Birta myndir af Lúkasjenka til að kveða niður orðróm Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2023 10:23 Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, á mynd sem ríkisfréttastofan Belta birti af honum í dag. AP/skrifstofa forseta Hvíta-Rússlands Nýjar myndir af Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, voru birtar í dag, að því er virðist til þess að kveða niður orðróm um að forsetinn sé alvarlega veikur. Þær eru þó sagðar vekja nýjar spurningar um heilsu forsetans. Vangaveltur um heilsu Lúkasjenka fóru á flug þegar hann sást ekki opinberlega í næstum viku. Þar til í dag sást hann síðast á hátíðarhöldum í Moskvu og Minsk vegna sigurs Sovétríkjanna á Þýskalandi í síðari heimsstyrjöldinni 9. maí. Í Moskvu virtist forsetinn fölur og þrútinn auk þess sem hann var með sárabindi um hægri höndina. Hann gekk ekki með öðrum leiðtogum nokkur hundruð metra leið frá Rauða torginu að gröf óþekkta hermannsins heldur fékk far með rafbíl. Lúkasjenka virtist ekki upplitsdjarfur við hátíðarhöld í Moskvu í síðustu viku.AP/Gavriil Grigorov/Sputnik Hann sleppti hátíðarmorgunverði í Moskvu og flaug heim til Hvíta-Rússlands og tók þátt í hátíðarhöldum þar. Það var í fyrsta skipti í áraraðir sem forsetinn hélt ekki ræðu í tilefni dagsins. Næstu daga eftir það lét hann ekki sjá sig á viðburðum sem hann átti að vera viðstaddur, þar á meðal ríkisstjórnarfund. Hás og veikróma Ríkisfréttastofan Belta birti myndir af Lúkasjenka sem voru sagðar teknar í heimsókn í flugherstöð. Skömmu síðar birtist myndband af forsetanum á Telegram-rás sem tengist forsetahöllinni. Lúkasjenka talaði um rússneskar flugvélar og þyrlur sem voru skotnar niður um helgina í myndbandi sem var birt af honum í dag. Það virðist eiga að staðfesta að myndbandið sé nýtt.AP/skrifstofa forseta Hvíta-Rússlands AP-fréttastofan segir að markmið myndbirtingarinnar hafi augljóslega verið að kveða orðróm um heilsu forsetans í kútinn. Myndirnar hafi þrátt fyrir það vakið enn frekari spurningar. Þannig var sárabindi nú komið á vinstri hönd forsetans. Hann hljómaði einnig hás og veikróma. In an attempt to show he is totally not dead, Belarus' Alexander Lukashenko makes his first public appearance in nearly a week. He is talking about Russian planes and helicopters shot down last weekend, seemingly confirming this is not stock video to be released in his absence pic.twitter.com/N4acLrBrKy— max seddon (@maxseddon) May 15, 2023 Ríkisstjórnin í Minsk hefur ekkert gefið út á fjarveru forsetans opinberlega þrátt fyrir að hann sé annars vanur að halda langar og tilþrifamiklar ræður nær daglega. Konstantin Zatulin, rússneskur þingmaður, sagði þarlendum fjölmiðlum á sunnudag að Lúkasjenka væri einfaldlega veikur og að hann þyrfti aðeins á hvíld að halda. Dmitrík Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, svaraði ekki spurningum fjölmiðlar um heilsu hvítrússneska forsetans og benti á að það væri mikilvægt að hlusta aðeins á opinberar upplýsingar frá stjórnvöldum í Minsk. Hvíta-Rússland Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Vangaveltur um heilsu Lúkasjenka fóru á flug þegar hann sást ekki opinberlega í næstum viku. Þar til í dag sást hann síðast á hátíðarhöldum í Moskvu og Minsk vegna sigurs Sovétríkjanna á Þýskalandi í síðari heimsstyrjöldinni 9. maí. Í Moskvu virtist forsetinn fölur og þrútinn auk þess sem hann var með sárabindi um hægri höndina. Hann gekk ekki með öðrum leiðtogum nokkur hundruð metra leið frá Rauða torginu að gröf óþekkta hermannsins heldur fékk far með rafbíl. Lúkasjenka virtist ekki upplitsdjarfur við hátíðarhöld í Moskvu í síðustu viku.AP/Gavriil Grigorov/Sputnik Hann sleppti hátíðarmorgunverði í Moskvu og flaug heim til Hvíta-Rússlands og tók þátt í hátíðarhöldum þar. Það var í fyrsta skipti í áraraðir sem forsetinn hélt ekki ræðu í tilefni dagsins. Næstu daga eftir það lét hann ekki sjá sig á viðburðum sem hann átti að vera viðstaddur, þar á meðal ríkisstjórnarfund. Hás og veikróma Ríkisfréttastofan Belta birti myndir af Lúkasjenka sem voru sagðar teknar í heimsókn í flugherstöð. Skömmu síðar birtist myndband af forsetanum á Telegram-rás sem tengist forsetahöllinni. Lúkasjenka talaði um rússneskar flugvélar og þyrlur sem voru skotnar niður um helgina í myndbandi sem var birt af honum í dag. Það virðist eiga að staðfesta að myndbandið sé nýtt.AP/skrifstofa forseta Hvíta-Rússlands AP-fréttastofan segir að markmið myndbirtingarinnar hafi augljóslega verið að kveða orðróm um heilsu forsetans í kútinn. Myndirnar hafi þrátt fyrir það vakið enn frekari spurningar. Þannig var sárabindi nú komið á vinstri hönd forsetans. Hann hljómaði einnig hás og veikróma. In an attempt to show he is totally not dead, Belarus' Alexander Lukashenko makes his first public appearance in nearly a week. He is talking about Russian planes and helicopters shot down last weekend, seemingly confirming this is not stock video to be released in his absence pic.twitter.com/N4acLrBrKy— max seddon (@maxseddon) May 15, 2023 Ríkisstjórnin í Minsk hefur ekkert gefið út á fjarveru forsetans opinberlega þrátt fyrir að hann sé annars vanur að halda langar og tilþrifamiklar ræður nær daglega. Konstantin Zatulin, rússneskur þingmaður, sagði þarlendum fjölmiðlum á sunnudag að Lúkasjenka væri einfaldlega veikur og að hann þyrfti aðeins á hvíld að halda. Dmitrík Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, svaraði ekki spurningum fjölmiðlar um heilsu hvítrússneska forsetans og benti á að það væri mikilvægt að hlusta aðeins á opinberar upplýsingar frá stjórnvöldum í Minsk.
Hvíta-Rússland Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira