Myndskeið varpar ljósi á góðmennsku Jóns Daða Aron Guðmundsson skrifar 15. maí 2023 08:01 Jón Daði Böðvarsson, sóknarmaður Bolton Wanderers á Englandi Vísir/Getty Íslenska atvinnu- og landsliðsmanninum Jóni Daða Böðvarssyni er hrósað í hástert á samfélagsmiðlinum Twitter eftir að myndband af honum, að gefa sér tíma til þess að sinna ungum stuðningsmanni Bolton Wanderers, skaut upp kollinum á miðlinum. Jón Daði hefur ekki náð að spila eins mikið og hann vildi með Bolton Wanderers á yfirstandandi tímabili vegna meiðsla en hann var mættur á heimavöll félagsins um nýliðna helgi til þess að styðja við bakið á liðsfélögum sínum. Bolton tryggði sér sæti í umspili ensku C-deildarinnar um laust sæti í næst efstu deild á næsta tímabili og háir liðið þar nú baráttu gegn Barnsley í undanúrslitum. Fyrri leikur liðanna fór fram um nýliðna helgi í tengslum við hann birtist myndband á samfélagsmiðlinum Twitter, myndband sem sýnir hvaða mann Jón Daði hefur að geyma. Í umræddu myndbandi má sjá Jón Daða gefa sér tíma til þess að sparka bolta á milli með ungum stuðningsmanni Bolton Wanderers fyrir utan heimavöll félagsins og er leikmanninum hrósað fyrir þetta framtak sitt. Bolton player Jon Dadi Bodvarsson stopped to have a kick about with a young fan outside the ground yesterday.A moment like this takes a player less than 5 minutes, but it gives that young fan memories that will last forever.Class! #BWFC pic.twitter.com/x6jONXLcYa— Football Away Days (@FBAwayDays) May 14, 2023 „Svona stund tekur aðeins 5 mínútur af tíma leikmannsins en þessi ungi stuðningsmaður mun muna eftir þessari henni það sem eftir lifir ævi hans,“ er skrifað í færslu sem fylgir myndbandinu á Twitter en faðir hins átta ára Charlie Haslam birti það upphaflega. Jón Daði gekk til liðs við Bolton frá Millwall í janúar árið 2020 og vann hann sig inn í hjörtu stuðningsmanna félagsins strax á fyrsta tímabili. Hann á að baki 48 leiki fyrir félagið, hefur skorað 15 mörk og gefið 4 stoðsendingar. Enski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Jón Daði hefur ekki náð að spila eins mikið og hann vildi með Bolton Wanderers á yfirstandandi tímabili vegna meiðsla en hann var mættur á heimavöll félagsins um nýliðna helgi til þess að styðja við bakið á liðsfélögum sínum. Bolton tryggði sér sæti í umspili ensku C-deildarinnar um laust sæti í næst efstu deild á næsta tímabili og háir liðið þar nú baráttu gegn Barnsley í undanúrslitum. Fyrri leikur liðanna fór fram um nýliðna helgi í tengslum við hann birtist myndband á samfélagsmiðlinum Twitter, myndband sem sýnir hvaða mann Jón Daði hefur að geyma. Í umræddu myndbandi má sjá Jón Daða gefa sér tíma til þess að sparka bolta á milli með ungum stuðningsmanni Bolton Wanderers fyrir utan heimavöll félagsins og er leikmanninum hrósað fyrir þetta framtak sitt. Bolton player Jon Dadi Bodvarsson stopped to have a kick about with a young fan outside the ground yesterday.A moment like this takes a player less than 5 minutes, but it gives that young fan memories that will last forever.Class! #BWFC pic.twitter.com/x6jONXLcYa— Football Away Days (@FBAwayDays) May 14, 2023 „Svona stund tekur aðeins 5 mínútur af tíma leikmannsins en þessi ungi stuðningsmaður mun muna eftir þessari henni það sem eftir lifir ævi hans,“ er skrifað í færslu sem fylgir myndbandinu á Twitter en faðir hins átta ára Charlie Haslam birti það upphaflega. Jón Daði gekk til liðs við Bolton frá Millwall í janúar árið 2020 og vann hann sig inn í hjörtu stuðningsmanna félagsins strax á fyrsta tímabili. Hann á að baki 48 leiki fyrir félagið, hefur skorað 15 mörk og gefið 4 stoðsendingar.
Enski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira