Íslenska mamban með aðsetur í Mosfellsbænum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2023 10:01 Blær Hinriksson á ferðinni í einvíginu á móti Haukum. Hann fékk hrós frá fyrirliða sínum. Vísir/Hulda Margrét Blær Hinriksson er með hugarfar Kobe Bryant að mati eins reyndasta leikmannsins í liði Aftureldingar og það hefur Blær sýnt og sannað með frábærri endurkomu sinni í úrslitakeppninni. Einar Ingi Hrafnsson mætti á háborðið eftir sigur Aftureldingar á Haukum á Ásvöllum í gær en með því jöfnuðu Mosfellingar einvígið og tryggðu sér oddaleik á heimavelli annað kvöld. Einar Ingi ræddi meðal annars liðsfélaga sinn Blæ Hinriksson sem meiddist illa á ökkla í byrjun úrslitakeppninnar en hefur átt magnaða endurkomu í þetta undanúrslitaeinvígi. „Eini sem er kannski ekki þreyttur er Blær en hinir eru allir þreyttir,“ sagði Einar Ingi Hrafnsson, fyrirliði Aftureldingar. „Ég spurði Blæ hvað hann væri þegar hann kom í settið til okkar eftir fyrsta leikinn. Hvað er þessi drengur?“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Ég heyrði að þið voruð að tala um að hann væri með eitthvað Kóp Bois hugarfar en hann er með svona Kobe (Bryant) hugarfar, 0,1 prósent af mannkyninu er svona. Hann mætir alltaf fyrstur á æfingu og hann er alltaf síðastur út,“ sagði Einar Ingi Hrafnsson, fyrirliði Aftureldingar. Fyrirliðinn sér því mömbu-takta í sínum manni en eins og margir vita þá var Kobe með gælunafnið svarta mamban í NBA-deildinni í körfubolta en hugarfar hans var á allt öðru stigi heldur en annarra. Íslenska mamban er greinilega með aðsetur í Mosfellsbænum. „Hann gerir það sem gera þarf og gerir það milljón sinnum. Það er búinn að skila honum því að hann var ekki bara klár heldur líka bestur,“ sagði Einar Ingi. „Þegar hann misstígur sig og maður fréttir af því að hann hafi ekki slitið alvarlega liðbandið. Þá vissi ég að hann yrði með. Þetta er handbolti. Maður er búinn að vera í þessu í tuttugu plús ár, það er úrslitakeppnin undir og hann verður með,“ sagði Einar Ingi. „Hann er algjörlega búinn að gera sig gildandi á hverri einustu mínútu í einvíginu. Það er ekki sjálfgefið. Maður bjóst við að hann yrði með en getustigið sem hann er búinn að halda, miðað við það að hann meiddi sig, það er það sem er svo sterkt,“ sagði Einar Ingi. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Einar Inga Hrafnsson eftir sigur Aftureldingar í leik fjögur Olís-deild karla Afturelding Seinni bylgjan Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Einar Ingi Hrafnsson mætti á háborðið eftir sigur Aftureldingar á Haukum á Ásvöllum í gær en með því jöfnuðu Mosfellingar einvígið og tryggðu sér oddaleik á heimavelli annað kvöld. Einar Ingi ræddi meðal annars liðsfélaga sinn Blæ Hinriksson sem meiddist illa á ökkla í byrjun úrslitakeppninnar en hefur átt magnaða endurkomu í þetta undanúrslitaeinvígi. „Eini sem er kannski ekki þreyttur er Blær en hinir eru allir þreyttir,“ sagði Einar Ingi Hrafnsson, fyrirliði Aftureldingar. „Ég spurði Blæ hvað hann væri þegar hann kom í settið til okkar eftir fyrsta leikinn. Hvað er þessi drengur?“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Ég heyrði að þið voruð að tala um að hann væri með eitthvað Kóp Bois hugarfar en hann er með svona Kobe (Bryant) hugarfar, 0,1 prósent af mannkyninu er svona. Hann mætir alltaf fyrstur á æfingu og hann er alltaf síðastur út,“ sagði Einar Ingi Hrafnsson, fyrirliði Aftureldingar. Fyrirliðinn sér því mömbu-takta í sínum manni en eins og margir vita þá var Kobe með gælunafnið svarta mamban í NBA-deildinni í körfubolta en hugarfar hans var á allt öðru stigi heldur en annarra. Íslenska mamban er greinilega með aðsetur í Mosfellsbænum. „Hann gerir það sem gera þarf og gerir það milljón sinnum. Það er búinn að skila honum því að hann var ekki bara klár heldur líka bestur,“ sagði Einar Ingi. „Þegar hann misstígur sig og maður fréttir af því að hann hafi ekki slitið alvarlega liðbandið. Þá vissi ég að hann yrði með. Þetta er handbolti. Maður er búinn að vera í þessu í tuttugu plús ár, það er úrslitakeppnin undir og hann verður með,“ sagði Einar Ingi. „Hann er algjörlega búinn að gera sig gildandi á hverri einustu mínútu í einvíginu. Það er ekki sjálfgefið. Maður bjóst við að hann yrði með en getustigið sem hann er búinn að halda, miðað við það að hann meiddi sig, það er það sem er svo sterkt,“ sagði Einar Ingi. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Einar Inga Hrafnsson eftir sigur Aftureldingar í leik fjögur
Olís-deild karla Afturelding Seinni bylgjan Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira