Hyggjast ná augum og eyrum þjóðarleiðtoganna við mótmæli gegn hvalveiðum Helena Rós Sturludóttir skrifar 16. maí 2023 13:01 Valgerður Árnadóttir, formaður Samtaka grænkera, segir vel hægt að afturkalla hvalveiðileyfi fyrir þetta ár. Stöð 2 Boðað hefur verið til mótmæla í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag vegna hvalveiða og er þess krafist að veiðar verði stöðvaðar. Skipuleggjandi segir vel hægt að afturkalla hvalveiðileyfi þar sem ljóst sé að dýravelferðarlög hafi verið brotin. Mótmælendur ætla hittast klukkan fjögur í dag á Skólavörðustíg og munu ganga þaðan saman að Arnarhóli. Valgerður Árnadóttir, formaður Samtaka grænkera og skipuleggjandi mótmælanna, segir mótmælin til komin vegna niðurstöðu skýrslu Matvælastofnunar. „Þær eru hryllilegar þessar aðferðir sem eru notaðar við að veiða hvali og það er ekki boðlegt okkar samfélagi að við séum að leyfa það að það sé verið að murka lífið úr hvölum klukkutímum saman. Þetta brýtur á öllum þeir dýra velferðarlögum sem við höfum og okkur þykir ótrúlega einkennilegt að það eigi að leyfa þessu að viðgangast í sumar eftir að þessi skýrsla er komin út. Við viljum bara að þetta verði stoppað,“ segir Valgerður. Vel hægt að afturkalla veiðileyfið Matvælaráðherra hefur sagt skýrsluna vekja upp margar spurningar um hvalveiðar. Meðal annars hvort endurskoða þurfi hvort atvinnugreinin tilheyri fortíðinni frekar en framtíð. Ekki sé þó hægt að afturkalla veiðileyfi fyrir þetta sumar. Valgerður gefur lítið fyrir þær skýringar. „Við og þeir lögfræðingar sem hafa tjáð sig um málið sem eru ekki innan vébanda matvælaráðuneytisins hafa sagt að þetta sé bara ekki rétt. Það er vel hægt að afturkalla þetta veiðileyfi vegna þess að lög eru brotin. Og við förum fram á það að hér sé farið eftir lögum og að þetta sé stöðvað.“ Friðsæl og fjölskylduvæn mótmæli Valgerður segist ekki skilja hvers vegna það séu lög í landinu ef hægt sé að brjóta þau án afleiðinga. „Það er mjög skýrt að þarna eru dýravelferðarlög brotin og það er mjög skýrt í hvalveiðilögum og dýravelferðarlögum að það eru viðurlög við þeim brotum,“ segir hún. Valgerður segir lögreglu meðvitaða af mótmælunum og að hún þurfi engar áhyggjur að hafa. Þetta verði friðsæl og fjölskylduvæn mótmæli. Tímasetningin á þeim sé þó engin tilviljun en mótmælin hefjast á sama tíma og fyrstu þjóðarleiðtogarnir mæta í Hörpu, klukkan 16 í dag. „Þetta er akkúrat á þeim tíma sem leiðtogar munu vera að koma fram hjá Arnarhóli í bílaröð og við völdum þennan tíma þess vegna. Til að ná augum og eyrum þeirra kannski svona rétt á meðan þau eiga leið fram hjá,“ segir Valgerður sem vonast til að sjá sem flesta síðdegis í dag. Hvalveiðar Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Hvalir Tengdar fréttir Segir mjög góðan rökstuðning þurfa ef halda á áfram hvalveiðum Matvælaráðherra segir mjög góðan rökstuðning þurfa til þess að hvalveiðar verði stundaðar áfram en reglugerð um veiðarnar rennur út eftir yfirstandandi veiðitímabil. Sönnunarbyrðin hvíli á þeim sem vilja halda veiðunum til streitu. 12. maí 2023 12:48 Afturköllun leyfis gæti þýtt bætur til Hvals Ákvæði stjórnsýslulaga, um tjón leyfishafa, meðalhófsreglu og fleira, eru ástæða þess að Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, afturkallar ekki hvalveiðileyfi Hvals hf. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd í ljósi þess að í leyfinu segir að ráðherra hafi rétt til afturköllunar. 11. maí 2023 11:21 Óverjandi að stöðva veiðarnar ekki strax Það er bæði ósiðlegt og óverjandi að stöðva ekki hvalveiðar strax í ljósi skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar, segir formaður Viðreisnar. Hún telur augljóst að ráðherra hafi heimild til þess að afturkalla veiðileyfi á grundvelli nýrra upplýsinga. 9. maí 2023 13:12 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Mótmælendur ætla hittast klukkan fjögur í dag á Skólavörðustíg og munu ganga þaðan saman að Arnarhóli. Valgerður Árnadóttir, formaður Samtaka grænkera og skipuleggjandi mótmælanna, segir mótmælin til komin vegna niðurstöðu skýrslu Matvælastofnunar. „Þær eru hryllilegar þessar aðferðir sem eru notaðar við að veiða hvali og það er ekki boðlegt okkar samfélagi að við séum að leyfa það að það sé verið að murka lífið úr hvölum klukkutímum saman. Þetta brýtur á öllum þeir dýra velferðarlögum sem við höfum og okkur þykir ótrúlega einkennilegt að það eigi að leyfa þessu að viðgangast í sumar eftir að þessi skýrsla er komin út. Við viljum bara að þetta verði stoppað,“ segir Valgerður. Vel hægt að afturkalla veiðileyfið Matvælaráðherra hefur sagt skýrsluna vekja upp margar spurningar um hvalveiðar. Meðal annars hvort endurskoða þurfi hvort atvinnugreinin tilheyri fortíðinni frekar en framtíð. Ekki sé þó hægt að afturkalla veiðileyfi fyrir þetta sumar. Valgerður gefur lítið fyrir þær skýringar. „Við og þeir lögfræðingar sem hafa tjáð sig um málið sem eru ekki innan vébanda matvælaráðuneytisins hafa sagt að þetta sé bara ekki rétt. Það er vel hægt að afturkalla þetta veiðileyfi vegna þess að lög eru brotin. Og við förum fram á það að hér sé farið eftir lögum og að þetta sé stöðvað.“ Friðsæl og fjölskylduvæn mótmæli Valgerður segist ekki skilja hvers vegna það séu lög í landinu ef hægt sé að brjóta þau án afleiðinga. „Það er mjög skýrt að þarna eru dýravelferðarlög brotin og það er mjög skýrt í hvalveiðilögum og dýravelferðarlögum að það eru viðurlög við þeim brotum,“ segir hún. Valgerður segir lögreglu meðvitaða af mótmælunum og að hún þurfi engar áhyggjur að hafa. Þetta verði friðsæl og fjölskylduvæn mótmæli. Tímasetningin á þeim sé þó engin tilviljun en mótmælin hefjast á sama tíma og fyrstu þjóðarleiðtogarnir mæta í Hörpu, klukkan 16 í dag. „Þetta er akkúrat á þeim tíma sem leiðtogar munu vera að koma fram hjá Arnarhóli í bílaröð og við völdum þennan tíma þess vegna. Til að ná augum og eyrum þeirra kannski svona rétt á meðan þau eiga leið fram hjá,“ segir Valgerður sem vonast til að sjá sem flesta síðdegis í dag.
Hvalveiðar Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Hvalir Tengdar fréttir Segir mjög góðan rökstuðning þurfa ef halda á áfram hvalveiðum Matvælaráðherra segir mjög góðan rökstuðning þurfa til þess að hvalveiðar verði stundaðar áfram en reglugerð um veiðarnar rennur út eftir yfirstandandi veiðitímabil. Sönnunarbyrðin hvíli á þeim sem vilja halda veiðunum til streitu. 12. maí 2023 12:48 Afturköllun leyfis gæti þýtt bætur til Hvals Ákvæði stjórnsýslulaga, um tjón leyfishafa, meðalhófsreglu og fleira, eru ástæða þess að Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, afturkallar ekki hvalveiðileyfi Hvals hf. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd í ljósi þess að í leyfinu segir að ráðherra hafi rétt til afturköllunar. 11. maí 2023 11:21 Óverjandi að stöðva veiðarnar ekki strax Það er bæði ósiðlegt og óverjandi að stöðva ekki hvalveiðar strax í ljósi skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar, segir formaður Viðreisnar. Hún telur augljóst að ráðherra hafi heimild til þess að afturkalla veiðileyfi á grundvelli nýrra upplýsinga. 9. maí 2023 13:12 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Segir mjög góðan rökstuðning þurfa ef halda á áfram hvalveiðum Matvælaráðherra segir mjög góðan rökstuðning þurfa til þess að hvalveiðar verði stundaðar áfram en reglugerð um veiðarnar rennur út eftir yfirstandandi veiðitímabil. Sönnunarbyrðin hvíli á þeim sem vilja halda veiðunum til streitu. 12. maí 2023 12:48
Afturköllun leyfis gæti þýtt bætur til Hvals Ákvæði stjórnsýslulaga, um tjón leyfishafa, meðalhófsreglu og fleira, eru ástæða þess að Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, afturkallar ekki hvalveiðileyfi Hvals hf. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd í ljósi þess að í leyfinu segir að ráðherra hafi rétt til afturköllunar. 11. maí 2023 11:21
Óverjandi að stöðva veiðarnar ekki strax Það er bæði ósiðlegt og óverjandi að stöðva ekki hvalveiðar strax í ljósi skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar, segir formaður Viðreisnar. Hún telur augljóst að ráðherra hafi heimild til þess að afturkalla veiðileyfi á grundvelli nýrra upplýsinga. 9. maí 2023 13:12
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent