Frekir kallar með rándýra bíla hafi hindrað tunnuskipti Bjarki Sigurðsson skrifar 16. maí 2023 12:30 Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, með nýju tvískiptu tunnuna. Vísir/Sigurjón Nýjar ruslatunnur eru í dreifingu á höfuðborgarsvæðinu en við breytinguna bætist ein tunna við í einbýli þar sem eru fleiri en þrír íbúar. Ekki eru allir sáttir með það og segir samskiptastjóri Sorpu að dæmi séu um að íbúar hafi hindrað sorphirðumenn frá því að vinna vinnuna sína vegna nýju tunnunnar. Við breytingar á flokkunarkerfi Sorpu er flokknum „lífrænn úrgangur“ bætt við þá hópa sem heimili eiga að flokka í. Til þess að hefja það hefur Sorpa hafið dreifingu á nýjum tunnum. Það sem flestir íbúar í einbýli munu koma með til að kynnast er tvískipt tunna á meðan íbúar í fjölbýli fá bara eina nýja brúna tunnu fyrir lífrænan úrgang. Tunnurnar voru skoðaðar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Klippa: Ekki flókið að flokka Tegundir tvískiptu tunnunnar eru tvær. Annars vegar er það tunna með hólf fyrir almennt sorp og hólf fyrir lífrænan úrgang. Þá tunnu mega flestir íbúar í einbýli fá, sama hversu margir búar þar. Hins vegar er tvískipt tunna með hólfi fyrir plast og hólfi fyrir pappír og pappa. Sú tunna verður einungis í boði fyrir fólk í einbýli þar sem þrír eða færri búa. Ef íbúarnir eru fleiri en þrír verður hins vegar sitthvor tunnan fyrir plast og pappír og pappa. Því verða íbúar í einbýli ýmist með tvær eða þrjár tunnur. Fyrstir til að fá nýju tunnurnar eru íbúar á Kjalarnesi, Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal. Þar koma tunnurnar núna í maímánuði. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, segir flesta vera ánægða með nýja fyrirkomulagið, þrátt fyrir að einhver skemmd epli leynist inn á milli. „Við sjáum að fólk hefur verið að bíða eftir þessu lengi og hefur kallað eftir þessu. En við höfum líka heyrt sögur af því að einhverjir frekir kallar með bíla á planinu sem eru á við 60-föld laun verkamannsins sem kemur með tunnuna, hafi verið að meina fólki aðgang að tunnuskýlinu til að skipta. Þetta er hegðun sem er ekki til eftirbreytni. Þegar við segjum fólki vestarlega í borginni að það þurfi að bíða þar til í ágúst eða september segir það að það sé ósátt og vilji fá tunnuna núna. Þetta er tími sem tekur til að keyra þetta allt saman út,“ segir Gunnar. Umhverfismál Sorpa Sorphirða Reykjavík Tengdar fréttir Byrjað að dreifa nýju sorptunnunum í Reykjavík Dreifing á nýjum sorptunnum er hafin í Reykjavík og er þar unnið samkvæmt nýju flokkunarkerfi sorphirðu í samvinnu við nágrannasveitarfélög. 12. maí 2023 13:04 Mikilvægt að tæma dolluna Samskiptastjóri Sorpu segir það mikilvægt að tæma nikótínpúðadollur áður en þær eru settar í endurvinnslu. Púðarnir eru ekki endurvinnanlegir þrátt fyrir að dollan eigi að fara í plastruslið. 15. maí 2023 16:37 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Sjá meira
Við breytingar á flokkunarkerfi Sorpu er flokknum „lífrænn úrgangur“ bætt við þá hópa sem heimili eiga að flokka í. Til þess að hefja það hefur Sorpa hafið dreifingu á nýjum tunnum. Það sem flestir íbúar í einbýli munu koma með til að kynnast er tvískipt tunna á meðan íbúar í fjölbýli fá bara eina nýja brúna tunnu fyrir lífrænan úrgang. Tunnurnar voru skoðaðar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Klippa: Ekki flókið að flokka Tegundir tvískiptu tunnunnar eru tvær. Annars vegar er það tunna með hólf fyrir almennt sorp og hólf fyrir lífrænan úrgang. Þá tunnu mega flestir íbúar í einbýli fá, sama hversu margir búar þar. Hins vegar er tvískipt tunna með hólfi fyrir plast og hólfi fyrir pappír og pappa. Sú tunna verður einungis í boði fyrir fólk í einbýli þar sem þrír eða færri búa. Ef íbúarnir eru fleiri en þrír verður hins vegar sitthvor tunnan fyrir plast og pappír og pappa. Því verða íbúar í einbýli ýmist með tvær eða þrjár tunnur. Fyrstir til að fá nýju tunnurnar eru íbúar á Kjalarnesi, Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal. Þar koma tunnurnar núna í maímánuði. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, segir flesta vera ánægða með nýja fyrirkomulagið, þrátt fyrir að einhver skemmd epli leynist inn á milli. „Við sjáum að fólk hefur verið að bíða eftir þessu lengi og hefur kallað eftir þessu. En við höfum líka heyrt sögur af því að einhverjir frekir kallar með bíla á planinu sem eru á við 60-föld laun verkamannsins sem kemur með tunnuna, hafi verið að meina fólki aðgang að tunnuskýlinu til að skipta. Þetta er hegðun sem er ekki til eftirbreytni. Þegar við segjum fólki vestarlega í borginni að það þurfi að bíða þar til í ágúst eða september segir það að það sé ósátt og vilji fá tunnuna núna. Þetta er tími sem tekur til að keyra þetta allt saman út,“ segir Gunnar.
Umhverfismál Sorpa Sorphirða Reykjavík Tengdar fréttir Byrjað að dreifa nýju sorptunnunum í Reykjavík Dreifing á nýjum sorptunnum er hafin í Reykjavík og er þar unnið samkvæmt nýju flokkunarkerfi sorphirðu í samvinnu við nágrannasveitarfélög. 12. maí 2023 13:04 Mikilvægt að tæma dolluna Samskiptastjóri Sorpu segir það mikilvægt að tæma nikótínpúðadollur áður en þær eru settar í endurvinnslu. Púðarnir eru ekki endurvinnanlegir þrátt fyrir að dollan eigi að fara í plastruslið. 15. maí 2023 16:37 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Sjá meira
Byrjað að dreifa nýju sorptunnunum í Reykjavík Dreifing á nýjum sorptunnum er hafin í Reykjavík og er þar unnið samkvæmt nýju flokkunarkerfi sorphirðu í samvinnu við nágrannasveitarfélög. 12. maí 2023 13:04
Mikilvægt að tæma dolluna Samskiptastjóri Sorpu segir það mikilvægt að tæma nikótínpúðadollur áður en þær eru settar í endurvinnslu. Púðarnir eru ekki endurvinnanlegir þrátt fyrir að dollan eigi að fara í plastruslið. 15. maí 2023 16:37