Erlent

Bilið milli Erdogan og Kilicdaroglu minnkar

Máni Snær Þorláksson skrifar
Ekki er ljóst hvort Tyrkland verði komið með nýjan forseta í kvöld.
Ekki er ljóst hvort Tyrkland verði komið með nýjan forseta í kvöld. Getty/Burak Kara

Munurinn milli forsetaframbjóðenda í Tyrklandi hefur minnkað síðan fyrstu tölur bárust í kvöld. Enginn frambjóðandi er með yfir helming atkvæða eins og stendur. Endi kosningarnar þannig þarf að ganga aftur til kosninga.

Í Tyrklandi þarf forsetaframbjóðandi að fá meira en helming allra atkvæða til þess að sigra kosningarnar. Ef enginn frambjóðandi er með svo stóran hluta atkvæða er brugðið á það ráð að bjóða aftur til kosninga. Þær kosningar eru þá einungis milli þeirra tveggja frambjóðenda sem hlutu flest atkvæði í fyrri kosningunni.

Recep Tayyip Erdogan, núverandi forseti Tyrklands, er sem stendur með 49,9 prósent atkvæða samkvæmt Anadolu Agency, ríkisrekna fjölmiðlinum í Tyrklandi, en 49 prósent samkvæmt Anka News Agency, sjálfstæðum fjölmiðli í landinu. 

Kemal Kilicdaroglu er aftur á móti með 44,4 prósent samkvæmd Anadolu en 45 prósent samkvæmt Anka. Anadolu segir að búið sé að telja um 91 prósent atkvæða en Anka fullyrðir að nánast öll atkvæðin séu talin.


Tengdar fréttir

Gera sér vonir um að velta Erdogan úr sessi

Tyrkneska stjórnarandstaðan vonast til þess að tuttugu ára valdatíð Receps Erdogan forseta ljúki eftir forseta- og þingkosningar sem fara fram á sunnudag. Erdogan er ekki talinn hafa staðið eins veikt og nú áður, að stórum hluta vegna óstjórnar í efnahagsmálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×