Glímdi við réttfæðisáráttu sem geðlæknar hafa enn ekki viðurkennt Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 17. maí 2023 09:14 Leikkonan Aldís Amah Hamilton var í einlægu viðtali í Vikunni á dögunum þar sem hún talaði opinskátt um reynsluna að veikjast af átröskun. Ólafur Hannesson Leikkonan Aldís Amah Hamilton glímdi við átröskunarsjúkdóminn orthorexia nervosa eða réttfæðisáráttu. Hún hefur stigið mikilvæg skref í baráttu sinni en fyrir hver tvö skref áfram er eitt aftur á bak. Þetta kemur fram í opinskáu viðtali við Aldísi í nýjasta tölublaði Vikunnar. Þar áréttar hún mikilvægi þess að opna umræðuna um veikindin. Aldís hefur gert það gott í leikaraheiminu síðastliðin ár og var meðal annars tilnefnd sem leikkona ársins í aðalhlutverki á Edduverðlaunununum 2023 fyrir hlutverk sitt í Spennuþáttaröðinni Svörtu sandar sem sýndir voru á Stöð 2. „Ég varð veik, ekki sem táningur heldur fullorðin kona, og man hvað ég tók svakalega virkan þátt í megrunarmenningunni, hvað hún er inngróin í samfélaginu okkar. Ég gerði mér enga grein fyrir í hvað stefndi þegar ég fór á fyrsta „kúrinn” minn orðin 26 ára gömul,“ segir Aldís í Vikunni. „Ég hugsaði aldrei út í allt ruglið sem ég var að segja við annað fólk; hvernig ég talaði um sjálfa mig fyrir framan annað fólk.“ View this post on Instagram A post shared by Aldi s Amah Hamilton (@aldisamah) Aldís var Fjallkonan árið 2019 og flutti ljóðið Landið flokkar ekki fólk eftir Bubba Morthens á Austurvelli. Aldís rifjar upp utanlandsferð sem hún fór með vinkonum sínu, þá afar veik af sjúkdómnum sem litaði ferðina fyrir henni. „Átröskunin hafði auðvitað mjög neikvæð áhrif á ferðina mína, því miður. Hún hefði getað verið svo miklu betri ef ég hefði ekki verið svona upptekin af því hvað ég borðaði og hvernig ég leit út.“ Í frétt Vikunnar segir að Orthorexia nervosa, eða réttfæðisárátta, hefur ekki enn verið viðurkenndur af alþjóðlegum samtökum geðlækna. Sjúkdómurinn birtist í þörfinni til að borða rétt, ef svo má að orði komast. Sá sem glímir við sjúkdóminn þurfi að borða náttúrlegan, hreinan og ómengaðan mat. Aldís elskar að spila tölvuleiki eins og kom fram í þættinum Talað um tölvuleiki. „Þannig að í byrjun var þetta ruglingslegt fyrir mér því ég var ekki að svelta mig fannst mér. Ég borðaði alveg en ég taldi hverja hitaeiningu á hverjum degi og gerði í mörg ár. Ef ég fór yfir það sem ég taldi „leyfilegt” þurfti ég að bæta upp fyrir það með hreyfingu eða með því að borða minna daginn eftir. Ég fór í ræktina stundum tvisvar á dag og tók næstum aldrei „hvíldardaga” nema ef ég var of veik eftir til dæmis átkast til að fara í ræktina. Þá lá ég bara í skömm og vanlíðan,“ segir Aldís við Vikuna. Hún segist hafa náð töluverðum árangri í baráttu sinni við sjúkdóminn en baráttan haldi áfram. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Aldís Amah og Kolbeinn Arnbjörnsson úr Svörtu söndum nýtt par Leikkonan Aldís Amah Hamilton og leikarinn Kolbeinn Arnbjörnsson eru nýtt par. Þau hafa sést saman á skjám landsmanna í þáttaröðinni Svörtu Sandar þar sem þau fara bæði á kostum í hlutverkum sínum sem Aníta og Salomon. Ásamt því að leika í þáttunum er Aldís einn af handritshöfundum þeirra. 21. febrúar 2022 18:01 „Lífið er of stutt fyrir vondan mat“ Aldís Amah Hamilton er leikkona, hundamamma, vegan áhugakokkur og lífskúnstner sem fór með aðalhlutverk í spennuþáttunum Svartir Sandar sem sýndir voru á Stöð 2. Ásamt því að vinna við það sem hún elskar er hún dugleg að hlusta á hlaðvörp um morðingja, spila PS4 og ýmislegt fleira. Aldís Amah er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 19. febrúar 2022 11:31 Mest lesið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Leita að krökkum til að taka þátt í alþjóðlegu tónlistarmyndbandi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Lokahelgi RIFF: Danskar stórstjörnur, nýjasta tækni og Gyllti lundinn afhentur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira
Þetta kemur fram í opinskáu viðtali við Aldísi í nýjasta tölublaði Vikunnar. Þar áréttar hún mikilvægi þess að opna umræðuna um veikindin. Aldís hefur gert það gott í leikaraheiminu síðastliðin ár og var meðal annars tilnefnd sem leikkona ársins í aðalhlutverki á Edduverðlaunununum 2023 fyrir hlutverk sitt í Spennuþáttaröðinni Svörtu sandar sem sýndir voru á Stöð 2. „Ég varð veik, ekki sem táningur heldur fullorðin kona, og man hvað ég tók svakalega virkan þátt í megrunarmenningunni, hvað hún er inngróin í samfélaginu okkar. Ég gerði mér enga grein fyrir í hvað stefndi þegar ég fór á fyrsta „kúrinn” minn orðin 26 ára gömul,“ segir Aldís í Vikunni. „Ég hugsaði aldrei út í allt ruglið sem ég var að segja við annað fólk; hvernig ég talaði um sjálfa mig fyrir framan annað fólk.“ View this post on Instagram A post shared by Aldi s Amah Hamilton (@aldisamah) Aldís var Fjallkonan árið 2019 og flutti ljóðið Landið flokkar ekki fólk eftir Bubba Morthens á Austurvelli. Aldís rifjar upp utanlandsferð sem hún fór með vinkonum sínu, þá afar veik af sjúkdómnum sem litaði ferðina fyrir henni. „Átröskunin hafði auðvitað mjög neikvæð áhrif á ferðina mína, því miður. Hún hefði getað verið svo miklu betri ef ég hefði ekki verið svona upptekin af því hvað ég borðaði og hvernig ég leit út.“ Í frétt Vikunnar segir að Orthorexia nervosa, eða réttfæðisárátta, hefur ekki enn verið viðurkenndur af alþjóðlegum samtökum geðlækna. Sjúkdómurinn birtist í þörfinni til að borða rétt, ef svo má að orði komast. Sá sem glímir við sjúkdóminn þurfi að borða náttúrlegan, hreinan og ómengaðan mat. Aldís elskar að spila tölvuleiki eins og kom fram í þættinum Talað um tölvuleiki. „Þannig að í byrjun var þetta ruglingslegt fyrir mér því ég var ekki að svelta mig fannst mér. Ég borðaði alveg en ég taldi hverja hitaeiningu á hverjum degi og gerði í mörg ár. Ef ég fór yfir það sem ég taldi „leyfilegt” þurfti ég að bæta upp fyrir það með hreyfingu eða með því að borða minna daginn eftir. Ég fór í ræktina stundum tvisvar á dag og tók næstum aldrei „hvíldardaga” nema ef ég var of veik eftir til dæmis átkast til að fara í ræktina. Þá lá ég bara í skömm og vanlíðan,“ segir Aldís við Vikuna. Hún segist hafa náð töluverðum árangri í baráttu sinni við sjúkdóminn en baráttan haldi áfram.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Aldís Amah og Kolbeinn Arnbjörnsson úr Svörtu söndum nýtt par Leikkonan Aldís Amah Hamilton og leikarinn Kolbeinn Arnbjörnsson eru nýtt par. Þau hafa sést saman á skjám landsmanna í þáttaröðinni Svörtu Sandar þar sem þau fara bæði á kostum í hlutverkum sínum sem Aníta og Salomon. Ásamt því að leika í þáttunum er Aldís einn af handritshöfundum þeirra. 21. febrúar 2022 18:01 „Lífið er of stutt fyrir vondan mat“ Aldís Amah Hamilton er leikkona, hundamamma, vegan áhugakokkur og lífskúnstner sem fór með aðalhlutverk í spennuþáttunum Svartir Sandar sem sýndir voru á Stöð 2. Ásamt því að vinna við það sem hún elskar er hún dugleg að hlusta á hlaðvörp um morðingja, spila PS4 og ýmislegt fleira. Aldís Amah er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 19. febrúar 2022 11:31 Mest lesið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Leita að krökkum til að taka þátt í alþjóðlegu tónlistarmyndbandi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Lokahelgi RIFF: Danskar stórstjörnur, nýjasta tækni og Gyllti lundinn afhentur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira
Aldís Amah og Kolbeinn Arnbjörnsson úr Svörtu söndum nýtt par Leikkonan Aldís Amah Hamilton og leikarinn Kolbeinn Arnbjörnsson eru nýtt par. Þau hafa sést saman á skjám landsmanna í þáttaröðinni Svörtu Sandar þar sem þau fara bæði á kostum í hlutverkum sínum sem Aníta og Salomon. Ásamt því að leika í þáttunum er Aldís einn af handritshöfundum þeirra. 21. febrúar 2022 18:01
„Lífið er of stutt fyrir vondan mat“ Aldís Amah Hamilton er leikkona, hundamamma, vegan áhugakokkur og lífskúnstner sem fór með aðalhlutverk í spennuþáttunum Svartir Sandar sem sýndir voru á Stöð 2. Ásamt því að vinna við það sem hún elskar er hún dugleg að hlusta á hlaðvörp um morðingja, spila PS4 og ýmislegt fleira. Aldís Amah er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 19. febrúar 2022 11:31