Hlaut árs skilorðsbundinn fangelsisdóm í Procar máli Kristinn Haukur Guðnason skrifar 16. maí 2023 15:36 Alls var kílómetrastaðan lækkuð í 134 seldum bílum. Procar Haraldur Sveinn Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri og meirihlutaeigandi bílaleigunnar Procar, var í dag dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals. Haraldur játaði að hafa falsað kílómetrastöðu í 134 bílum fyrir sölu. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Var horft til þess að Haraldur hefði játað skýlaust brot sín fyrir dómi og að játningin væri studd sakargögnum. Hafði hann greitt kaupendunum bætur vegna einkaréttarkröfu og var því fallið frá bótakröfum í málinu. „Þá baðst ákærði innilega afsökunar á brotum sínum fyrir dómi,“ segir í dómnum. Litið er til þess að langt sé frá því að málið kom upp og að dráttur hafi verið á lögreglurannsókn. Hins vegar var litið til þess að brotin hafi staðið yfir um nokkurt árabil og fólu í sér brotasamsteypu þar sem brotið var gegn umtalsverðum fjölda fólks með blekkingum. Var markmiðið með blekkingunum að gera það auðveldara og arðbærara að selja bifreiðar Procar grandlausum kaupendum. Rýrir tiltrú almennings „Sú aðferð sem beitt var, að falsa kílómetrastöðu ökumæla á annað hundrað bifreiða, er einnig til þess fallin að rýra almennt traust og tiltrú almennings í bifreiðaviðskiptum enda títt litið til stöðu ökumælis þegar lagt er mat á hversu góður kostur í kaupum notuð bifreið er með tilliti til aldurs,“ segir í dómnum. Í ársbyrjun árið 2019 komst upp að átt hefði verið við kílómetrastöðuna í bílum seldum frá Procar. Málið var hins vegar ekki þingfest fyrr en í apríl á þessu ári. Fram kom að mælarnir höfðu verið lækkaðir um tugi þúsunda kílómetra, mest rúmlega 50 þúsund. Procar Dómsmál Bílaleigur Tengdar fréttir Játar að hafa falsað kílómetrastöðu í 134 bílum í Procar-máli Framkvæmdastjóri, stjórnarformaður og meirihlutaeigandi bílaleigunnar Procar, Haraldur Sveinn Gunnarsson, hefur játað að hafa falsað kílómetrastöðuna í 134 bílum bílaleigunnar sem seldir voru á bílasölum á árunum 2014 til 2018. 14. apríl 2023 11:16 Rannsókn á Procar-málinu að ljúka Rannsókn á Procar-málinu svokallaða er á lokastigi og verður málið sent til Ríkissaksóknara í kjölfarið samkvæmt upplýsingum frá Héraðssaksóknara. 21. september 2021 07:01 Ráðast í aðgerðir eftir svik Procar Bílgreinasambandið mun innan tíðar opna fyrir aðgang að ökutækjaskrá þar sem hægt verður að kanna hvort tiltekinn bíll hafi verið til umráða hjá bílaleigu en í eigu fjármögnunarfyrirtækis. 26. febrúar 2019 10:38 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Var horft til þess að Haraldur hefði játað skýlaust brot sín fyrir dómi og að játningin væri studd sakargögnum. Hafði hann greitt kaupendunum bætur vegna einkaréttarkröfu og var því fallið frá bótakröfum í málinu. „Þá baðst ákærði innilega afsökunar á brotum sínum fyrir dómi,“ segir í dómnum. Litið er til þess að langt sé frá því að málið kom upp og að dráttur hafi verið á lögreglurannsókn. Hins vegar var litið til þess að brotin hafi staðið yfir um nokkurt árabil og fólu í sér brotasamsteypu þar sem brotið var gegn umtalsverðum fjölda fólks með blekkingum. Var markmiðið með blekkingunum að gera það auðveldara og arðbærara að selja bifreiðar Procar grandlausum kaupendum. Rýrir tiltrú almennings „Sú aðferð sem beitt var, að falsa kílómetrastöðu ökumæla á annað hundrað bifreiða, er einnig til þess fallin að rýra almennt traust og tiltrú almennings í bifreiðaviðskiptum enda títt litið til stöðu ökumælis þegar lagt er mat á hversu góður kostur í kaupum notuð bifreið er með tilliti til aldurs,“ segir í dómnum. Í ársbyrjun árið 2019 komst upp að átt hefði verið við kílómetrastöðuna í bílum seldum frá Procar. Málið var hins vegar ekki þingfest fyrr en í apríl á þessu ári. Fram kom að mælarnir höfðu verið lækkaðir um tugi þúsunda kílómetra, mest rúmlega 50 þúsund.
Procar Dómsmál Bílaleigur Tengdar fréttir Játar að hafa falsað kílómetrastöðu í 134 bílum í Procar-máli Framkvæmdastjóri, stjórnarformaður og meirihlutaeigandi bílaleigunnar Procar, Haraldur Sveinn Gunnarsson, hefur játað að hafa falsað kílómetrastöðuna í 134 bílum bílaleigunnar sem seldir voru á bílasölum á árunum 2014 til 2018. 14. apríl 2023 11:16 Rannsókn á Procar-málinu að ljúka Rannsókn á Procar-málinu svokallaða er á lokastigi og verður málið sent til Ríkissaksóknara í kjölfarið samkvæmt upplýsingum frá Héraðssaksóknara. 21. september 2021 07:01 Ráðast í aðgerðir eftir svik Procar Bílgreinasambandið mun innan tíðar opna fyrir aðgang að ökutækjaskrá þar sem hægt verður að kanna hvort tiltekinn bíll hafi verið til umráða hjá bílaleigu en í eigu fjármögnunarfyrirtækis. 26. febrúar 2019 10:38 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Játar að hafa falsað kílómetrastöðu í 134 bílum í Procar-máli Framkvæmdastjóri, stjórnarformaður og meirihlutaeigandi bílaleigunnar Procar, Haraldur Sveinn Gunnarsson, hefur játað að hafa falsað kílómetrastöðuna í 134 bílum bílaleigunnar sem seldir voru á bílasölum á árunum 2014 til 2018. 14. apríl 2023 11:16
Rannsókn á Procar-málinu að ljúka Rannsókn á Procar-málinu svokallaða er á lokastigi og verður málið sent til Ríkissaksóknara í kjölfarið samkvæmt upplýsingum frá Héraðssaksóknara. 21. september 2021 07:01
Ráðast í aðgerðir eftir svik Procar Bílgreinasambandið mun innan tíðar opna fyrir aðgang að ökutækjaskrá þar sem hægt verður að kanna hvort tiltekinn bíll hafi verið til umráða hjá bílaleigu en í eigu fjármögnunarfyrirtækis. 26. febrúar 2019 10:38