Fjölmennt á sýningu Upplýsingatækniskólans Íris Hauksdóttir skrifar 16. maí 2023 21:02 Óhætt er að segja að útskriftarsýning nemenda Upplýsingatækniskólans hafi heppnast með eindæmum vel um helgina. aðsend Óhætt er að segja að útskriftarsýning nemenda Upplýsingatækniskólans hafi heppnast með eindæmum vel um helgina, en fjölmenni sótti sýninguna þegar hún var opnuð í húsakynnum Tækniskólanum við Háteigsveg 35–39 á föstudag. „Já, sýningin var bara ótrúlega vel heppnuð í alla staði og aðsókin góð; í raun má segja að hún hafi farið langt fram úr væntingum, þannig að við getum ekki verið annað en mjög sátt,“ segir Roald Eyvindsson, nemi í grafískri miðlun. Roald Eyvindsson og Ragnhildur Aðalsteinsdóttir á sýningunni.Unnur Magna Á sýningunni gaf að líta fjölbreytt verk eftir nítján nemendur, allt frá ljósmyndum upp í innbundnar bækur og prentgripi, þar á meðal ljósmyndabækur, auglýsingar, umbúðir, bæklinga og tímaritið Ask, sem er samstarfsverkefni nema í grafískri miðlun. Lokapunktur á löngu lærdómsferli Það voru nemendur í bókbandi, grafískri miðlun og ljósmyndun Upplýsingatækniskólans sem stóðu að sýningunni en hún er lokapunkturinn á tveggja og hálfs árs lærdómsferli þeirra og þykir gefa ágætis innsýn í hið yfirgripsmikla nám sem fram fer í skólanum. Roald segir nemendur vera í skýjunum með góðar viðtökur. „Við erum bara rosalega ánægð með hvernig til tókst, eins og ég segi, og gaman að finna fyrir því hvað það er mikill áhugi á hönnun, ljósmyndun og prentgripum. Það var stöðugur straumur á opnuninni og fólki var tíðrætt um hvað verkin væru fjölbreytt og skemmtileg. Já það er alveg ljóst að þessi sýning hitti beint í mark.“ Roald bendir á áhugasöm þurfi ekki að örvænta þótt þau hafi ekki komist á sýninguna. Hluti hennar, það er að segja verk eftir nema í grafískri miðlun, megi nefnilega nálgast hér. Sýnishorn af verkum nemenda.aðsend Sýnishorn af verkum nemenda.aðsend Sýnishorn af verkum nemenda.aðsend Sýnishorn af verkum nemenda.aðsend Sýnishorn af verkum nemenda.aðsend Upplýsingatækni Skóla - og menntamál Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
„Já, sýningin var bara ótrúlega vel heppnuð í alla staði og aðsókin góð; í raun má segja að hún hafi farið langt fram úr væntingum, þannig að við getum ekki verið annað en mjög sátt,“ segir Roald Eyvindsson, nemi í grafískri miðlun. Roald Eyvindsson og Ragnhildur Aðalsteinsdóttir á sýningunni.Unnur Magna Á sýningunni gaf að líta fjölbreytt verk eftir nítján nemendur, allt frá ljósmyndum upp í innbundnar bækur og prentgripi, þar á meðal ljósmyndabækur, auglýsingar, umbúðir, bæklinga og tímaritið Ask, sem er samstarfsverkefni nema í grafískri miðlun. Lokapunktur á löngu lærdómsferli Það voru nemendur í bókbandi, grafískri miðlun og ljósmyndun Upplýsingatækniskólans sem stóðu að sýningunni en hún er lokapunkturinn á tveggja og hálfs árs lærdómsferli þeirra og þykir gefa ágætis innsýn í hið yfirgripsmikla nám sem fram fer í skólanum. Roald segir nemendur vera í skýjunum með góðar viðtökur. „Við erum bara rosalega ánægð með hvernig til tókst, eins og ég segi, og gaman að finna fyrir því hvað það er mikill áhugi á hönnun, ljósmyndun og prentgripum. Það var stöðugur straumur á opnuninni og fólki var tíðrætt um hvað verkin væru fjölbreytt og skemmtileg. Já það er alveg ljóst að þessi sýning hitti beint í mark.“ Roald bendir á áhugasöm þurfi ekki að örvænta þótt þau hafi ekki komist á sýninguna. Hluti hennar, það er að segja verk eftir nema í grafískri miðlun, megi nefnilega nálgast hér. Sýnishorn af verkum nemenda.aðsend Sýnishorn af verkum nemenda.aðsend Sýnishorn af verkum nemenda.aðsend Sýnishorn af verkum nemenda.aðsend Sýnishorn af verkum nemenda.aðsend
Upplýsingatækni Skóla - og menntamál Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira