Gæsla til bjargar dómara sem hótað var lífláti Valur Páll Eiríksson skrifar 17. maí 2023 08:00 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Daníel Þór „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum og þetta er eitthvað sem við höfum enga þolinmæði fyrir,“ segir Þóroddur Hjaltalín, fyrrum dómari og starfsmaður Knattspyrnusambands Íslands. Tilefnið eru líflátshótanir sem dómurum á vegum sambandsins hafa borist á síðustu vikum. KSÍ sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem kallað var eftir stillingu á meðal almennings þegar kemur að gagnrýni í garð starfa dómara. Ástæða yfirlýsingarinnar eru tvær líflátshótanir sem dómurum á vegum sambandsins hefur borist á síðustu vikum. Fyrrum dómarinn Þóroddur Hjaltalín, sem vinnur að dómaramálum hjá KSÍ, segir þetta grafalvarlegt mál. „Önnur hótunin berst dómaranum beint sem talskilaboð en hitt atvikið er einfaldlega þar sem áhorfandi missir stjórn á skapi sínu, ryðst inn á völlinn og ætlar bara í dómarann og hótar honum lífláti. Sem betur fer brást gæslan vel við og steig inn í þessar aðstæður sem við erum auðvitað mjög þakklát fyrir. Það er kannski ágætt að nota tækifærið og þakka þeim fyrir frábær vinnubrögð þar,“ segir Þóroddur sem vildi að öðru leyti ekki tjá sig um smáatriði tengd atvikunum tveimur. Þóroddur Hjaltalín, fyrrum dómari og starfsmaður KSÍ.Vísir/Dúi En eru fordæmi fyrir slíkum hótunum? „Já, því miður. En okkur þykir þetta vera að færast aðeins í aukana núna og lítum þetta mjög alvarlegum augum því að það að hóta fólki, hvort sem það eru strákapör eða eins og í þessu tilfelli, stálpaður einstaklingur sem kemur inn á völlinn er bara mjög alvarlegt og verður ekki liðið hér,“ segir Þóroddur. Aðspurður um hvort leitað verði til lögreglu vegna málsins segir Þóroddur málið enn til vinnslu. „Það er bara allt í skoðun. Við erum að vinna málið núna og afla okkur upplýsinga.“ Dómurum verulega brugðið Þóroddur segir dómarana sem bárust hótanirnar vera brugðið. Þá sé hætt við að þetta fæli þá eða aðra frá starfinu. „Ég er auðvitað í miklum samskiptum við þá, þeir eru starfsmenn hérna hjá okkur og þeim er auðvitað verulega brugðið. Það er ekki hægt að neita því,“ segir Þóroddur. En er þá hætta á að menn segi sig frá dómgæslunni þegar svona hótanir berast? „Auðvitað óttumst við það alltaf en í þessum tilfellum er það ekki þannig. Knattspyrnudómarar eru yfirleitt með sterkt bak og þurfa að hafa það, en það eru takmörk fyrir öllu,“ segir Þóroddur. Vilja gagnrýni en öllu má ofgera Þóroddur var sjálfur dómari í yfir tvo áratugi en kveðst ekki hafa lent í öðru eins sjálfur á meðan hann dæmdi. „Ég man ekki eftir því að mér hafi verið hótað lífláti en auðvitað var ýmislegt sem gekk yfir mann. Það er ástríða í fótbolta og við viljum hafa það þannig, það er enginn að biðja um að það verði tekið út úr þessu,“ „Hún er oft hörð og óvægin þessi gagnrýni sem við fáum og það fylgir þessu. Við viljum fá gagnrýni og helst uppbyggilega gagnrýni því við viljum gera betur og ég held að það vilji allir í fótbolta gera betur. Hvort sem það erum við í KSÍ, dómarar, leikmenn eða þeir sem standa að félögunum. Við erum alls ekki að biðja um að gagnrýni verði lögð á hilluna en þetta er ekki hægt að líða og við verðum að bregðast við,“ segir Þóroddur. En tekur gagnrýnin á menn? „Hún getur gert það en við reynum að halda utan um þetta og dómarahópurinn er þéttur. Þeir hjálpast að og eru duglegir að bakka hvern annan upp og eins við hérna. En hún getur verið erfið.“ Klippa: Þeim er auðvitað verulega brugðið Átak kynnt síðar í mánuðinum Þóroddur segir þá verkefni vera í pípunum hjá KSÍ til að skapa jákvæðara starfsumhverfi fyrir dómara, líkt og snert var á í yfirlýsingu KSÍ í gær. „Við erum að vinna í því að gera vinnuumhverfi knattspyrnudómara jákvæðara og meira uppbyggilegt. Það fjölgar alltaf liðunum og leikjunum og við verðum að fá einhverja einstaklinga til að dæma. Við erum á leið í átaksverkefni sem kynnt verður betur í þessum mánuði,“ segir Þóroddur. Viðtalið við Þórodd má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. KSÍ Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira
KSÍ sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem kallað var eftir stillingu á meðal almennings þegar kemur að gagnrýni í garð starfa dómara. Ástæða yfirlýsingarinnar eru tvær líflátshótanir sem dómurum á vegum sambandsins hefur borist á síðustu vikum. Fyrrum dómarinn Þóroddur Hjaltalín, sem vinnur að dómaramálum hjá KSÍ, segir þetta grafalvarlegt mál. „Önnur hótunin berst dómaranum beint sem talskilaboð en hitt atvikið er einfaldlega þar sem áhorfandi missir stjórn á skapi sínu, ryðst inn á völlinn og ætlar bara í dómarann og hótar honum lífláti. Sem betur fer brást gæslan vel við og steig inn í þessar aðstæður sem við erum auðvitað mjög þakklát fyrir. Það er kannski ágætt að nota tækifærið og þakka þeim fyrir frábær vinnubrögð þar,“ segir Þóroddur sem vildi að öðru leyti ekki tjá sig um smáatriði tengd atvikunum tveimur. Þóroddur Hjaltalín, fyrrum dómari og starfsmaður KSÍ.Vísir/Dúi En eru fordæmi fyrir slíkum hótunum? „Já, því miður. En okkur þykir þetta vera að færast aðeins í aukana núna og lítum þetta mjög alvarlegum augum því að það að hóta fólki, hvort sem það eru strákapör eða eins og í þessu tilfelli, stálpaður einstaklingur sem kemur inn á völlinn er bara mjög alvarlegt og verður ekki liðið hér,“ segir Þóroddur. Aðspurður um hvort leitað verði til lögreglu vegna málsins segir Þóroddur málið enn til vinnslu. „Það er bara allt í skoðun. Við erum að vinna málið núna og afla okkur upplýsinga.“ Dómurum verulega brugðið Þóroddur segir dómarana sem bárust hótanirnar vera brugðið. Þá sé hætt við að þetta fæli þá eða aðra frá starfinu. „Ég er auðvitað í miklum samskiptum við þá, þeir eru starfsmenn hérna hjá okkur og þeim er auðvitað verulega brugðið. Það er ekki hægt að neita því,“ segir Þóroddur. En er þá hætta á að menn segi sig frá dómgæslunni þegar svona hótanir berast? „Auðvitað óttumst við það alltaf en í þessum tilfellum er það ekki þannig. Knattspyrnudómarar eru yfirleitt með sterkt bak og þurfa að hafa það, en það eru takmörk fyrir öllu,“ segir Þóroddur. Vilja gagnrýni en öllu má ofgera Þóroddur var sjálfur dómari í yfir tvo áratugi en kveðst ekki hafa lent í öðru eins sjálfur á meðan hann dæmdi. „Ég man ekki eftir því að mér hafi verið hótað lífláti en auðvitað var ýmislegt sem gekk yfir mann. Það er ástríða í fótbolta og við viljum hafa það þannig, það er enginn að biðja um að það verði tekið út úr þessu,“ „Hún er oft hörð og óvægin þessi gagnrýni sem við fáum og það fylgir þessu. Við viljum fá gagnrýni og helst uppbyggilega gagnrýni því við viljum gera betur og ég held að það vilji allir í fótbolta gera betur. Hvort sem það erum við í KSÍ, dómarar, leikmenn eða þeir sem standa að félögunum. Við erum alls ekki að biðja um að gagnrýni verði lögð á hilluna en þetta er ekki hægt að líða og við verðum að bregðast við,“ segir Þóroddur. En tekur gagnrýnin á menn? „Hún getur gert það en við reynum að halda utan um þetta og dómarahópurinn er þéttur. Þeir hjálpast að og eru duglegir að bakka hvern annan upp og eins við hérna. En hún getur verið erfið.“ Klippa: Þeim er auðvitað verulega brugðið Átak kynnt síðar í mánuðinum Þóroddur segir þá verkefni vera í pípunum hjá KSÍ til að skapa jákvæðara starfsumhverfi fyrir dómara, líkt og snert var á í yfirlýsingu KSÍ í gær. „Við erum að vinna í því að gera vinnuumhverfi knattspyrnudómara jákvæðara og meira uppbyggilegt. Það fjölgar alltaf liðunum og leikjunum og við verðum að fá einhverja einstaklinga til að dæma. Við erum á leið í átaksverkefni sem kynnt verður betur í þessum mánuði,“ segir Þóroddur. Viðtalið við Þórodd má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
KSÍ Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira