Fullyrðir að Vítalía hafi flett upp fólki í annarlegum tilgangi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2023 10:40 Stefán Einar Stefánsson segir uppflettingamálið tengjast hápólitísku risamáli og vísar til þess þegar Vítalía Lazareva sagði frá ferð í heitan pott með forkálfum í viðskiptalífinu sem hafi brotið á henni í pottinum. Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, segir Vítalíu Lazarevu vera starfsmann Lyfju sem lyfjafyrirtækið kærði til lögreglu fyrir tilefnislausar uppflettingar. Þetta kemur fram í nýjasta þætti hlaðvarpsins Þjóðmála. Vítalía hefur hafnað ásökununum í samtali við Vísi. Gísli Freyr Valdórsson, umsjónarmaður þáttarins og blaðamaður á Morgunblaðinu sem fjallað hefur um uppflettingamálið, segir þetta ríma við gögnin sem hann hafi undir höndum. Stefán Einar segir Vítalíu ekki aðeins hafa flett upp fólki heldur dreift upplýsingunum áfram. „Þetta mál tengist öðru stóru hápólitísku risaskandalsmáli á Íslandi,“ segir Stefán Einar. Hann vísar til þess þegar þjóðþekktir aðilar í viðskiptalífinu stigu til hliðar úr stöðum sínum í viðskiptalífinu eftir frásögn Vítalíu þess efnis að mennirnir hafi brotið á henni í heitum potti. Rannsókn héraðssaksóknara á kynferðisbrotamáli sem Vítalía kærði mennina fyrir var felld niður á dögunum. Lögmaður Vítalíu sagði að sú niðurstaða yrði kært til ríkissaksóknara. Þá er héraðssaksóknari með á borði sínu rannsókn á hendur Vítalíu og Arnari Grant, fyrrverandi ástmanni hennar, fyrir fjárkúgun. Orðrómur hefur verið í nokkurn tíma um að Vítalía sé starfsmaður Lyfju sem eigi í hlut í uppflettingarmálinu. Núverandi og fyrrverandi blaðamenn Morgunblaðsins hafa nú nafngreint hana í fyrsta skipti í hlaðvarpi sínu og vísað til heimilda sinna. Gagnrýna Lyfju harðlega Stefán Einar fullyrðir að hún hafi skoðað gögn að tilefnislausu og leitað að upplýsingum um menn sem hún hafi átt eitthvað sökótt við. „Ég hef heimildir fyrir því að hún hafi verið að fletta upp miklu fleiri einstaklingum. Þingmönnum...,“ segir Stefán Einar. „Þetta rímar við gögnin sem ég hef,“ segir Gísli Freyr. Vísir hefur fengið ábendingar um þingmann sem hafi verið flett upp að tilefnislausu. Sá kom af fjöllum þegar Vísir hafði samband og sagðist ekki hafa verið upplýstur um neitt slíkt. Stefán Einar segist ætla að senda beiðni á landlæknisembættið í dag og óska eftir upplýsingum um hvar og hvernig upplýsingum um hann hafi verið flett upp í Lyfjagáttinni. Það sé af prinsippástæðum, hann hafi ekkert að fela. Þeir félagar í hlaðvarpinu eru afar gagnrýnir á viðbrögð Lyfju vegna málsins. Vítalía hafnar ásökunum Vísir heyrði í Vítalíu í síðustu viku og spurði hana út í ásakanirnar. Hún sagðist ekkert kannast við að hafa flett fólki upp að tilefnislausu þegar hún starfaði í apóteki Lyfju úti á Granda. Hún hefði lokið störfum þar fyrir einu og hálfu ári. Lögregla hefði ekki haft samband við hana. Hún hefði lokið störfum í góðu hjá Lyfju og enginn þaðan hefði heldur haft samband. Ætti hún í hlut teldi hún fullvíst að lögregla eða Lyfja hefði haft samband. Lyfja hefði raunar komið mjög vel fram gagnvart henni eftir áreitið sem hún lenti í eftir að hún sagði sögu sína í hlaðvarpinu Eigin konur í janúar í fyrra. Þau hafi boðið henni launað leyfi vegna þessa. Hún hafi heyrt þessar ásakanir alveg síðan hún fór í hlaðvarp Eddu Falak fyrir tæpu hálfu öðru ári. Lyfja segist hafa brugðist strax við Lyfja hefur ekki viljað staðfesta hvaða starfsmaður eigi í hlut. Þar sem um einangrað tilvik sé að ræða sé ekki hægt að tjá sig um málefni einstakra fyrrverandi starfsmanna. Í svari Hildar Þórisdóttur, mannauðsstjóra Lyfju, við fyrirspurn Vísis í síðustu viku sagði að Lyfju hefði borist erindi sem sneri að tilefnislausum uppflettingum fyrrum starfsmanns í lyfjaávísanagátt fyrir þó nokkru síðan. Samdægurs hafi Lyfja upplýst Persónuvernd um málið og óskað eftir aðstoð embættis Landlæknis við rannsókn þess. „Tilefnislaus uppfletting í lyfjaávísanagátt er brot á lögbundinni þagnarskyldu, en slík brot heyra undir viðeigandi eftirlitsstofnanir. Lyfja beinir slíkum málum í lögbundinn farveg, þar á meðal með kæru til lögreglu og tilkynningu til Lyfjastofnunar, viðkomandi stofnanir taka síðan ákvörðun um framhald málsins,“ segir í svari Lyfju. „Öryggi viðskiptavina okkar skiptir öllu máli og leggjum við mikið upp úr að ítrasta trúnaðar sé gætt í starfi sérfræðinga okkar þegar persónuleg gögn viðskiptavina eru meðhöndluð. Stuðst er bæði við tæknilegar og skipulegar öryggisráðstafanir, sem eru í sífelldri þróun, til þess að tryggja öryggi persónuupplýsinga. Allir starfsmenn undirrita trúnaðaryfirlýsingar þegar þeir hefja störf, taka þátt í skipulagðri og skjalfestri fræðslu samkvæmt gæðakerfi Lyfju, meðal annars í meðferð persónuupplýsinga.“ Verkferlar Lyfju séu í stöðugri endurskoðun og sæti eftirliti Lyfjastofnunar. „Aðgangur að lyfjaávísanagátt er nauðsynlegur svo starfsmenn Lyfju geti sinnt hlutverki sínu, en slíkur aðgangur er takmarkaður, aðgangsstýrður og uppflettingar eru skjalfestar. Lyfja lítur málið alvarlegum augum, en áréttar að um einangrað tilvik virðist vera að ræða og getur ekki tjáð sig um málefni einstakra fyrrverandi starfsmanna, umfram framangreint.“ Ekki náðist í Vítalíu við vinnslu fréttarinnar í dag. Lögreglumál Fjölmiðlar Mál Vítalíu Lazarevu Lyf Persónuvernd Tengdar fréttir Lyfja kærir uppflettingar fyrrverandi starfsmanns til lögreglu Fyrrverandi starfsmaður Lyfju hefur verið kærður til lögreglu fyrir tilefnislausa uppflettingu í lyfjagátt haustið 2021. Það voru forsvarsmenn Lyfju sem kærðu eftir að hafa fengið staðfest hjá Embætti landlæknis að uppflettingin hefði sannarlega átt sér stað. 11. maí 2023 06:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Gísli Freyr Valdórsson, umsjónarmaður þáttarins og blaðamaður á Morgunblaðinu sem fjallað hefur um uppflettingamálið, segir þetta ríma við gögnin sem hann hafi undir höndum. Stefán Einar segir Vítalíu ekki aðeins hafa flett upp fólki heldur dreift upplýsingunum áfram. „Þetta mál tengist öðru stóru hápólitísku risaskandalsmáli á Íslandi,“ segir Stefán Einar. Hann vísar til þess þegar þjóðþekktir aðilar í viðskiptalífinu stigu til hliðar úr stöðum sínum í viðskiptalífinu eftir frásögn Vítalíu þess efnis að mennirnir hafi brotið á henni í heitum potti. Rannsókn héraðssaksóknara á kynferðisbrotamáli sem Vítalía kærði mennina fyrir var felld niður á dögunum. Lögmaður Vítalíu sagði að sú niðurstaða yrði kært til ríkissaksóknara. Þá er héraðssaksóknari með á borði sínu rannsókn á hendur Vítalíu og Arnari Grant, fyrrverandi ástmanni hennar, fyrir fjárkúgun. Orðrómur hefur verið í nokkurn tíma um að Vítalía sé starfsmaður Lyfju sem eigi í hlut í uppflettingarmálinu. Núverandi og fyrrverandi blaðamenn Morgunblaðsins hafa nú nafngreint hana í fyrsta skipti í hlaðvarpi sínu og vísað til heimilda sinna. Gagnrýna Lyfju harðlega Stefán Einar fullyrðir að hún hafi skoðað gögn að tilefnislausu og leitað að upplýsingum um menn sem hún hafi átt eitthvað sökótt við. „Ég hef heimildir fyrir því að hún hafi verið að fletta upp miklu fleiri einstaklingum. Þingmönnum...,“ segir Stefán Einar. „Þetta rímar við gögnin sem ég hef,“ segir Gísli Freyr. Vísir hefur fengið ábendingar um þingmann sem hafi verið flett upp að tilefnislausu. Sá kom af fjöllum þegar Vísir hafði samband og sagðist ekki hafa verið upplýstur um neitt slíkt. Stefán Einar segist ætla að senda beiðni á landlæknisembættið í dag og óska eftir upplýsingum um hvar og hvernig upplýsingum um hann hafi verið flett upp í Lyfjagáttinni. Það sé af prinsippástæðum, hann hafi ekkert að fela. Þeir félagar í hlaðvarpinu eru afar gagnrýnir á viðbrögð Lyfju vegna málsins. Vítalía hafnar ásökunum Vísir heyrði í Vítalíu í síðustu viku og spurði hana út í ásakanirnar. Hún sagðist ekkert kannast við að hafa flett fólki upp að tilefnislausu þegar hún starfaði í apóteki Lyfju úti á Granda. Hún hefði lokið störfum þar fyrir einu og hálfu ári. Lögregla hefði ekki haft samband við hana. Hún hefði lokið störfum í góðu hjá Lyfju og enginn þaðan hefði heldur haft samband. Ætti hún í hlut teldi hún fullvíst að lögregla eða Lyfja hefði haft samband. Lyfja hefði raunar komið mjög vel fram gagnvart henni eftir áreitið sem hún lenti í eftir að hún sagði sögu sína í hlaðvarpinu Eigin konur í janúar í fyrra. Þau hafi boðið henni launað leyfi vegna þessa. Hún hafi heyrt þessar ásakanir alveg síðan hún fór í hlaðvarp Eddu Falak fyrir tæpu hálfu öðru ári. Lyfja segist hafa brugðist strax við Lyfja hefur ekki viljað staðfesta hvaða starfsmaður eigi í hlut. Þar sem um einangrað tilvik sé að ræða sé ekki hægt að tjá sig um málefni einstakra fyrrverandi starfsmanna. Í svari Hildar Þórisdóttur, mannauðsstjóra Lyfju, við fyrirspurn Vísis í síðustu viku sagði að Lyfju hefði borist erindi sem sneri að tilefnislausum uppflettingum fyrrum starfsmanns í lyfjaávísanagátt fyrir þó nokkru síðan. Samdægurs hafi Lyfja upplýst Persónuvernd um málið og óskað eftir aðstoð embættis Landlæknis við rannsókn þess. „Tilefnislaus uppfletting í lyfjaávísanagátt er brot á lögbundinni þagnarskyldu, en slík brot heyra undir viðeigandi eftirlitsstofnanir. Lyfja beinir slíkum málum í lögbundinn farveg, þar á meðal með kæru til lögreglu og tilkynningu til Lyfjastofnunar, viðkomandi stofnanir taka síðan ákvörðun um framhald málsins,“ segir í svari Lyfju. „Öryggi viðskiptavina okkar skiptir öllu máli og leggjum við mikið upp úr að ítrasta trúnaðar sé gætt í starfi sérfræðinga okkar þegar persónuleg gögn viðskiptavina eru meðhöndluð. Stuðst er bæði við tæknilegar og skipulegar öryggisráðstafanir, sem eru í sífelldri þróun, til þess að tryggja öryggi persónuupplýsinga. Allir starfsmenn undirrita trúnaðaryfirlýsingar þegar þeir hefja störf, taka þátt í skipulagðri og skjalfestri fræðslu samkvæmt gæðakerfi Lyfju, meðal annars í meðferð persónuupplýsinga.“ Verkferlar Lyfju séu í stöðugri endurskoðun og sæti eftirliti Lyfjastofnunar. „Aðgangur að lyfjaávísanagátt er nauðsynlegur svo starfsmenn Lyfju geti sinnt hlutverki sínu, en slíkur aðgangur er takmarkaður, aðgangsstýrður og uppflettingar eru skjalfestar. Lyfja lítur málið alvarlegum augum, en áréttar að um einangrað tilvik virðist vera að ræða og getur ekki tjáð sig um málefni einstakra fyrrverandi starfsmanna, umfram framangreint.“ Ekki náðist í Vítalíu við vinnslu fréttarinnar í dag.
Lögreglumál Fjölmiðlar Mál Vítalíu Lazarevu Lyf Persónuvernd Tengdar fréttir Lyfja kærir uppflettingar fyrrverandi starfsmanns til lögreglu Fyrrverandi starfsmaður Lyfju hefur verið kærður til lögreglu fyrir tilefnislausa uppflettingu í lyfjagátt haustið 2021. Það voru forsvarsmenn Lyfju sem kærðu eftir að hafa fengið staðfest hjá Embætti landlæknis að uppflettingin hefði sannarlega átt sér stað. 11. maí 2023 06:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Lyfja kærir uppflettingar fyrrverandi starfsmanns til lögreglu Fyrrverandi starfsmaður Lyfju hefur verið kærður til lögreglu fyrir tilefnislausa uppflettingu í lyfjagátt haustið 2021. Það voru forsvarsmenn Lyfju sem kærðu eftir að hafa fengið staðfest hjá Embætti landlæknis að uppflettingin hefði sannarlega átt sér stað. 11. maí 2023 06:44