„Algjörlega einstök manneskja og knattspyrnukona“ 16. maí 2023 22:35 Kristján Guðmundsson er þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Diego Kristján Guðmundsson var að vonum ánægður með sigur Stjörnunnar á Val nú í kvöld. Tvö mörk Garðbæinga í fyrri hálfleik var það sem skildi liðin að en það var eitthvað allt annað sem var efst í huga Kristjáns eftir leikinn. „Ég er bara að hugsa um alla þessa máva hérna í kring. Ég hélt að það væri íbúafundur til að losa þetta en að öðru leyti er ég bara hress. Sagði Kristján strax eftir leik við Vísi.“ Stjarnan spilaði mjög agaðan og góðan varnarleik í kvöld og áttu Valsstúlkur í miklum vandræðum með að skapa sér marktækifæri. Kristján segist hafa verið ánægður með varnarleikinn, þó svo að hann sjái nokkra hluti sem liðið geti bætt í komandi leikjum. „Það var í rauninni frá okkar hendi að reyna að gera það sem við vorum að gera plús það að við vissum að það yrði sett gildra á Eyrúnu Emblu og hún átti að leysa það á þennan hátt sem hún gerði. Hún gerði það mjög vel. Að öðru leyti þegar að við vinnum boltann sem við erum góð í þá og spilum góða vörn þá fara sendingarnar ekki nógu oft á blátt og þar með þjöppumst við aðeins aftar, plús að við náum ekki að færa liðið upp þegar við vinnum boltann. Það er ekkert skrítið þegar við töpum boltanum of fljótt en við hefðum mátt lyfta aðeins meira til að gefa okkur meira pláss til að halda boltanum. “ „Við getum alveg haldið áfram að tala um þessar öftustu fimm. Þær spila mjög vel og eins og ég kom inn áðan þá eru við sterkt varnarlið. Ef við töpum boltanum þá erum við ansi fljót að vinna hann aftur. Það er hluti af þessum varnarleik. Það eru margir kaflar góðir í þessum leik en þessi kafli í seinni hálfleik erum við mögulega aðeins of mikið án boltans. Eitthvað sem við þurfum aðeins að skerpa.“ Úlfa Dís var mætt í byrjunarliðið í kvöld en hún stundar nám í Bandaríkjunum og hafði því misst af fyrstu leikjum liðsins. Úlfa var drjúg fyrir heimakonur í kvöld og átti þátt í fyrra markinu og skoraði svo það seinna. Glæsilegur dagur hjá henni en var það auðveld ákvörðun að setja hana beint í byrjunarliðið? „Úlfa Dís er algjörlega einstök manneskja og knattspyrnukona. Hún kom inn með alveg gríðarlega orku. Hún kom í síðustu viku og við vorum búin að undirbúa hana vel á meðan hún var í Bandaríkjunum, hvernig hún átti að koma hérna inn og hún gerði það alveg gríðarlega vel. Henni hefur tekist vel að æfa sjálf úti. Hún sprengir þetta upp og gerir það sem hún er beðin um. Henni þykir þetta svo gaman og nýtur lífsins vel og það smitast út í liðið. Það var því eiginlega ekki annað hægt en að henda henni inn í byrjunarliðið og sjá hvað hún myndi gera. “ Besta deild kvenna Stjarnan Valur Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
„Ég er bara að hugsa um alla þessa máva hérna í kring. Ég hélt að það væri íbúafundur til að losa þetta en að öðru leyti er ég bara hress. Sagði Kristján strax eftir leik við Vísi.“ Stjarnan spilaði mjög agaðan og góðan varnarleik í kvöld og áttu Valsstúlkur í miklum vandræðum með að skapa sér marktækifæri. Kristján segist hafa verið ánægður með varnarleikinn, þó svo að hann sjái nokkra hluti sem liðið geti bætt í komandi leikjum. „Það var í rauninni frá okkar hendi að reyna að gera það sem við vorum að gera plús það að við vissum að það yrði sett gildra á Eyrúnu Emblu og hún átti að leysa það á þennan hátt sem hún gerði. Hún gerði það mjög vel. Að öðru leyti þegar að við vinnum boltann sem við erum góð í þá og spilum góða vörn þá fara sendingarnar ekki nógu oft á blátt og þar með þjöppumst við aðeins aftar, plús að við náum ekki að færa liðið upp þegar við vinnum boltann. Það er ekkert skrítið þegar við töpum boltanum of fljótt en við hefðum mátt lyfta aðeins meira til að gefa okkur meira pláss til að halda boltanum. “ „Við getum alveg haldið áfram að tala um þessar öftustu fimm. Þær spila mjög vel og eins og ég kom inn áðan þá eru við sterkt varnarlið. Ef við töpum boltanum þá erum við ansi fljót að vinna hann aftur. Það er hluti af þessum varnarleik. Það eru margir kaflar góðir í þessum leik en þessi kafli í seinni hálfleik erum við mögulega aðeins of mikið án boltans. Eitthvað sem við þurfum aðeins að skerpa.“ Úlfa Dís var mætt í byrjunarliðið í kvöld en hún stundar nám í Bandaríkjunum og hafði því misst af fyrstu leikjum liðsins. Úlfa var drjúg fyrir heimakonur í kvöld og átti þátt í fyrra markinu og skoraði svo það seinna. Glæsilegur dagur hjá henni en var það auðveld ákvörðun að setja hana beint í byrjunarliðið? „Úlfa Dís er algjörlega einstök manneskja og knattspyrnukona. Hún kom inn með alveg gríðarlega orku. Hún kom í síðustu viku og við vorum búin að undirbúa hana vel á meðan hún var í Bandaríkjunum, hvernig hún átti að koma hérna inn og hún gerði það alveg gríðarlega vel. Henni hefur tekist vel að æfa sjálf úti. Hún sprengir þetta upp og gerir það sem hún er beðin um. Henni þykir þetta svo gaman og nýtur lífsins vel og það smitast út í liðið. Það var því eiginlega ekki annað hægt en að henda henni inn í byrjunarliðið og sjá hvað hún myndi gera. “
Besta deild kvenna Stjarnan Valur Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira