Valsmenn nýttu ekki alla miða og Króksarar hrósa happi Sindri Sverrisson skrifar 15. maí 2023 12:00 Stuðningsmenn Tindastóls hafa sett mikinn svip á úrslitakeppnina í körfubolta síðustu ár og gætu í kvöld mögulega fagnað Íslandsmeistaratitli í fyrsta sinn. VÍSIR/VILHELM Gríðarleg eftirspurn er eftir miðum á leik Tindastóls og Vals í kvöld, þar sem Skagfirðingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í fyrsta sinn. Ljóst er að hvert sæti verður skipað og rúmlega það í Síkinu í kvöld enda uppselt á leikinn líkt og aðra leiki í úrslitaeinvíginu til þessa. Tindastólsmenn seldu miða á leikinn í gær og stóð fólk í langri röð eftir miðum eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Mun færri fengu miða en vildu, eins og sjá má af fjölmörgum auglýsingum eftir miðum á samfélagsmiðlum, og jafnvel ársmiðahafar fóru erindisleysu. Klippa: Röðin í miðasöluna í Síkinu Í dag hafa hins vegar allir ársmiðahafar sem þess óskuðu fengið miða á leikinn, eftir að Valsmenn nýttu ekki þann miðafjölda sem þeim bauðst. Valsmenn áttu reglum samkvæmt rétt á 30% þeirra miða sem seldir eru og höfðu frest til klukkan 19.15 í gærkvöld til að nýta sér það. Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, staðfesti í samtali við Vísi í dag að Valsmenn hefðu ekki nýtt alla sína miða og þannig hefði verið hægt að gleðja hluta af þeim Skagfirðingum sem misst hefðu af miðum í gær. Klippa: Mikil eftirspurn eftir miðum Dagur kvaðst að öðru leyti ekki ætla að ræða við fjölmiðla í dag. Hann gat því ekki svarað því hve margt fólk yrði í Síkinu í kvöld eða hvernig dreifingu miða hefði verið nákvæmlega háttað. Samkvæmt opinberum upplýsingum á vef KKÍ voru 1.500 manns á síðasta leik Tindastóls og Vals í Síkinu, þegar einnig var uppselt á leikinn. Samkvæmt sama vef sáu 2.300 manns þegar Tindastóll vann Val á föstudagskvöld og kom sér í 2-1 í einvíginu. Grímur Atlason, fjölmiðlafulltrúi Vals, sagðist ekki hafa upplýsingar um nákvæmlega hve mikill fjöldi miða hefði staðið Valsmönnum til boða í gær, og þar með hve margir voru ekki nýttir, en sagði að stuðningur við liðið yrði góður í kvöld og mætingin betri en áður á Sauðárkrók. Leikur Tindastóls og Vals hefst klukkan 19.15 í kvöld. Bein útsending hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.30. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Tindastóll Valur Tengdar fréttir Óðs manns æði hafi gripið um sig á Sauðárkróki Eins og gefur að skilja bíða Sauðkrækingar í ofvæni eftir leik Tindastóls gegn Íslandsmeisturum Vals í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla sem fram fer á morgun. Verður það fjórða viðureign liðanna í úrslitaeinvíginu og með sigri tryggja Stólarnir sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögunni. 14. maí 2023 14:45 Króksarar fjölmenntu á Ölver fyrir leik: „Skagfirsk stemning eins og hún gerist best“ Íslandsmeistarar Vals taka á móti Tindastóli í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Andri Már Eggertsson fór á stúfana og tók púlsinn á stemningunni fyrir leik. 12. maí 2023 18:44 Umfjöllun og viðtöl: Valur 79 – 90 Tindastóll | Stólarnir með pálmann í höndunum fyrir ferðalag til Sauðárkróks Tindastóll vann endurkomusigur gegn Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda í kvöld. Stólarnir komu til baka eftir að hafa verið átta stigum undir í hálfleik og unnu að lokum 11 stiga sigur, 79-90. Tindastóll getur því orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn ef liðið sigrar næsta leik liðanna, sem fer fram á Sauðárkrók næsta mánudag. 12. maí 2023 21:20 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Ljóst er að hvert sæti verður skipað og rúmlega það í Síkinu í kvöld enda uppselt á leikinn líkt og aðra leiki í úrslitaeinvíginu til þessa. Tindastólsmenn seldu miða á leikinn í gær og stóð fólk í langri röð eftir miðum eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Mun færri fengu miða en vildu, eins og sjá má af fjölmörgum auglýsingum eftir miðum á samfélagsmiðlum, og jafnvel ársmiðahafar fóru erindisleysu. Klippa: Röðin í miðasöluna í Síkinu Í dag hafa hins vegar allir ársmiðahafar sem þess óskuðu fengið miða á leikinn, eftir að Valsmenn nýttu ekki þann miðafjölda sem þeim bauðst. Valsmenn áttu reglum samkvæmt rétt á 30% þeirra miða sem seldir eru og höfðu frest til klukkan 19.15 í gærkvöld til að nýta sér það. Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, staðfesti í samtali við Vísi í dag að Valsmenn hefðu ekki nýtt alla sína miða og þannig hefði verið hægt að gleðja hluta af þeim Skagfirðingum sem misst hefðu af miðum í gær. Klippa: Mikil eftirspurn eftir miðum Dagur kvaðst að öðru leyti ekki ætla að ræða við fjölmiðla í dag. Hann gat því ekki svarað því hve margt fólk yrði í Síkinu í kvöld eða hvernig dreifingu miða hefði verið nákvæmlega háttað. Samkvæmt opinberum upplýsingum á vef KKÍ voru 1.500 manns á síðasta leik Tindastóls og Vals í Síkinu, þegar einnig var uppselt á leikinn. Samkvæmt sama vef sáu 2.300 manns þegar Tindastóll vann Val á föstudagskvöld og kom sér í 2-1 í einvíginu. Grímur Atlason, fjölmiðlafulltrúi Vals, sagðist ekki hafa upplýsingar um nákvæmlega hve mikill fjöldi miða hefði staðið Valsmönnum til boða í gær, og þar með hve margir voru ekki nýttir, en sagði að stuðningur við liðið yrði góður í kvöld og mætingin betri en áður á Sauðárkrók. Leikur Tindastóls og Vals hefst klukkan 19.15 í kvöld. Bein útsending hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.30. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Tindastóll Valur Tengdar fréttir Óðs manns æði hafi gripið um sig á Sauðárkróki Eins og gefur að skilja bíða Sauðkrækingar í ofvæni eftir leik Tindastóls gegn Íslandsmeisturum Vals í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla sem fram fer á morgun. Verður það fjórða viðureign liðanna í úrslitaeinvíginu og með sigri tryggja Stólarnir sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögunni. 14. maí 2023 14:45 Króksarar fjölmenntu á Ölver fyrir leik: „Skagfirsk stemning eins og hún gerist best“ Íslandsmeistarar Vals taka á móti Tindastóli í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Andri Már Eggertsson fór á stúfana og tók púlsinn á stemningunni fyrir leik. 12. maí 2023 18:44 Umfjöllun og viðtöl: Valur 79 – 90 Tindastóll | Stólarnir með pálmann í höndunum fyrir ferðalag til Sauðárkróks Tindastóll vann endurkomusigur gegn Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda í kvöld. Stólarnir komu til baka eftir að hafa verið átta stigum undir í hálfleik og unnu að lokum 11 stiga sigur, 79-90. Tindastóll getur því orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn ef liðið sigrar næsta leik liðanna, sem fer fram á Sauðárkrók næsta mánudag. 12. maí 2023 21:20 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Óðs manns æði hafi gripið um sig á Sauðárkróki Eins og gefur að skilja bíða Sauðkrækingar í ofvæni eftir leik Tindastóls gegn Íslandsmeisturum Vals í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla sem fram fer á morgun. Verður það fjórða viðureign liðanna í úrslitaeinvíginu og með sigri tryggja Stólarnir sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögunni. 14. maí 2023 14:45
Króksarar fjölmenntu á Ölver fyrir leik: „Skagfirsk stemning eins og hún gerist best“ Íslandsmeistarar Vals taka á móti Tindastóli í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Andri Már Eggertsson fór á stúfana og tók púlsinn á stemningunni fyrir leik. 12. maí 2023 18:44
Umfjöllun og viðtöl: Valur 79 – 90 Tindastóll | Stólarnir með pálmann í höndunum fyrir ferðalag til Sauðárkróks Tindastóll vann endurkomusigur gegn Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda í kvöld. Stólarnir komu til baka eftir að hafa verið átta stigum undir í hálfleik og unnu að lokum 11 stiga sigur, 79-90. Tindastóll getur því orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn ef liðið sigrar næsta leik liðanna, sem fer fram á Sauðárkrók næsta mánudag. 12. maí 2023 21:20