Valsmenn nýttu ekki alla miða og Króksarar hrósa happi Sindri Sverrisson skrifar 15. maí 2023 12:00 Stuðningsmenn Tindastóls hafa sett mikinn svip á úrslitakeppnina í körfubolta síðustu ár og gætu í kvöld mögulega fagnað Íslandsmeistaratitli í fyrsta sinn. VÍSIR/VILHELM Gríðarleg eftirspurn er eftir miðum á leik Tindastóls og Vals í kvöld, þar sem Skagfirðingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í fyrsta sinn. Ljóst er að hvert sæti verður skipað og rúmlega það í Síkinu í kvöld enda uppselt á leikinn líkt og aðra leiki í úrslitaeinvíginu til þessa. Tindastólsmenn seldu miða á leikinn í gær og stóð fólk í langri röð eftir miðum eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Mun færri fengu miða en vildu, eins og sjá má af fjölmörgum auglýsingum eftir miðum á samfélagsmiðlum, og jafnvel ársmiðahafar fóru erindisleysu. Klippa: Röðin í miðasöluna í Síkinu Í dag hafa hins vegar allir ársmiðahafar sem þess óskuðu fengið miða á leikinn, eftir að Valsmenn nýttu ekki þann miðafjölda sem þeim bauðst. Valsmenn áttu reglum samkvæmt rétt á 30% þeirra miða sem seldir eru og höfðu frest til klukkan 19.15 í gærkvöld til að nýta sér það. Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, staðfesti í samtali við Vísi í dag að Valsmenn hefðu ekki nýtt alla sína miða og þannig hefði verið hægt að gleðja hluta af þeim Skagfirðingum sem misst hefðu af miðum í gær. Klippa: Mikil eftirspurn eftir miðum Dagur kvaðst að öðru leyti ekki ætla að ræða við fjölmiðla í dag. Hann gat því ekki svarað því hve margt fólk yrði í Síkinu í kvöld eða hvernig dreifingu miða hefði verið nákvæmlega háttað. Samkvæmt opinberum upplýsingum á vef KKÍ voru 1.500 manns á síðasta leik Tindastóls og Vals í Síkinu, þegar einnig var uppselt á leikinn. Samkvæmt sama vef sáu 2.300 manns þegar Tindastóll vann Val á föstudagskvöld og kom sér í 2-1 í einvíginu. Grímur Atlason, fjölmiðlafulltrúi Vals, sagðist ekki hafa upplýsingar um nákvæmlega hve mikill fjöldi miða hefði staðið Valsmönnum til boða í gær, og þar með hve margir voru ekki nýttir, en sagði að stuðningur við liðið yrði góður í kvöld og mætingin betri en áður á Sauðárkrók. Leikur Tindastóls og Vals hefst klukkan 19.15 í kvöld. Bein útsending hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.30. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Tindastóll Valur Tengdar fréttir Óðs manns æði hafi gripið um sig á Sauðárkróki Eins og gefur að skilja bíða Sauðkrækingar í ofvæni eftir leik Tindastóls gegn Íslandsmeisturum Vals í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla sem fram fer á morgun. Verður það fjórða viðureign liðanna í úrslitaeinvíginu og með sigri tryggja Stólarnir sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögunni. 14. maí 2023 14:45 Króksarar fjölmenntu á Ölver fyrir leik: „Skagfirsk stemning eins og hún gerist best“ Íslandsmeistarar Vals taka á móti Tindastóli í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Andri Már Eggertsson fór á stúfana og tók púlsinn á stemningunni fyrir leik. 12. maí 2023 18:44 Umfjöllun og viðtöl: Valur 79 – 90 Tindastóll | Stólarnir með pálmann í höndunum fyrir ferðalag til Sauðárkróks Tindastóll vann endurkomusigur gegn Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda í kvöld. Stólarnir komu til baka eftir að hafa verið átta stigum undir í hálfleik og unnu að lokum 11 stiga sigur, 79-90. Tindastóll getur því orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn ef liðið sigrar næsta leik liðanna, sem fer fram á Sauðárkrók næsta mánudag. 12. maí 2023 21:20 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Ljóst er að hvert sæti verður skipað og rúmlega það í Síkinu í kvöld enda uppselt á leikinn líkt og aðra leiki í úrslitaeinvíginu til þessa. Tindastólsmenn seldu miða á leikinn í gær og stóð fólk í langri röð eftir miðum eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Mun færri fengu miða en vildu, eins og sjá má af fjölmörgum auglýsingum eftir miðum á samfélagsmiðlum, og jafnvel ársmiðahafar fóru erindisleysu. Klippa: Röðin í miðasöluna í Síkinu Í dag hafa hins vegar allir ársmiðahafar sem þess óskuðu fengið miða á leikinn, eftir að Valsmenn nýttu ekki þann miðafjölda sem þeim bauðst. Valsmenn áttu reglum samkvæmt rétt á 30% þeirra miða sem seldir eru og höfðu frest til klukkan 19.15 í gærkvöld til að nýta sér það. Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, staðfesti í samtali við Vísi í dag að Valsmenn hefðu ekki nýtt alla sína miða og þannig hefði verið hægt að gleðja hluta af þeim Skagfirðingum sem misst hefðu af miðum í gær. Klippa: Mikil eftirspurn eftir miðum Dagur kvaðst að öðru leyti ekki ætla að ræða við fjölmiðla í dag. Hann gat því ekki svarað því hve margt fólk yrði í Síkinu í kvöld eða hvernig dreifingu miða hefði verið nákvæmlega háttað. Samkvæmt opinberum upplýsingum á vef KKÍ voru 1.500 manns á síðasta leik Tindastóls og Vals í Síkinu, þegar einnig var uppselt á leikinn. Samkvæmt sama vef sáu 2.300 manns þegar Tindastóll vann Val á föstudagskvöld og kom sér í 2-1 í einvíginu. Grímur Atlason, fjölmiðlafulltrúi Vals, sagðist ekki hafa upplýsingar um nákvæmlega hve mikill fjöldi miða hefði staðið Valsmönnum til boða í gær, og þar með hve margir voru ekki nýttir, en sagði að stuðningur við liðið yrði góður í kvöld og mætingin betri en áður á Sauðárkrók. Leikur Tindastóls og Vals hefst klukkan 19.15 í kvöld. Bein útsending hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.30. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Tindastóll Valur Tengdar fréttir Óðs manns æði hafi gripið um sig á Sauðárkróki Eins og gefur að skilja bíða Sauðkrækingar í ofvæni eftir leik Tindastóls gegn Íslandsmeisturum Vals í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla sem fram fer á morgun. Verður það fjórða viðureign liðanna í úrslitaeinvíginu og með sigri tryggja Stólarnir sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögunni. 14. maí 2023 14:45 Króksarar fjölmenntu á Ölver fyrir leik: „Skagfirsk stemning eins og hún gerist best“ Íslandsmeistarar Vals taka á móti Tindastóli í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Andri Már Eggertsson fór á stúfana og tók púlsinn á stemningunni fyrir leik. 12. maí 2023 18:44 Umfjöllun og viðtöl: Valur 79 – 90 Tindastóll | Stólarnir með pálmann í höndunum fyrir ferðalag til Sauðárkróks Tindastóll vann endurkomusigur gegn Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda í kvöld. Stólarnir komu til baka eftir að hafa verið átta stigum undir í hálfleik og unnu að lokum 11 stiga sigur, 79-90. Tindastóll getur því orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn ef liðið sigrar næsta leik liðanna, sem fer fram á Sauðárkrók næsta mánudag. 12. maí 2023 21:20 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Óðs manns æði hafi gripið um sig á Sauðárkróki Eins og gefur að skilja bíða Sauðkrækingar í ofvæni eftir leik Tindastóls gegn Íslandsmeisturum Vals í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla sem fram fer á morgun. Verður það fjórða viðureign liðanna í úrslitaeinvíginu og með sigri tryggja Stólarnir sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögunni. 14. maí 2023 14:45
Króksarar fjölmenntu á Ölver fyrir leik: „Skagfirsk stemning eins og hún gerist best“ Íslandsmeistarar Vals taka á móti Tindastóli í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Andri Már Eggertsson fór á stúfana og tók púlsinn á stemningunni fyrir leik. 12. maí 2023 18:44
Umfjöllun og viðtöl: Valur 79 – 90 Tindastóll | Stólarnir með pálmann í höndunum fyrir ferðalag til Sauðárkróks Tindastóll vann endurkomusigur gegn Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda í kvöld. Stólarnir komu til baka eftir að hafa verið átta stigum undir í hálfleik og unnu að lokum 11 stiga sigur, 79-90. Tindastóll getur því orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn ef liðið sigrar næsta leik liðanna, sem fer fram á Sauðárkrók næsta mánudag. 12. maí 2023 21:20
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli