimamenn í Rhein-Neckar Löwen byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu fljótt fjögurra marka forskoti í stöðunni 7-3. Þeir héldu því forskoti stærstan hluta fyrri hálfleiksins og leiddu með þremur mörkum þegar flautað var til hálfleiks, 18-15.
Gestirnir reyndust þó sterkari í síðari hálfleik og jöfnuðu metin loks í stöðunni 24-24. Magdeburg náði svo forystunni stuttu síðar og vann að lokum tveggja marka sigur, 35-37.
Ýmir Örn komst ekki á blað fyrir Rhein-Neckar Löwen í dag og liðið situr nú í fimmta sæti deildarinnar með 37 stig eftir 29 leiki. Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon voru ekki með Magdeburg vegna meðsla, en með sigrinum jafnaði liðið topplið Kiel að stigum. Kiel á þó leik til góða og getur því endurheimt forystu sína á toppnum í næsta leik.